Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2007, Síða 30
þriðjudagur 25. september 200730 Síðast en ekki síst DV
Sandkorn
n Jónína Benediktsdóttir veltir
upp þeirri hugmynd á bloggi sínu
að réttast væri kannski að breyta
orðinu „bloggvinur“ í „bloggkunn-
ingi“. Vangaveltan á rætur sínar
í áhyggjum
bloggara sem
hafði áhyggj-
ur af vináttu
bloggvina og
því hvort hún
væri ekta, að
sögn Jónínu.
Svo segir
hún: „Ég er
ekki í vafa um að þeir sem vilja
gerast bloggvinir þínir eru í raun
bloggvinir þínir þó svo að þú haf-
ir aldrei við þá talað. Hins vegar
væri ef til vill hugmynd að breyta
orðinu bloggvinur í t.d. blogg-
kunningi. Orðið vinur er í merk-
ingunni einhver sem aldrei bregst
og aldrei svíkur.“
n Helena Ólafsdóttir, þjálfari
kvennaliðs KR, fékk heldur betur
að kenna á lærisveinum sínum
daginn sem þær unnu Keflavík í
úrslitum bikarsins. KR-stelpurn-
ar fóru í brúnkuspreymeðferð til
að vera enn sætari en venjulega á
deginum stóra. Þær lögðu á ráð-
in og sáu til þess að Helena fengi
þrefalda spreymeðferð í andliti.
Þegar í leikinn
styttist fóru
að renna á
Helenu tvær
grímur enda
var hún orðin
mun brúnni
í framan en
hún kærði
sig um. Hún
hringdi í leikmennina sem auðvit-
að kunnu engar skýringar á óeðli-
legu litarhafti þjálfarans. Brúnkan
jókst eftir því sem á daginn leið en
sem betur fer gerðu KR-stelpur sér
lítið fyrir og unnu bikarinn sann-
færandi, svo Helena hefur væntan-
lega sparað skammirnar.
n Nú hefur auglýsing Landsbank-
ans um aukakrónurnar sem bara
koma og koma eflaust ekki farið
fram hjá neinum. Það sem er þó
athyglisvert við auglýsinguna – fyr-
ir utan blístrið í viðlaginu sem virð-
ist festast á heilanum á hverjum
þeim sem horfir á auglýsinguna –
er að hún er sláandi lík me�íkóskri
auglýsingu. Sögur segja að Lands-
bankinn sé ekki par sáttur við Ís-
lensku auglýs-
ingastofuna
sem er sögð
hafa rukk-
að nokkrar
milljónir fyrir
auglýsinga-
vinnu enda
höfðu Lands-
bankamenn
ekki hugmynd um að vinnan sem
þeir borguðu fyrir væri einfaldlega
stolin hugmynd frá Me�íkó.
Hver er maðurinn?
„Stefán Máni rithöfundur.“
Hvar ólstu upp?
„Ég ólst upp í Ólafsvík þar sem ég
bjó í tuttugu og fimm ár.“
Hver eru áhugamál þín?
„Ferðalög, bókmenntir og tónlist.“
Eftirminnilegasta bókin?
„Kaldaljós eftir Vigdísi Grímsdótt-
ur, en ég las hana nýverið og tengdi
mikið við hana. Hún gerist á lands-
byggðinni og fjallar um Grím. Ég sá
sjálfan mig dálítið í honum. Virkaði
sterkt á mig.“
Eftirminnilegasta ferðalagið?
„Þegar ég fór með bróður mínum
til Parísar fyrir tólf árum. Við vorum
rosalega duglegir. Skoðuðum borgina
frá morgni til kvöld. Þetta er mjög eft-
irminnileg ferð.“
Ef ekki rithöfundur, hvað þá?
„Góð spurning! Ætli ég væri ekki
bara atvinnulaus.“
Hvenær ákvaðst þú að verða
rithöfundur? Hvað varð til þess?
„Ég var að vinna í frystihúsi en varð
svo atvinnulaus eftir að frystihúsið
varð gjaldþrota. Ég stóð á algjöru núlli
í lífinu og það var ekkert fram undan
nema leiðindi. Þetta var stórfurðu-
leg tilfinning. Þá kviknaði þessi hug-
mynd hjá mér að fara að skrifa. Ég var
tuttugu og þriggja ára og hafði ekk-
ert skrifað fram að því. Ég skrifaði nú
samt nokkrar skúffubækur fyrst.“
Hver er uppskriftin að góðri
glæpasögu í stuttu máli?
„Trúverðugir karakterar númer eitt,
tvö og þrjú. Lesendur þurfa að finna til
með fólkinu sem þeir lesa um. Svo
þarf að vera flétta, jafnvel fleiri en ein,
hún er auk þess mjög mikilvæg. Það
þarf að vera nóg að gerast.“
Hvernig líst þér á Forlagið?
„Bara vel. Ég er mjög ánægður með
samstarfsfólkið á JPV og þar sem ég
mun koma til með að vinna með því
áfram sé ég ekki að þetta breyti neinu
fyrir mig persónulega.“
Hefur þú bara skrifað
glæpasögur?
„Alls ekki. Ég hef skrifað sjö bæk-
ur sem kannski eru allar í áttina að
glæpasögum en ég lít ekki á mig sem
glæpasagnahöfund.“
Til hamingju með glæpasagna-
verðlaunin, kom þetta á óvart?
„Já, ég vissi ekkert af þessum verð-
launum enda eru þau alveg ný. Ég
fékk fallegan verðlaunagrip og þetta er
vissulega heiður.“
Lifir þú á því að vera
rithöfundur?
„Já.“
Hvenær verður Skipið fest á
filmu?
„Það er verið að vinna í hand-
ritsskrifum og fljótlega fer af stað
fjármögnun. Það er mikill kraftur í
þessu.“
Hvenær kemur næsta bók?
„Ég stefni á jólin 2008. Þar verða
undirheimarnir og viðskiptalífið sam-
an í einni sæng.“
Hvernig fer það saman að vera
sjálfstæðismaður og
rithöfundur?
„Það fer mjög vel saman að vera
sjálfstætt starfandi listamaður og sjálf-
stæður maður. Ég met einstaklings- og
tjáningarfrelsið mikils.“
Er búið að gefa þig út í
útlöndum?
„Nei, ekki ennþá en það er búið að
kaupa réttinn að Skipinu í Danmörku
og Tékklandi. Bókin verður gefin út
á næsta ári í Danmörku, ég veit ekki
með Tékkland.“
Hvað er fram undan?
„Bara vinna og að hafa gaman af
lífinu; hvort tveggja í einu.“
Í DAG Á MORGUN
HINN DAGINN
Veðrið
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
xxxx
xx
xx
xx
+4
7
+4
1
xx
+3
1
xx
xx
xx
xx
xx
xx
xx
xx
+3 7
xx
+5 7
xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
xx
+9
4
xx
+14
12+12
7
+13
12
+9
7 xx
xx
xx
xxxx
xx
xx
xx
xx
+12
12
+12
4
+8
1
xx
xx
xx
xx
xx
+107
+127
-xx
-xx
MAÐUR
DAGSINS
veltingur
Sigurjón M.
egilsson skrifar.
DíSill og
trukklingur
Lofræður eru haldnar og óskað er eftir að við hætt-um að keyra bensínbíla og snúum okkur þess
frekar að dísilbílum. Þeir eru
sagðir menga minna. Ég efast. Þar
sem ég syndi á morgnana hagar
þannig til að bílaplan íbúðablokk-
ar er skammt frá lauginni. Á plan-
inu stendur snemma á hverjum
morgni dísilbíll, ekki trukkur,
kannski má segja að það sé trukk-
lingur. Sá sem keyrir trukklinginn
setur í gang laust eftir klukkan
sjö. Miklu skiptir að vera búinn
að synda dagskammtinn þegar
trukklingurinn er settur í gang.
Ef ekki, fer í verra. Þegar trukklingurinn er settur í gang breytist allt. Dís-ilmökkinn leggur yfir
allt nágrennið og þegar vindar
blása þannig sjást varla handa-
skil í lauginni. Og svo mikið er víst
að dísilmökkur á
fastandi maga er
ekki góður. Ná-
grannar trukka
og trukklinga
kunna eflaust
dæmisögur um
mökkinn og hversu
afleitur hann er. Vel má vera að
dísiltrukklingar mengi minna
eftir að þeir hafa blásið úr sér við-
bjóðnum sem fylgir þegar sett er
í gang, en sá viðbjóður er þvílíkur
viðbjóður að efast verður um nið-
urstöðuna úr dísil- og bensínjöfn-
unni.
Vissulega er það skemm-andi að þurfa að synda af miklu kappi til þess að sleppa undan mekki
trukklingsins og meðan keppst
er við að ljúka sundinu áður en
sett er í gang, leitar hugurinn
meir og meir til þeirrar fullyrð-
ingar að dísill sé
betri en bensín.
Þau sem segja
það verða að
gera svo vel
að finna mun-
inn á hreinu og
tæru morgunlofti
þar sem fegurðin og unaðurinn
virðast endalaus og eftir
að trukklingur hefur
blásið úr sér eitur-
gusu sem skemmir
allt það fagra.
NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ
DV Á DV.IS DV er
aðgengilegt
á dv.is og
kostar
netáskriftin
1.490 kr. á
mánuði
Lítur ekki á sig sem
gLæpasagnahöfund
Stefán Máni
fékk fyrstur höfunda íslensku
glæpasagnaverðlaunin 2007,
blóðdropann, fyrir bók sína
skipið. stefán er þegar byrjaður
á næstu bók og stefnir hann á
útgáfu jólin 2008.