Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Síða 16
miðvikudagur 10. október 200716 Sport DV Santa Cruz gæti þurft í aðgerð Svo gæti farið að Roque Santa Cruz, leikmaður blackburn, þurfi að fara í aðgerð vegna skaddaðrar vöðvafest- ingar. Santa Cruz hefur dregið sig út úr landsliðs- hópi Paragvæ vegna meiðslanna. „Santa Cruz meiddist í leik með blackburn um síðustu helgi og það er líklegt að hann þurfi að fara í aðgerð,“ segir í yfirlýsingu frá knattspyrnusambandi Paragvæ. Forráðamenn blackburn komu af fjöllum þegar þeir voru spurðir um málið í gær. Bíður þolinmóður Norberto Solano, leikmaður West Ham, segist vera tilbúinn að bíða eftir sínu tækifæri með liðinu. West Ham keypti Solano frá Newcastle í ágúst og svo virðist sem leikmaðurinn hafi ekki náð að heilla alan Curbishley, stjóra félagsins, upp úr skónum, því Solano hefur ekki leikið eina mínútu fyrir West Ham. „Ég hef ekki áhyggjur þótt ég hafi ekki enn spilað leik fyrir West Ham. Ég veit að enska deildin er rétt að byrja og ég bý yfir mikilli reynslu,“ segir Solano. ajax óSátt við ten Cate Forráðamenn ajax eru ósáttir við framgöngu þjálfarans Henk Ten Cate á undanförnum dögum. ten Cate á í viðræðum við Chelsea um að taka við þjálfarastöðu hjá liðinu eftir að ajax og Chelsea komust að samkomulagi. „Henk ræddi við Chelsea í síðustu viku. Í kjölfarið hitti hann stjórnina og sagði að hann vildi fara til Chelsea. Henk sagði að hann væri ákveðinn og að við ættum engra kosta völ. við vildum ekki starfa með þjálfara sem var með hugann við Chelsea. Það hefði átt að fara öðruvísi að málum,“ segir martin van geel, tæknilegur ráðgjafi hjá ajax. man. united er Betra en arSenal Carlos Tevez, leikmaður manchester united, segir að þrátt fyrir að arsenal sé á toppi deildarinnar sé manchester united með betra lið. „arsenal er í efsta sæti deildarinn- ar, en manchest- er united er líklegra til að vinna titilinn og meistaradeildina. Ég tel að við munum sýna það og sanna í leikjum gegn helstu andstæðingum okkar. united hefur sérstaka leikmenn innanborðs og Cristiano ronaldo er besti leikmaður úrvalsdeildarinnar,“ segir tevez. ferguSon gæti reiðSt Saha Patrice evra, leikmaður manchester united, segir að Louis Saha, félagi evra hjá liðinu, gæti lent upp á kant við sir alex Ferguson, stjóra manchester united, ef hann spilar landsleikinn með Frökkum á laugardaginn. „Saha verður klár í slaginn gegn Færeyjum og það gæti angrað sir alex Ferguson. Hann mun fara með liðinu á fimmtudaginn. Hann mun ekki taka áhættu. Það kæmi mér ekkert á óvart ef hann myndi spila og það gæti farið í taugarnar á Ferguson,“ segir evra. enSki Boltinn HK mætir danska liðinu FC Köb- enhavn í EHF-keppninni í hand- bolta, en dregið var í gær. Fram dróst gegn tyrkneska liðinu Ankara í Áskor- endakeppni Evrópu og svo gæti farið að Fram kaupi heimaleik tyrkneska liðsins hingað heim. „Svona upp á það að komast áfram erum við kannski óheppnir en ég held reyndar að við séum sáttir við þennan drátt. Það sem var í boði var til dæmis Rússland. Þetta er stutt ferðalag og ég segi að það sé bara frábært að fá jafn- sterkt lið og FCK í Digranesið. Það er bara upplifun,“ segir Gunnar Magn- ússon, aðstoðarþjálfari HK, sem tel- ur þó möguleika HK á að komast áfram ekki mikla. „FCK er eitt af betri liðum þessar- ar keppni og eitt af betri liðum Evr- ópu. Ég gef okkur ekki mikla mögu- leika á að komast áfram en hins vegar er þetta þægilegt ferðalag og gam- an að mæta Íslendingum. Þannig að þetta er bara spennandi ferðalag. Möguleikinn er að vinna heimaleik- inn, það er raunhæft,“ segir Gunnar en Íslendingarnir Arnór Atlason og Gísli Kristjánsson leika með danska liðinu. Fyrri leikur liðanna fer fram í Digranesi fyrstu helgina í nóvember og sá síðari í Kaupmannahöfn, helg- ina eftir. Gunnar segir að nú þegar sé byrjað að skipuleggja ferð á leikinn ytra. Magnús Jónsson, aðstoðarþjálf- ari Fram, segir að til standi að kaupa útileikinn gegn Ankara hingað heim eða að selja heimaleikinn til Tyrk- lands. „Þetta er lið sem við ættum að geta unnið. Þetta er bara svolítið dýrt ferðalag og það situr svolítið í okkur. Ég reikna fastlega með því að selja heimaleikinn út eða að við kaup- um þeirra heimaleik hingað,“ segir Magnús og bætir við að hann viti lít- ið um tyrkneska liðið. „Sergei Serenko var að spila þarna áður en hann kom til Fram, fyrir þremur árum. Tite Kalandadze spilaði líka í tyrknesku deildinni áður en hann kom hingað. Þannig að maður gæti rekist á einhverjar skytt- ur. Ég held samt að það ætti að vera nokkuð þægilegt fyrir okkur að kom- ast áfram, með eðlilegum leik. Svo getur allt gerst í þessu,“ segir Magn- ús. Leikirnir fara fram fyrstu og aðra helgina í nóvember. dagur@dv.is HK mætir FC KöbenHavn HK og Fram voru bæði í pottinum þegar dregið var í Evrópukeppninni í handbolta: Erfiður leikur fram undan Hk mætir danska liðinu FC köbenhavn í eHF-keppninni í handbolta. með danska liðinu leika Íslendingarnir arnór atlason og gísli kristjánsson. KR-ingar urðu efstir í spá þjálfara og leikmanna í Iceland Express-deild- inni. Liðið fékk 398 stig af 432 mögu- legum en í öðru sæti er Snæfell með 376 stig og Grindavík með 348. Fjölni og Tindastóli er spáð falli úr deildinni en nýliðar Stjörnunnar munu bjarga sér ef marka má spána. Þjálfarar og leikmenn eru sam- mála um að deildin sé sterkari í ár en undanfarin tímabil enda hafa flest liðin bætt við sig fjölda erlendra leikmanna. Fimm lið eru talin lík- legust til að berjast um titilinn en at- hygli vekur að Keflvíkingum er spáð fimmta sætinu en það er til marks um hve deildin er sterk í ár. KR verður höktandi í fyrstu Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, bjóst við því að þeim yrði spáð efsta sæti. „Spáin leggst vel í mig enda erum við efstir í henni. Við þessu var svo sem að búast enda erum við meistarar frá því í fyrra og búnir að bæta við okkur mönnum. Við eigum mikið eftir að bæta okkur og fólk þarf að vera þolinmótt í okk- ar garð. Við erum með fjóra nýja í liði okkar sem við eigum eftir að spila inn í liðið. Við verðum því höktandi fyrstu mán- uðina. Við erum ekki að spila eins vel og við get- um í sókn en vörnin er fín. Við erum svo sem ekkert að leitast eftir því að toppa núna. Hópurinn er náttúrlega rosa fínn og þetta eru allt mjög heilir strákar. Það taka í raun- inni allir liðið fram yfir eigin hags- muni og það er merkilega rólegt á æfingum. Menn eru lítið með egó- ið uppi sem er ólíkt því sem maður hefði haldið fyrirfram. Það er fullt af góðum leikmönnum sem geta spilað og við stefnum að því að byggja góða liðsheild. Þannig unnum við í fyrra. Ég tel að fimm lið geti unnið deildina og mín tilfinning er sú að Keflavíkurliðið sé illilega vanmetið. Að mínu mati er það á meðal þeirra þriggja bestu. En það er öllum liðum mikilvægt að byrja tímabilið vel og all- ir verða að forðast það að misstíga sig í byrjun,“ seg- ir Fannar. Snæfellingum er spáð öðru sæti en liðið hef- ur að mestu haldið sín- um mönnum og bætt við sig leikmönnum að auki. Snæfell féll úr leik í hörku- rimmu í úrslitakeppninni gegn KR og ætlar sér ef- laust góða hluti. Lið- ið byrjaði vel og vann KR á dögunum í úrslit- um Powerade-bikarsins. Grindavík og Keflavík ætla sér einn- ig stóra hluti en bæði lið eru skipuð mörgum góðum leikmönnum. Njarðvík stefnir alltaf á titilinn Njarðvíkingum er spáð fjórða sætinu í deildinni en Teitur Örlygs- son segir liðið stefna ótrautt á meist- aratitilinn. „Mér finnst þessi spá ansi raunhæf. Við misstum náttúrlega átta leikmenn, erum með nýjan þjálfara og aðeins einn útlending af þessum sextíu sem eru í deildinni. Hvað sem því líður er hópurinn góður og ef allt fer vel með Frikka (Friðrik Stefáns- son) erum við með svona níu manna kjarna sem er góður. Það er mjög gott fyrir mig og ég get þá róterað leikmönnum sem er fínt. Við stefn- um klárlega á titilinn eins og alltaf í Njarðvík. Okkur hefur verið spáð titl- inum undanfarin ár og nú er okkur spáð fjórða sætinu en markmiðið er alltaf það sama,“ segir Teitur. Fjölnismönnum spáð falli Bárður Eyþórsson, þjálfari Fjölnis, er ánægður með hópinn og telur lið- ið geta afsannað allar hrakspár. „Spá er bara spá en við þurfum náttúrlega að afsanna hana og standa okkur. Ég er hvergi banginn því við erum með fínan hóp og jafna leikmenn þó eng- inn sé landsliðsmaður. Mér líst nokk- uð vel á þetta og er jákvæður. Liðin koma misjafnlega undirbúin til leiks eftir undirbúningstímabilið og það er ekkert lélegt lið í deildinni. Það sem hefur breyst frá því áður er að þú þarft alltaf að leggja mikið á þig til þess að vinna leiki og standa þig í þessari deild,“ segir Bárður. KR-ingum spáð meistaRatitlin m Íslandsmeisturum KR er spáð Íslandsmeistaratitlinum af þjálfurum, fyrirliðum og for- ráðamönnum Iceland Express-deildarinnar í körfuknattleik: ViðaR GuðjóNSSoN blaðamaður skrifar: vidar@dv.is Spáin í karlaflokki: lið stig kr 398 Snæfell 376 grindavík 348 Njarðvík 327 keflavík 296 Skallagrímur 246 Ír 229 Hamar 141 Þór ak. 129 Stjarnan 118 Fjölnir 117 tindastóll 84 KR-ingum spáð sigri kr verður meistari í vor ef spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna gengur eftir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.