Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2007, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2007, Qupperneq 25
DV Sviðsljós þriðjudagur 25. september 2007 25 Vorkennir Pitt og Jolie Billy Bob Thornton segist vorkenna fyrrverandi eiginkonu sinni Angelinu Jolie og unnusta hennar Brad Pitt. Ástæðuna segir Thornton vera stanslausa fjölmiðlaathyglina sem þau þurfa að þola hvert sem þau fara. „Einu skiptin sem þú heyrir eitthvað um mig er þegar mynd er væntan- leg frá mér. Þannig vil ég líka hafa það,“ segir Thornton um málið. Hann og Jolie eru ennþá nánir vinir þrátt fyrir skilnaðinn. Thornton og Pitt eru einnig góðir vinir en Pitt mun framleiða næstu kvikmynd kappans. Kosin eftirsóknar- verðust Hin funheita Jessica Alba var kosin eftirsóknarverðasta einhleypa stjarnan af lesendum stefnumótasíðu yahoo.com. Það kemur lítið á óvart þar sem Alba hefur ótal sinnum verið kosin kynþokkafyllsta eða falleg- asta kona heims á hinum ýmsu vígstöðv- um. Í öðru sæti var Jennifer Aniston. Það sem kom samt skemmtilega á óvart í könnuninni var að söng- og leikkonan Queen Latifah var í því þriðja. En hún hefur seint verið talin í hópi fallegustu kvenna undanfarin ár. Latifah hefur þó verið að sækja í sig veðrið og verður kvenlegri með hverri mínútunni sem líður en framan af var hún þekkt fyrir heldur karlmannlegt yfirbragð. Hræðist ekki mannránshótanir Leikarinn Mel Gibson hefur ákveðið að virða ekki öryggis- ábendingar bandarískra stjórnvalda og ætlar að flytja á afskekktan stað í Kostaríka. Gibson ætlar að flytja með eigin- konu sína og sjö börn á stóran búgarð sem er skráður á „hættusvæði“. Bandarísk stjórnvöld hafa varað ferðamenn á svæðinu við að þeir geti verið hugsanleg fórnarlömb mannræningja og glæpamanna og eigi ekki að ferðast einir. Í för með Pussycat Dolls? Sú saga gengur nú fjöllunum hærra vestanhafs að söngkonan og tískugyðjan Victoria Beckham muni slást í för með hljómsveit- inni Pussycat Dolls. Á ýmsum net- miðlum er því haldið fram að Victoria sé mikill aðdáandi sveitarinnar og að þær séu einnig mjög hrifnar af henni. Ekki er verið að tala um að Victoria gerist meðlimur sveitarinnar heldur feti í fótspor stjarna eins og Carmen Electra, Christina Aguilera og Britney Spears sem hafa komið fram með sveitinni. Fyrrverandi lífvörður Britney Spears, Tony Barr- etto, greindi frá því í viðtali við News Of the World í gær hversu alvarlegar áhyggjur hann hefði af lifn- aðarháttum söngkonunnar og í opinskáu viðtali sagði hann sjokkerandi sögur af því sem hann hefði upplifað við störf sín fyrir Britney. Tony Barretto, sem gengur undir viðurnefninu Fat Tony, er gift- ur, tveggja barna faðir og var eitt helsta vitnið gegn Britney í forræðisdeilunni við fyrrverandi eigin- mann hennar, Kevin Federline, yfir sonum þeirra tveimur Sean, tveggja ára, og James, eins árs. Í viðtali sínu við News Of the World sagði Tony: „Ég sagði einungis mína sögu í réttarsalnum af því að Britney er gjörsamlega stjórnlaus og þarfnast hjálpar. Ég gerði þetta fyrir börnin hennar því hún er ekki góð móðir og hún á við geðræn vandamál að stríða. Sökum harðrar áfengis- og vímuefnaneyslu tel ég heimili hennar engan stað fyrir börn að alast upp á.“ Frásögn Tonys í réttarhöldunum er talin hafa átt stóran þátt í því að dómari í málinu skipaði Britn- ey að fara í fíkniefnapróf tvisvar í viku og að lögfræð- ingur hennar og umboðsmaður hættu að starfa fyrir hana. Stefnumótið endaði með ósköpum Britney réð Tony sem lífvörð sinn 26. mars síð- astliðinn, stuttu eftir að hún skráði sig úr meðferð. Tony, sem hafði setið tíu vikna fíkniefnanámskeið hjá lögreglunni, segist ekki hafa verið lengi að átta sig á því að Britney væri langt því frá að vera laus við fíknina. „Áður en Britney hélt sína fyrstu tónleika í Anaheim eftir meðferðina fór hún á stefnumót með tónlistarmanninum Howie Day en þrátt fyrir að við, sem störfuðum við það eitt að vernda öryggi söng- konunnar, hefðum gert bakgrunnsrannsókn á Day og varað hana við því að hann væri vandræða- gemsi, vildi hún ekki hlusta á okkur og fór að hitta hann.“ Nokkrum tímum síðar fékk Tony símhringingu frá Britney sem virtist vera mikið niðri fyrir þar sem hún tilkynnti Tony að Day neitaði að leyfa henni að yfirgefa hótelherbergi sem þau væru stödd á. „Hún sagði að hún vildi hætta við tónleikana og var mjög ringluð. Við spurðum hvort það væri í lagi með hana og minntum hana á að hún væri að fara að halda tónleika von bráðar. Þá kom Day í símann og byrjaði að rífast við okkur. Á þeim tíma vissum við bara að við þyrftum að flýta okkur til Britney.“ Sjokkerandi sjón Tony ásamt öðrum lífverði Britney og bestu vinkonu, Alli Sims, drifu sig á Mondrian- hótelið í L.A. Þegar þau komu á staðinn voru dyrnar að hótelherberginu opnar og ófögur sjón blasti við þeim : „Við sáum að Britney var rauðeygð eftir grát. Howie lá sofandi í boxer-nærbuxum ofan á rúminu og hótelherbergið var í rúst. Það voru matarafgang- ar, föt og rusl úti um allt. Herbergið var undirlagt af tómum bjórdósum, áfengisflöskum og sígarettu- stubbum. Á kommóðunni kom ég svo auga á rör og hvítt duft sem mig grunaði sterklega að væri kóka- ín og meth-amfetamín,“ segir lífvörðurinn og held- ur áfram: „Stuttu seinna rak ég svo augun í gler- pípu sem ég vissi frá fíkniefnanámskeiðinu sem ég sótti að væri einkum notuð fyrir fíkniefni sem kall- ast kristal-meth og hefur svipuð áhrif og amfetamín og E-töflur. Of stór skammtur af efninu getur leitt til hjartabilunar og dauða.“ Tony segist ekki hafa trúað eigin augum og að Britney hafi verið gjörsamlega út úr heiminum. „Við héldum á tímabili að hún hefði tekið of stór- an skammt af lyfjunum. Hún grét og grét og húðin á henni var öll vaxkennd. Hún leit út fyrir að vera mjög veik og þegar við reyndum að tala við hana urðum við svo skelkuð að við gjörsamlega fór- um yfir um því við óttuðumst að hún myndi deyja. Á endanum ákváðum við að koma henni bara út og á meðan við héldum á henni niður stigann var það eina sem hún gat komið út úr sér að henni liði ekki vel.“ Tony segir að hún hafi hegðað sér mjög skringi- lega í bílnum og að sætin hafi orðið rennblaut því Britney hafi svitnað svo mikið. „Einhvern veginn tókst okkur þó að koma henni á tónleikana og upp á svið en allan tímann sem hún var á sviðinu starði hún í áttina til mín, gjörsamlega út úr heiminum. Eftir tónleikana var hún harðlega gagnrýnd fyrir að hafa einungis hreyft varirnar í takt við lög á geisla- diski.“ Var undir áhrifum nálægt sonunum Í bílnum á leiðinni heim eftir tónleikana segir Tony hana hafa búið til skrítin lög sem hún söng með undarlegri röddu. „Einnig skrúfaði hún niður rúðuna og byrjaði að garga út um glugg- ann að hún væri rokkstjarna. Þetta var samt ekki í eina skiptið sem ég varð vitni að því að söng- konan væri á eiturlyfjum. Ég horfði á hana taka í nösina tvö kvöld af þeim skiptum sem ég fór með henni á skemmtistaðinn Teddy‘s í Los Ang- eles.“ Það sem Tony segir að angri sig mest sé það að Britney hafi ekki hikað við að vera þunn eða jafnvel undir áhrifum þegar hún var með sonum sínum. „Hún átti viskíflösku í náttborðsskúffunni sinni og eftir meðferðina mátti enginn sjá hana drekka svo hún pantaði sér Jack Daniels í kók á börunum í kaffibolla svo fólk héldi að hún væri með kaffi. Ég var með miklar áhyggjur af strák- unum þegar hún var undir áhrifum í kringum þá. Hún yrti ekki á þá og var í eigin heimi. Við þurft- um að passa upp á börnin hennar á meðan hún sat á gólfinu, nagaði á sér neglurnar og muldraði eitthvað út í loftið sökum eiturlyfjaneyslu.“ Tony sagði að lokum að hann vonaðist til þess að þessi frásögn hans veki Britney til umhugsunar og það eina sem hann óskaði henni sé góð framtíð og að hún nái að verða góð móðir. krista@dv.is Fyrrverandi lífvörður Britney Spears bar vitni gegn söngkonunni í forræðisdeilu hennar við Kevin Federline. Í viðtali við tímaritið News Of The World lætur hann svo allt flakka og segir hræðilegar sögur af fíkniefnaneyslu og vanlíðan söngkonunn- ar sem eitt sinn var lítil og saklaus en virðist nú hafa misst tökin á lífinu. LÍFVÖRÐUR BRITNEY SEGIR SÖGUR! Alli Simms, Tony Baretto og Britney Spears alli og tony komu að britney útúrdópaðri í Los angeles.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.