Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2007, Qupperneq 21
FyrirgeFum þeim
Stundum ef hlustað er á samtal
við stórmenni í fjölmiðlum mætti
halda að þar hittist á palli sauðkind
og tófa og kindin sé rugluð en tófan
ekki viss um hvort hún er tófa eða
rolla. Engu að síður tekur hlustand-
inn gott og gilt hvað þau segja, enda
eru þessi dýr síst vitlausari en önnur
og auk þess hvorki betri né verri. Um
daginn var rætt um að kenna ætti á
ensku hér í háskóla og spurt hvort
verið væri að gefast upp fyrir henni.
Þá rauk menntaða manneskjan upp
og sagði móðurmálinu og setri sínu
til varnar: Nei, íslenskan er nefnilega
svo fín! Hvað var átt við með „nefni-
lega svo fín” var engin leið að vita en
merkingin eflaust ekki vitlausari en
hver önnur. Um daginn voru veitt
fegurðarverðlaun af ráðherra sem
harmaði án heyranlegs gráts að nafni
hans, gervilimasmiður, hefði ekki
hlotið þau. Því næst blandaði hann
laumulega sínum vanda í málið og
lét eiginkonuna koma eins og skratt-
ann úr sauðarleggnum með þannig
viðhorf til hans ljóta fótar, að halda
mætti að hún teldi að hann þyrfti á
gervilimi að halda. Í auglýsingu er
hringt í vissan farsíma og spurt eftir
týndri kú sem kemur umsvifalaust
ekki bara í talhólfið heldur baul-
andi á vettvang. Merkir þetta að þeir
sem svara í svona síma bauli eins
og belja? Nei. Líklegast er að menn
kunni hvorki að nota táknmál né
samlíkingu. Slíkt skiptir engu máli,
fólk hvorki hlustar né skilur elginn
um ágæti hluta í auglýsingu, alvant
því að úthúða í byrjun en hrósa í lok-
in. Það er hefð að bölva manni fyrst
í sand og ösku en taka síðan álit sitt
aftur með þessum orðum: Annars er
hann prýðilegur. Til hvers var þá ver-
ið að úthúða? Aðeins til þess að hinn
skömmótti fái útrás fyrir ráðlausa
reiði sem endar á undirgefni! Svip-
að dæmi er um ráðherrann sem bað
sökudólg afsökunar á því að hann
hefði gert hann ábyrgan gerða sinna
en lét þess að lokum getið í fjölmiðl-
um að hann hefði aldrei sagt það sem
hann sagði. Hvers vegna baðst hann
þá afsökunar á því sem gekk aldrei út
af munni hans? Afsökunin á að hafa
tekið nokkra klukkutíma því það fer
drjúg stund í að taka aftur orð sem
eru sögð en ósögð. Svo kannski er
ekki lengur öll vitleysan eins í sam-
félaginu eða allt á sömu bókina lært
heldur tómur plokkfiskur á plokkfisk
ofan.
Skipt um filmu Þessi lögreglumaður var í óða önn við að skipta um filmu í hraðamyndavél þegar ljósmyndara DV bar að garði. DV MYND: StefáNmyndin
P
lús
eð
a m
ínu
s
Plúsinn í dag hlýtur Albert
Brynjar Ingason, markahrókur
fylkis í Landsbankadeild karla.
Albert var mjög hættulegur í leik
fylkis og Keflavíkur og skoraði
þrennu. Vel af sér vikið hjá Alberti.
Spurningin
„Ég vona að
Skugginn verði
ekki langur og
að við komumst
í sólina,“ segir
Jóhann Páll
Valdimarsson
hjá Forlaginu,
sameinuðu
útgáfufélagi JPV
og Eddu miðlun-
ar, um
bókaforlagið Skugga sem hefur verið
sett á laggirnar undir stjórn Illuga
Jökulssonar. Nokkrar bækur almenns
eðlis verða gefnar út á vegum Skugga
í haust, bæði frumsamdar og þýddar.
fallið þið í
Skuggann?
Sandkassinn
mikið vildi ég að ég gæti hugs-
að eins og Dalai Lama. Tekist
á við það sem
að höndum
ber af algjöru
æðruleysi. Haft
ekki áhyggjur
af neinu. Þetta
var ég að hugsa
þegar ég hélt
að gluggarnir
ætluðu að fjúka
af hjörunum aðfaranótt mánu-
dagsins. Hafði haft áhyggjur allan
daginn, allt kvöldið og hálfa nótt-
ina af hlutum sem ég get aldrei í
lífinu breytt.
eFtir að haFa næstum Fótbrotið
mig við að klöngrast upp á eld-
húsborð til að binda aftur glugg-
ann, fór ég að
lesa í bókinni
„Hamingja í
lífi og starfi“,
samtal How-
ards C. Cutl-
er og Dalai
Lama. Það
merkilega
við viðhorf
Dalai Lama er að manni finnst
að allir ættu að geta tileinkað
sér þau. En fæstir gera það. Við
festumst í áhyggjunetinu; nei-
kvæðninetinu, sjálfsblekking-
unni og sjálfsvorkunninni. Í fyrra
var mér boðið að sitja námskeið
í hugrænni atferlismeðferð. Með
mér á námskeiðinu var mað-
ur á besta aldri sem strax tók að
tileinka sér aðferðirnar. Við hin
horfðum á hann breytast, takast
á við viðfangsefnin hvert á fætur
öðru. Hann gerði heimavinnuna
samviskusamlega á hverju kvöldi
meðan ég gerði mína úti í bíl
tuttugu mínútum áður en nám-
skeiðið hófst. Þessi maður ákvað
strax að nýta hugrænu atferlis-
meðferðina til að hætta að reykja.
Hann hefur ekki reykt síðan.
Hann snýr neikvæðum hugsun-
um yfir í jákvæðar áður en þær
hafa náð að festa sig í sessi í huga
hans.
ég heF reynt þetta nokkrum
sinnum og mistekist með glæsi-
legum árangri. Fundist ég enn
ömurlegri en
nokkru sinni
fyrr. Ömurlegri
vegna þess að
mér höfðu verið
rétt verkfærin;
ég hafði bara
ekki notað þau.
Þangað til nú.
Þá steðjuðu að
þannig erfiðleikar að ég sá ekki
fram úr þeim. Í huganum tók ég
fram farsímann minn og sló inn
skilaboð til allra vina minna og
fjölskyldu að verri gæti staðan
ekki orðið. Þegar ég svo ætlaði
að ýta á „senda skilaboð“ (í hug-
anum sko), ýtti ég þess í stað á
„hreinsa texta“ og skrifaði nýjan.
Sá fjallaði um hvað allt hefði litið
illa út, en það hefði allt farið á
besta veg. Slík varð raunin!
ég held að æðruleysi sé eitt
sterkasta aflið sem mannshug-
urinn býr yfir ef okkur lærist að
nota það. Þá værum við ekki um
miðja nótt að velta fyrir okkur
hvort rúðan ætli að fjúka inn eða
út. Þá værum við bara við kerta-
ljós að skrifa Sandkassa fyrir DV
og hugsa: Gott að glugginn getur
ekki lent á neinu lifandi og ef
hann brotnar inn á við er ég svo
heppin að eiga sóp.
anna kristine veltir fyrir sér hvort
áhyggjur geti gengið af fólki dauðu.
Plokkfiskur á plokkfisk ofan
DV Umræða ÞrIðJuDagur 25. SEPtEmbEr 2007 21
DV fyrir
25 árum
guðbergur
bergSSon
rithöfundur skrifar
„Líklegast er að
menn kunni hvorki
að nota táknmál
né samlíkingu“
því þeir
vita ekki...