Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2007, Blaðsíða 10
fimmtudagur 25. október 200710 Fréttir DV
Fulltrúar FBI, bandarísku alríkis-
lögreglunnar, leita nú dyrum og
dyngjum að James J. Bulger. Alrík-
islögreglumennirnir hafa sett sig
í samband við starfsbræður sína í
Bretlandi á Scotland Yard, því mað-
ur sem líktist Bulger náðist á mynd-
bandi sem tekið var upp í Evrópu.
James J. Bulger, sem er á lista FBI
yfir þá tíu einstaklinga sem þeir vilja
helst koma böndum á. Bulger er eft-
irlýstur vegna átján morða, eitur-
lyfjadreifingar og peningaþvættis.
Bulger sem er af írsk-amerískum
ættum hvarf árið 1994 og alríkislög-
reglan í Bandaríkjunum heitir einn-
ar milljónar dala verðlaunum þeim
sem kemur fram með upplýsingar
sem leiða til handtöku hans. Full-
trúar FBI hafa sett sig í samband við
löggæslustofnanir um alla Evrópu
í von um að geta sannreynt að það
séu í raun Bulger og lagskona hans,
Catherine Greig, sem sjást á mynd-
unum, sem voru teknar þann 10.
apríl í Taormina á Sikiley. Á mynd-
bandinu sem sýnt er á vefsíðu FBI
sést maður, sem svipar til Bulgers, á
göngu ásamt yngri konu, kíkjandi í
búðarglugga á Sikiley.
Skaphundur með hníf
Á vefsíðu FBI segir að Bulger, sem
nú er sjötíu og átta ára, hafi átt þátt í
morðum snemma á áttunda áratug
og um miðjan níunda áratug síð-
ustu aldar, en þá var hann leiðtogi
glæpaklíku sem þreifst á kúgunum
og eiturlyfjaverslun og annarri ólög-
legri starfsemi á svæðinu í kringum
Boston í Massachusetts í Bandaríkj-
unum. Á vefsíðunni segir einnig að
Bulger sé ofbeldisfullur skaphundur
og þekktur fyrir að ganga með hníf á
sér öllum stundum.
Orðrómurinn um að sést hafi til
Bulgers á Sikiley hefur hleypt nýju
lífi í þá kenningu innan FBI að höf-
uðstöðvar hans séu í Evrópu og
hann hafi tengsl við Lundúni. Árið
2003 í janúar tilkynnti alríkislög-
reglan að í Barclays-bankanum við
Piccadilly í Lundúnum hefði fund-
ist öryggishólf sem innihélt fimm-
tíu þúsund bandaríkjadali og full-
yrt var að tilheyrði mafíósanum.
Því til staðfestingar upplýsti Willi-
am Chase, yfirmaður Boston-deild-
ar alríkislögreglunnar, að William
M. Bulger, fyrrverandi forseti há-
skólans í Massachusetts og bróðir
James J. Bulger hefði verið skráð-
ur sem tengiliður vegna öryggis-
hólfsins. William var yfirheyrður
um umsvif James J. Bulgers af þing-
nefnd árið 2002 og bar við að hann
hefði grunað að þau væru ekki af
löglegum toga. Að sögn FBI hafði
legið fyrir grunur um öryggishólfið
í Lundúnum í nokkur ár. Bulger er
auk þess talinn vera með öryggis-
hólf á Írlandi, í Florída í Bandaríkj-
unum og í Kanada.
Síðast er talið að sést hafi til
hans árið 2002, þegar viðskipta-
maður sagðist hafa séð mann sem
líktist honum á Meridian-hótelinu í
Lundúnum.
Snemma beygist krókurinn
James J. Bulger var fyrst handtek-
inn árið 1943, þá fjórtán ára að aldri,
vegna íkveikju. Glæpaferill Bulg-
ers var hafinn og á árunum á milli
1943 og 1947 var hann handtekinn
fyrir hótanir og ofbeldi, skjalafals
og vopnað rán og fyrir þessi afbrot
var hann sendur á endurhæfingar-
stofnun fyrir unglinga. Eftir að hon-
um var sleppt af þeirri stofnun árið
1948 gekk hann í flugher Bandaríkj-
anna. Á þeim tíma sem hann þjón-
aði í flughernum eyddi hann þó
nokkrum tíma í grjótinu fyrir ýmsar
líkamsárásir og árið 1950 var hann
handtekinn fyrir fjarvistir án heim-
ildar. Eftir að honum var veitt lausn
frá herþjónustu árið 1952 snéri
hann aftur til Boston og skömmu
síðar var hann viðriðinn rán á flutn-
ingabíl sem flutti áfengi.
Árið 1955 gekk Bulger til liðs við
gengi sem framdi bankarán víða á
Rhode Island og í Indíana og í janúar
1956 var gefin út handtökuskipun á
hendur honum hvar sem til hans
næðist í Bandaríkjunum. Hann lagði
þá á flótta og fór í felur, en allt kom
fyrir ekki og í mars sama ár var hann
handtekinn og dæmdur til tuttugu
og fimm ára fangelsisvistar.
Tilraunadýr
leyniþjónustunnar
Afplánun hans hófst í fangelsi
í Atlanta sem sérstaklega var ætl-
að bankaræningjum, en á þeim
níu árum sem hann afplánaði var
hann fluttur milli hinna ýmsu fang-
elsa. Sagan segir að á meðan dvöl
hans stóð í fangelsinu í Atlanta hafi
hann samþykkt að taka þátt í erf-
iðri tilraun á vegum leyniþjónustu
Bandaríkjanna, CIA. Með tilraun-
inni átti að finna upp sannleikslyf
fyrir leyniþjónustuna og tók Bulg-
er þátt í henni gegn loforði um
styttri fangelsisvist. Í átján mánuði
voru Bulger og átján fangelsisnaut-
ar hans sprautaðir með ofskynjun-
fbi leitar mafíósa
Það varð ljóst mjög snemma hvaða stigu James J. Bulger mundi feta. Aðeins fjórtán ára að aldri var hann
handtekinn vegna íkveikju og var það aðeins forsmekkurinn að ferli hans. Hann tengdist skipulagðri
glæpastarfsemi í Boston, til dæmis veðmálum og eiturlyfjasölu og FBI leitar hans nú logandi ljósi í Evrópu
vegna gruns um að til hans hafi sést á Sikiley.
KolBeinn þorSTeinSSon
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Á vefsíðunni segir
einnig að Bulger sé of-
beldisfullur skaphund-
ur og sé þekktur fyrir
að ganga með hníf á
sér öllum stundum.
William M Bulger bróðir mafíósans sagðist ekki þekkja til atvinnu James.