Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2007, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2007, Side 11
DV Fréttir fimmtudagur 25. október 2007 11 Rússinn Alexander Pichushkin var í gær fundinn sekur um fjöru- tíu og átta morð. Hann er þekkt- ur sem Taflborðsmorðinginn, því hann merkti við reit á taflborði fyr- ir hvern þann sem hann myrti. Þótt þessi fyrrverandi starfsmaður stór- markaðs hafi aðeins verið fundinn sekur um fjörutíu og átta morð hef- ur hann sjálfur haldið því fram að fórnarlömb hans séu sextíu og tvö talsins. Við rannsókn málsins fann lögregla taflborð og var Pichushkin búinn að merkja við sextíu og tvo reiti af sextíu og fjórum. Hann bar aldrei af sér morðin og sagðist elska að drepa. Þegar hann játaði á sig morðin í beinni sjónvarpsútsend- ingu sagði hann meðal annars að morð væru ástríða hans: „Fyrir mig er líf án morða eins og líf án matar fyrir þig.“ Þekkti fórnarlömbin Pichushkin sagðist hafa þekkt flest fórnarlamba sinna og að hann hefði ekki fundið fyrir neinu við drápin. Ferill hans hófst árið 2001 og hann stundaði að lokka fórnarlömb sín, sem flest voru karlmenn, með loforðum um drykk, í Bittsa-almenningsgarð- inn í suðurhluta Moskvu og myrða þau þar. Hann var handtekinn árið 2006 eftir að lögreglan fann miða með nafni hans og síma- númeri á einu fórnarlambanna. Upphaflega neitaði hann sök, en játaði eftir að lögreglan sýndi hon- um myndband þar sem hann sást með fórnalambinu. Álitið hefur verið að hann hafi ekki einungis ætlað að fylla taflborðið, heldur einnig að slá met Andreis Chik- atilo, sem er mesti raðmorðingi Rússlands. Hann hafði fimmtíu og tvö mannslíf á samviskunni og var tekinn af lífi árið 1994. Alexander Pichushkin, Taflborðsmorðinginn, sekur fundinn: Fernando José Pinto Monteiro, yfirsaksóknari í Portúgal, hefur við- urkennt að portúgölsku lögregl- una kunni að skorta næga sérfræði- þekkingu til að fást við barnsrán því barnsrán væru miklu fátíðari í Portú- gal en á Englandi. Hann sagði einn- ig að undir engum kringumstæðum skyldi þeirri kenningu að Madeleine McCann hefði verið rænt, varpað fyrir róða og að öllum vísbendingum ætti að fylgja eftir. Hann bætti við að hann gæti ekki ábyrgst að lögreglu- menn hefðu ávallt starfað innan ramma laganna við rannsókn máls- ins. Í viðtali við portúgalskt dagblað sagði Monteiro að símahleranir væru að hans mati stundaðar í of mikl- um mæli. „Ég sjálfur hef efasemdir um að minn sími sé ekki hleraður,“ sagði hann. McCann-hjónin höfðu látið í ljósi grunsemdir um að símar þeirra væru hleraðir. Þær grunsemd- ir byggðust á því að spurningar sem lögreglan beindi til þeirra virtust í of mörgum tilfellum vera í beinu sam- hengi við það sem þau höfðu rætt í síma við vini og fjölskyldu. Nýir vendir sópa best Paulo Rebelo, sem nýlega tók við yfirstjórn rannsóknarinnar í McCann-málinu, fyrirskipaði fyrir skömmu að vísbendinga skyldi leit- að að nýju frá grunni. Leita átti innan fimmtán kílómetra radíuss frá heim- ili McCann-hjónanna á Praia da Luz. Leita átti með ströndinni milli Praia da Luz og þorpsins Burgau og á svæðinu á milli strandarinnar og Ocean Club, þar sem hjónin bjuggu, og í skóglendi á svæðinu. Leit á þess- um svæðum var hætt þremur vikum eftir að Madeleine hvarf því lögregl- an ályktaði að hún væri dáin. Rebelo skipaði einnig sex sérfræðinga til að fara yfir og endurskoða allt sem talist gætu lausir endar. Dýrt er drottins orð Eintak af Kóraninum, hinni heil- ögu bók múslíma, seldist á sem nemur rúmlega 1,3 milljörðum íslenskra króna á uppboði hjá Christies. Um er að ræða Kóran frá árinu 1203 og er letrið úr gulli og athugasemdir skrifaðar í silfri. Þetta er elsta útgáfa ritsins sem vitað er um og upphaflega var reiknað með að hæsta boð yrði í kringum þrjú hundruð og þrjátíu milljónir. Tilboð voru gerð í gegn- um netið og símann og að sjálf- sögðu á uppboðinu sjálfu og þegar upp var staðið hafði fengist fjórföld sú upphæð sem reiknað var með. Hundruð föst í lest Fjöldi manns þurfti að leita læknis- hjálpar í Tókýó í Japan eftir að fimmtán hundruð manns urðu innlyksa í klukku- tíma í farþegalest. Straumrof varð þess valdandi að lestin stöðvaðist inni í lest- argöngunum og um borð voru tvöfalt fleiri farþegar en hún er reiknuð fyrir. Í heilan klukkutíma stóðu farþegarnir eins og sardínur í dós og án loftkælingar urðu farþegaklefarnir fljótlega eins gufubað og leið þá yfir fjölda farþega. arlyfinu LSD, eða þeir neyddir til að taka það í fljótandi formi. Sumir þessara manna urðu geð- veikir og aðrir frömdu sjálfs- morð. Talið er að Bulger hafi síðan þjáðst af svefnleysi, hræði- legum martröðum og stöku of- skynjunum. Bulger var sleppt úr fangelsi árið 1965 og eftir að hafa unnið um stutt skeið sem húsvörður gerðist hann einn af hrottum Donalds Killeen, leið- toga ráðandi glæpafjölskyldu í suðurhluta Boston. Til ársins 1980 var Bulger við- loðandi veröld mafíunnar í Bost- on. Breytni hans einkenndist af slægð og tvískinnungi og skipti engu máli hvort um var að ræða samherja eða mótherja, ef hann sá í þeim keppinauta kom hann þeim fyrir kattarnef sjálfur eða sá til þess að það yrði gert. Upp úr 1970 gerðist hann uppljóstr- ari fyrir FBI og notaði þau tengsl óhikað til að koma samkeppnis- aðilum sínum bak við lás og slá. Eiturlyf og veðlán Á níunda áratug síðustu aldar voru eiturlyf og veðmál í Boston að stórum hluta á könnu Bulgers og félaga hans. Bulger kallaði helstu eiturlyfjaprinsa á svæð- inu á sinn fund og sagði þeim að honum væru boðnar háar fjár- hæðir fyrir að koma þeim fyrir kattarnef og krafðist hárra fjár- hæða af þeim sjálfum fyrir að gera það ekki. Fyrr en varði voru umsvif Bulgers orðin svo mikil að það var aðeins spurning hvenær lögregluyfirvöld hefðu í hönd- um nægar sannanir til að byggja upp mál gegn honum. Árið 1994 töldu yfirvöld sig himin höndum hafa tekið þegar veðmangarar sem voru í fangelsi samþykktu að vitna gegn Bulger. Bulger fékk veður af því að til stæði að handtaka hann um jóla- leytið árið 1994 og 23. desember lagði hann á flótta ásamt sambýl- iskonu sinni. James J. Bulger hefur farið huldu höfði síðan þá. Merkti morð inn á taflborð Barnsrán fátíðari í Portúgal en á Bretlandi: Portúgalska lögreglan þjáist af reynsluleysi fbi leitar mafíósa Mynd sem FBI birti árið 2002 Sýnir hvernig hann hefði hugsanlega getað litið út þá. James J Bulger eins og hann birtist á lista fbi yfir þá tíu sem þeir helst vilja hafa hendur í hári. Madeleine McCann Portúgölsku lögregluna skortir reynslu til að rannsaka barnsrán. Alexander Pichushkin „fyrir mig er líf án morða eins og líf án matar fyrir þig.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.