Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2007, Blaðsíða 17
DV Sport þriðjudagur 25. september 2007 17
Stjórnarmenn Arsenal segja að félagið hafi sterkustu fjárhagsstöðu allra liða á Englandi:
ArsenAl ríkAstA félAg englAnds?
Forráðamenn Arsenal segja að
Arsenal sé ríkasta lið Englands. Eft-
ir flutning á Emirates-völlinn fær
liðið að meðaltali þrjár milljón-
ir punda fyrir hvern leik sem lið-
ið spilar á heimavelli og það eru
tölur sem ekkert annað lið getur
státað af. Heildarverðmæti liðsins
eru nú komin yfir 200 milljónir
punda þó að slíkt segi ekki til um
söluverðmæti félagsins sem er mun
hærra.
„Þessar tölur sýna að við þurfum
ekki á erlendri fjárfestingu að halda.
Við fengum alla þá leikmenn sem
við vildum í sumar og Arsene Weng-
er notaði ekki allt það fé sem hann
hafði til umráða til leikmanna-
kaupa í sumar,“ segir Kieth Edelm-
an, rekstrarstjóri hjá Arsenal.
Fyrr í mánuðinum var uppi orðr-
ómur um að Úsbekinn Alisher Us-
manov væri við það að eignast 21
prósent í félaginu. David Dein,
stjórnarformaður Arsenal, lét hafa
eftir sér fyrir skömmu að til þess að
félagið gæti keppt um allra bestu
leikmennina þyrfti félagið á erlendri
fjárfestingu að halda.
En Edelman segir þetta misskiln-
ing og ef Arsene Wenger þurfi á fé
að halda til þess að kaupa einhverja
af toppleikmönnum heims fái hann
það.
Í yfirlýsingu frá fjárfestingarhópi
sem stendur á bak við Arsenal kem-
ur fram að umskiptin á Emirates séu
grunnurinn að sterkri fjárhagsstöðu
liðsins.
„Nú er Arsenal það lið í Evrópu
sem kemur næst á eftir Real Madr-
id hvað varðar sterkan fjárhag,“ seg-
ir Mihir Bose, kunnur íþróttadálka-
höfundur hjá BBC.
Emirates-völlurinn breytti Arsenal Flutningurinn yfir á emirates-völlinn hefur
heppnast vel hjá arsenal.
City er best
hinna liðanna
Richard Dunne,
fyrirliði
manchester City,
segir að liðið sé
ekki enn orðið
nógu gott til að
keppa við stóru
liðin um titilinn
og telur
raunhæft að það
geti keppt um 5.
sætið. eftir sjö leiki er liðið ofar en
undanfarin ár og menn þar eru
bjartsýnir á framtíðina. „þessa stundina
erum við að spila vel og eigum skilið að
vera svona ofarlega. það er ekkert lið
sem nær fimmta sætinu út á nafnið eitt.
Við erum best þessara liða og höfum
byrjað best þeirra.“ City er í þriðja sæti
deildarinnar með 13 stig.
ronaldinho vill fara
the sun greinir frá því að Ronaldinho
sé ekki ánægður með þá meðferð sem
hann fær hjá barcelona. sögusagnir
voru um að hann
væri meiddur
gegn sevilla en
félagið neitar því.
ronaldinho
spilaði ekki þann
leik og er að
sögn blaðsins
ósáttur við þá
gagnrýni sem
hann fær
reglulega fyrir að vlja skemmta sér og
vera ekki í formi. bróðir hans og
umboðsmaður roberto de assis hefur
reglulega verið í sambandi við roman
abramovich og að sögn blaðsins vill
ronaldinho að bróðir hans semji um
félagaskipti.
Chelsea áfrýjar
Forráðamenn Chelsea hafa ákveðið að
áfrýja rauða spjaldinu sem Jon Obi
Mikel fékk að líta í leiknum við
manchester united í ensku úrvalsdeild-
inni. mikel braut á patrice evra og var
rekinn í bað eftir aðeins hálftímaleik.
endursýningar í sjónvarpi bentu hins
vegar til að brotið væri vægt og
verðskuldaði aðeins gult spjald. avram
grant stjóri Chelsea sagði að brotið
hefði ekki verðskuldað rautt og jafnvel
alex Ferguson sagði að rauða spjaldið
hefði verið strangur dómur. Ferguson
fannst hins vegar að tækling joes Cole
á ronaldo í síðari hálfleik hefði
verðskuldað rautt spjald.
benitez hermir
eftir Wenger
Rafa Benitez hefur gefið í skyn að
hann muni herma eftir arsene Wenger
í deildarbikarn-
um í kvöld og
nota unga og
efnilega
leikmenn.
Leikmenn eins
og sebastian
Leto, Lucas
Leiva, emiliano
insua, jack
Hobbs og
Charles intandje munu væntanlega
spila stóra rullu í bikarnum. „Fyrir
nokkra leikmenn sem eru ekki að spila
í deildinni eða meistaradeildinni er
þetta mikilvæg keppni. bikar er alltaf
bikar og það myndi gleðja mig ef við
ynnum þennan. einhverjir eldri
leikmenn munu spila á móti reading
því það er ekki hægt að breyta öllu
liðinu. en leikmenn sem ekki spila
reglulega munu fá séns.“
enski boltinn
Arnar Sigurðsson atvinnutennisspil-
ari er byrjaður að keppa að nýju eft-
ir erfið meiðsli á árinu. Arnar tók
þátt í atvinnumannamóti í Kaliforn-
íu á dögunum og vann í tvíliðaleik,
ásamt félaga sínum Brad Pomeroy frá
Bandaríkjunum.
Arnar og Pomeroy voru fyrir mót-
ið taldir sterkasta parið og þeir stóð-
ust þær væntingar. Í fyrstu umferð
unnu þeir Dave Lingman og Mar-
vin Rolle í þremur settum. Því næst
unnu þeir Danny Bryan og Colin
Purcell, einnig í þremur settum, og
í undanúrslitum unnu þeir Banda-
ríkjamennina Nikita Kryvonos og
Michael McClune í þremur settum.
Í úrslitum á sunnudaginn mættu
Arnar og Pomeroy Philip Bester frá
Bandaríkjunum og Glenn Weiner frá
Kanada og enn og aftur þurfti þrjú
sett til að skera úr um sigurvegara.
Svo fór að Arnar og Pomeroy unnu.
Arnar sagði í samtali við DV að
hann hefði aldrei áður spilað með
Pomeroy og miðað við það hefði
mótið gegnið vonum framar.
„Þetta var í fyrsta sinn sem ég
spilaði tennis með þessum strák. Ég
er búinn að vera með helling af með-
spilurum. Það er kannski það áhuga-
verðasta við þetta, maður breytir til
frá viku til viku, en gengur samt mjög
vel. Það er mjög ánægjulegt,“ sagði
Arnar.
Hann keppti einnig í einliðaleik
og komst í aðra umferð. Í fyrstu um-
ferð vann Arnar Marcus Fugate frá
Bandaríkjunum í tveimur settum,
6–3 og 6–4. Arnar varð hins vegar að
láta í minni pokann fyrir Bandaríkja-
manninum Tim Smyczek í tveimur
settum, 7–6 og 6–3. Smyczek þessi
fór alla leið í úrslitaleikinn þar sem
hann tapaði fyrir landa sínum Mi-
chael McClune.
„Ég átti mikla möguleika (gegn
Smyczek). Þannig að þetta var allt í
lagi, þegar á heildina er litið, miðað
við að þetta var mitt fyrsta mót í langan
tíma. Ég er nokkuð sáttur en auðvitað
vill maður alltaf meira,“ sagði Arnar.
Sleit liðband í ökkla
Hann varð fyrir því óláni að slíta
liðband í ökkla í janúar. Til að bæta
gráu ofan á svart meiddist Arnar aft-
ur í sumar, þegar hann var að kom-
ast á fullt.
„Þetta er búið að vera svolít-
ið þungt ár hjá mér. Ég byrjaði á að
meiðast snemma í janúar og var
nokkra mánuði frá. Ég náði mér af
því og fór aftur af stað í júlí og togn-
aði þá í nára. Þurfti aftur að stoppa.
En ég hress núna og kominn á fullt,“
sagði Arnar og bætti við að hann væri
ekki alveg orðinn góður í ökklanum,
en nógu góður til að byrja að spila.
„Þegar maður er bara í tennis
er ekkert verra en að vera meiddur.
Þetta er partur af þessu líka, mað-
ur verður að lifa með því og gera
það sem maður þarf að gera til að
koma sér aftur á kreik. En það er ekki
skemmtilegasti parturinn af þessu,“
sagði Arnar.
Arnar er á miklu flakki þessa dag-
ana. Hann kláraði mótið í Kaliforn-
íu á sunnudaginn og hefur keppni
á móti í Monterrey í Mexíkó í dag.
Það er því óhætt að segja að hann lifi
í ferðatösku og það krefst töluverðr-
ar skipulagningar að koma sér upp
heimslistann í tennis.
„Þetta er flökkulíf. Ég set upp
vissa áætlun fyrir næsta mánuðinn
eða næstu tvo mánuði. Það fer eftir
því hvert maður er að fara og að elta
mótin. Þetta getur líka breyst voða
fljótt. Það er því svolítill lausagangur
á þessu, það er ekki alltaf klárt hvað
maður er að fara að gera fyrr en á síð-
ustu stundu,“ sagði Arnar.
Arnar komst hæst í 703. sæti
heimslistans í einliðaleik en meiðsl-
in hafa gert það að verkum að hann
er nú í 917. sæti. Hann er hins vegar í
695. sæti heimslistans í tvíliðaleik.
„Listinn byggist á ársgrundvelli.
Í raun hefði ég þurft að verja stigin
mín, en gat það ekki út af meiðslum.
Ég hef því dottið niður listann í ein-
liðaleik en hef hækkað í tvíliðaleik.
Það hefur gengið rosalega vel þar,“
sagði Arnar.
Sem fyrr segir hefur Arnar keppni
á móti í Mexíkó í dag. Mótið í Kali-
forníu var spilað á hörðum velli en
mótið í Mexíkó er á leirvelli og Arnar
hafði örlitlar áhyggjur af því.
„Af því að ég náði svo langt um
helgina hefur ég engan tíma til að
undirbúa mig fyrir þetta mót. Maður
verður að reyna að venjast leirvöll-
um á nokkrum tímum.
Þó að munurinn (á leirvöllum og
hörðum völlum) sé ekkert gríðarleg-
ur er hann nógu mikill til að menn
finni fyrir því. Leikurinn er hraðari
á hörðum velli. Ef maður prófar leir
finnur maður að þetta er svolítið
annað,“ sagði Arnar að lokum.
Atvinnutennisspilarinn Arnar Sigurðsson er á fullu þessa dagana við keppni á atvinnu-
mannamótum úti í heimi. Hann keppti um síðustu helgi á móti í Kaliforníu og hefur
keppni á móti í Mexíkó í dag.
DAguR SvEinn DAgBJARtSSOn
blaðamaður skrifar: dagur@dv.is
SIGUR Í TVÍLIÐALEIK
Flökkulíf arnar
sigurðsson hefur keppni á
móti í monterrey í mexíkó í
dag, tveimur dögum eftir
að hafa unnið tvíliða-
keppni á móti í Kaliforníu.