Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Blaðsíða 4
Þrátt fyrir að húsaleiga hafi hækkað um 50 prósent á síðustu fimm árum hefur grunnur húsaleigubóta ekki hækkað í samræmi við það. Þetta hefur skapað mikil vandræði, sér- staklega fyrir ungt fólk sem ekki hef- ur lengur pening aflögu til að borga húsaleigu. Einstaklingar sem ný- komnir eru úr námi lenda margir í vítahring því þeir hafa ekki efni á að festa kaup á íbúð. Þá neyðast þeir til að leita á leigumarkaðinn sem get- ur í mörgum tilfellum reynst þungur baggi á fólki. Vilja að ríkið taki þátt „Við erum tilbúnir til að ræða mál- in við ríkisvaldið um hækkun á húsa- leigubótum,“ segir Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Samráðsnefnd um húsaleigubætur lagði fyrir stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga ályktun um að grunnfjárhæðir húsa- leigubóta skyldu hækka. Þórður seg- ir að sveitarfélögin hafi aðeins fasta fjármuni sem bundnir eru í jöfnun- arsjóði sveitarfélaga. Verði bæturn- ar hækkaðar mun það gera það að verkum að allur kostnaður sem af því hlýst fellur á sveitarfélögin. „Við vilj- um að ríkið taki hluta af þessu. Það var færður peningur í jöfnunarsjóð- inn sem er í raun mótframlag ríkisins en kostnaðurinn mun lenda á sveit- arfélögunum ef ríkið tekur ekki þátt í kostnaðinum.“ Síðast voru gerðar breytingar á húsaleigubótum árið 2001 en þá hækkuðu bæturnar þar sem sérstakt tillit var tekið til barnafólks. Árið 2002 voru einnig gerðar umtalsverð- ar breytingar þegar húsaleigubætur voru ekki lengur tekjuskattstengd- ar. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands hefur húsaleiga hins vegar hækkað um tæplega 50 prósent frá því í september 2002 fram í septem- ber 2007. Kostnaður sveitarfélaga aukist Á stjórnarfundi Sambands ís- lenskra sveitarfélaga þann 28. september var ályktun samráðs- nefndarinnar lögð fyrir. Í kjölfar- ið samdi stjórn sambandsins ályktun þar sem segir meðal annars að forsenda þess að húsaleigubætur hækki sé sú að kostnaðarauki sem af því hlýst fyrir sveitarfélögin verði að fullu bættur. Verði á ann- að borð teknar upp viðræð- ur milli ríkis og sveitarfélaga um hækkun þurfi að fjalla um kostnaðarskiptingu. Auk þess er vísað til þess að þegar húsaleigubæt- urnar voru fyrst teknar upp skiptist kostnaðurinn milli ríkis og sveitarfé- laga þannig að ríkið greiddi 60 pró- sent en sveitarfélögin 40 prósent. Í ályktuninni segir að sú skipting hafi snúist við og sum ár hafi sveitarfé- lögin þurft að bera yfir 60 prósent kostnaðar vegna húsaleigubóta en nú sé skiptingin nokkurn veginn til helminga. Hækkað í skrefum Óskar Páll Óskarsson er formaður samráðsnefndar um húsaleigubæt- ur. Hann segir að horft hafi verið til bótaþega og aðstæðna þeirra þeg- ar ályktun nefndarinnar var samin. Hann segir að húsa- leiga hafi hækk- að verulega á undanförn- um árum á meðan húsa- leigubætur hafa staðið í stað. „Það var niður- staða nefnd- arinnar að það væri þörf á að hækka þess- ar grunnfjár- hæðir til að koma til móts við þessa miklu hækkun á leigu- markaði.“ Óskar segir að fjöldi þeirra sem fá húsaleigubætur á landinu sé um tíu þúsund en hæst geta bæt- urnar verið 31 þúsund krónur. Í til- lögunum er lagt til að hækkað verði í tveimur skrefum, annars vegar 1. janúar 2008 og hins vegar 1. janúar 2009. „Ég er viss um að margir vildu að skrefið yrði stærra en við erum að horfa til hagsmuna ríkisins, sveitar- félaga og bótaþeganna.“ Þarf stórátak „Staðreyndin er sú að hlutur rík- isins í húsaleigubótum hefur snar- minnkað á undanförnum árum þrátt fyrir gagnrýni utan þings jafnt sem innan. Það er alveg ljóst að það þarf að gera stórátak til að efla þetta kerfi,“ segir Ögmundur Jónasson, formað- ur þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Ögmundur seg- ir að stór hópur tekjulítils fólks ráði ekki við að kaupa íbúðarhúsnæði. Nú sé svo komið að fólk ráði held- ur ekki við að leigja sér íbúð. „Þarna þarf að koma stóraukinn stuðningur og mér finnst það vera íhugunarefni að húsaleigubæturnar eigi að vera á höndum ríkisins en ekki sveitarfé- laganna. Það skiptir máli að tryggt sé aukið framlag til stuðnings tekjulitlu fólki sem leigir húsnæði.“ Ögmundur vill að tekið verði á öll- um félagslegum þáttum húsnæðis- kerfisins og það endurskoðað frá grunni en segir að verulegt fjármagn þurfi til að koma til móts við fólk. miðvikudagur 10. október 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Réttindalaus á of miklum hraða Tveir ökumenn voru stöðv- aðir fyrir of hraðan akstur af lög- reglunni á Suðurnesjum í fyrri- nótt. Sá er hraðar ók mældist á 118 kílómetra hraða á Reykjanes- braut en hámarkshraðinn á þeim kafla sem hann mældist á er 90 kílómetrar á klukkustund. Hann hefur aldrei öðlast ökuréttindi og hefur hann ítrekað verið tekinn við akstur þrátt fyrir það. Þá voru átta eigendur ökutækja boðað- ir með ökutæki sín til skoðun- ar vegna vanrækslu á aðal- eða endurskoðun. Réttindalausir vélhjólakappar Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í tvígang í síðustu viku af- skipti af 15 ára ökumanni sem ekki hafði réttindi til að aka bif- hjóli sínu, auk þess sem hjólið var óskráð og ótryggt. Í öðru til- vikinu hafði ökumaðurinn sett skráningarmerki af léttu bifhjóli á hjólið sem hann var stöðvaður á. Þá var annar 15 ára ökumaður stöðvaður en hann hafði heldur ekki réttindi til að aka hjóli sínu, auk þess sem hjólið var óskráð og ótryggt. Hraðavari í göngum Hraðavari hefur verið settur upp við gjaldskýli Hvalfjarðarganga til að hvetja menn til að hægja á sér. Þetta var gert vegna þess að menn gera sér oft ekki grein fyrir að hámarkshraði þegar kom- ið er upp úr göngunum að gjaldskýlinu er 30 kílómetrar á klukkustund. Dæmi eru um að menn hafi ekið á þreföld- um hámarkshraða. Hvað sem því líður virðast vegfarendur í Hvalfjarðargöngunum ekki gera sig seka um hraðakstur í sama mæli og áður og hælir lögreglan ökumönnum fyr- ir að standa sig sífellt betur hvað þetta varðar. Ölvaðir öku- menn í Eyjum Tveir ökumenn voru stöðv- aðir í Vestmannaeyjum í síð- ustu viku vegna gruns um að aka ölvaðir. Á undanförnum þremur vikum hafa samtals fimm ökumenn verið stöðvað- ir vegna ölvunar undir stýri. Fyrri ökumaðurinn var stöðvaður á Friðarhafnar- bryggju vegna hraðaksturs. Þegar lögregla hafði tal af honum vaknaði grunur um að hann væri undir áhrifum áfengis. Í seinna tilvikinu lenti bíll utan vegar á Hamarsvegi þar sem hann valt eina veltu. Ökumanninn og farþegann sakaði ekki en ökumaður er grunaður um ölvun við akstur. Félag einstæðra foreldra býður verðandi einstæðum mæðrum í stuðningshóp: Stuðningur fyrir verðandi mæður „Markmiðið er að halda utan um og styðja ungar verðandi mæður sem oft eru annaðhvort í skóla eða atvinnulausar,“ segir Guðrún Sigríð- ur Ólafsdóttir, ljósmóðir og hjúkr- unarfræðingur. Í nóvember mun fyrsti stuðn- ingshópur fyrir ungar verðandi mæður að 25 ára aldri hittast. Það er Félag einstæðra foreldra sem býður upp á aðstoðina og verður starfsem- in í húsakynnum þess. Verkefninu, sem ber heitið: Með- ganga – móðir – barn, er ætlað að ná til stúlkna sem skortir félags- og til- finningalegan stuðning. Auk Guð- rúnar mun Oktavía Guðmunds- dóttir félagsráðgjafi hafa umsjón með hópunum en Oktavía átti hug- myndina að stofnun verkefnisins. „Hugsunin er að það séu fagað- ilar sem hitti þær en við stefnum að því að hittast einu sinni í viku og borða saman. Fræðslan fer eftir því hvar þær eru staddar og hvað þær vilja fræðast um og þær geta komið með spurningar um það sem brenn- ur á þeim.“ Guðrún segir að hugmyndin eigi upptök sín í Danmörku en þar hafa sams konar hópar starfað með góð- um árangri. Oktavía og Guðrún fóru utan til Danmerkur í vor þar sem þær könnuðu starfsemi hópanna en síðan þá hefur undirbúningsvinna að stofnun hópanna verið í gangi. „Við útfærum þetta á aðeins ann- an hátt og miðum þetta við stelp- ur sem eru ekki í sambúð eða föstu sambandi og hafa lítinn stuðning í kringum sig.“ Guðrún segir að í hópnum sé miðað við konur sem eru komnar 14 til 24 vikur á leið. „Við byrjum á að hitta þær á meðgöngunni einu sinni í viku. Eftir að meðgöngu lýkur hittist hópurinn kannski einu sinni í mánuði til að halda sambandinu. Í Danmörku hafa margir hópar einn- ig haldið sambandinu eftir að form- legum fundum lýkur sem er mjög góð aðferð.“ Í hópnum er áætlað að sjö til níu mæður fái pláss og segir Guðrún að farið verði af stað með þennan hóp til að byrja með. „Tíminn mun leiða það í ljós hvort eftirspurnin verði meiri. Það verður lítið mál að fara með annan hóp í gang eftir ára- mótin en okkur grunar að það verði meiri heldur en minni eftirspurn.“ einar@dv.isÓfrísk Hópurinn er ætlaður konum sem hafa lítinn stuðning í kringum sig. Kostnaður sveitarfélaganna vegna húsaleigubóta hefur hækkað mikið á undanförnum árum. Húsaleiga hefur hækkað um 50 prósent á fimm árum. Þrátt fyrir það hefur stofn- inn sem húsaleigubætur eru reiknaðar út frá haldist óbreyttur. Þórður Óskarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir sambandið reiðubúið til við- ræðna við ríkið um hækkun á húsaleigubótum. LEIGAN HÆKKAR UM HELMING „ég er viss um að margir vildu að skrefið yrði stærra en við erum að horfa til hagsmuna ríkis- ins, sveitarfélaga og bótaþeganna.“ Einar ÞÓr sigurðsson blaðamaður skrifar: einar@dv.is Þörf á breytingum Ögmundur vill að gerðar verði breytingar á húsnæðis- kerfinu. Hann vill að tekjulitlir einstaklingar fái meiri stuðning. Frá reykjavík Leiga á íbúðarhúsnæði á Íslandi hefur hækkað um tæp 50 prósent á fimm árum. Stofninn sem húsaleigubætur miðast við hefur ekkert breyst á þeim tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.