Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2007, Blaðsíða 15
DV Sport miðvikudagur 10. október 2007 15
Sport
Miðvikudagur 10. október 2007
sport@dv.is
HK fer til Kaupmannahafnar AZ Alkmaar mætir Everton
kr mun verja titilinn í körfubolta karla og keflavík verður íslandsmeistari kvenna
en árleg spá fyrirliða og forráðamanna var kunngjörð í gær. bls. 16 og 17.
Bjarni Jóhannsson aðstoðar-
landsliðsþjálfari tók í gær við liði
knattspyrnuliði Stjörnunnar í Garða-
bæ og mun hann verða með liðið
næstu þrjú árin ef að líkum lætur.
Í yfirlýsingu frá Stjörnunni kemur
fram að liðið hafi miklar væntingar
til Bjarna sem þjálfara og að stefnt
sé að því að vinna sér sæti í Lands-
bankadeild karla á næsta ári.
Bjarni telur þetta vera mjög spenn-
andi verkefni. „Mér líst vel á þetta
starf enda góðir og spennandi tím-
ar fram undan. Það á að setja meiri
kraft í þetta og það er hið besta mál.
Þetta eru ungir og efnilegir strákar og
það er krefjandi verkefni að taka þetta
starf að sér. Maður er náttúrlega fyrst
og fremst þjálfari og það hefur alltaf
kitlað að fara í þennan slag. Það eru
mjög mörg spennandi lið á Íslandi að
þjálfa og Stjarnan er eitt þeirra. Þarna
er frábær aðstaða og forráðamenn fé-
lagsins eru staðráðnir í að styðja vel
við bakið á liðinu. Það heillaði mig og
þessi ungi leikmannahópur og önn-
ur umgjörð eru til fyrirmyndar. Það
er mjög spennandi verkefni að reyna
að koma liðinu upp í úrvalsdeild. Því
fyrr sem það tekst, því betra. Ef vel er
haldið á spöðunum á það að takast á
næstu árum.
Önnur lið hafa svo sem verið í
myndinni en ég hef ekki farið í við-
ræður við neitt annað lið en Stjörn-
una. Ég hef farið víða að þjálfa og
þessar viðræður við Stjörnuna heill-
uðu mig og ég ákvað að taka þetta að
mér.“
Ragnar Árnason, formaður meist-
araflokksráðs, er mjög ánægður með
að hafa fengið Bjarna til starfa. „Okk-
ur líst mjög vel á Bjarna og hann er
stór fengur fyrir félagið. Hann hefur
frábæra reynslu og náð mjög góðum
árangri. Hann hefur bæði reynslu af
því að vera með topplið og lið sem
hafa þurft að byggja sig upp eins og
Breiðablik er dæmi um. Það fylg-
ir honum kraftur og við þekkjum til
hans. Við þurfum vissulega að styrkja
aðeins liðið en það er samt reynsl-
unni ríkari frá því í fyrra. Í því eru
margir gríðarlega efnilegir leikmenn
en það sem hefur vantað í það er
náttúrlega meiri reynsla. Við ætlum
engu að síður að reyna að halda öll-
um okkar mönnum en lið sem lendir
í 8. sæti í deildinni og er með óbreytt-
an mannskap þarf á fleiri leikmönn-
um að halda. En við erum ekkert að
fara að kaupa heilt lið, það þarf bara
réttu leikmennina inn í þetta,“ segir
Ragnar
Fyrstu deildar lið Stjörnunnar í knattspyrnu réð í gær Bjarna Jóhannsson til að taka við þjálfun liðsins:
Bjarni jóhannsson tekur við stjörnunni
spáð sigri
Nýr þjálfari Stjörnunnar bjarni
Jóhannsson tók í gær við þjálfun
Stjörnunnar.