Sveitarstjórnarmál - 01.06.1942, Blaðsíða 6
2
SVEITARSTJÓRNAUMÁL
til írlands, því að írskir munkar hylltust
i ]>á daga eftir einsetu, enda þótt klaust-
urlif væri þá orðin föst venja á megin-
landinu. Ein dóttir Ivetils hét Eðna og
giftist á Irlandi manni, sem Konáll hét.
Þeirra son var Ásólfur alskik, kristinn
maður, og fluttist hann til íslands og
settist að í Ásólfsskála undir Eyjafjöll-
um. Milli Ásólfsskála og Holts rann á, og
var í henni silungsveiði. í Holti bjó Þor-
geir hinn hörðski, og deildu þeir Ásólfur
og hann um veiðina. Ásólfur fluttist því
vestur á hóginn að írá, sem kennd var
við íra, er þar sátu. Tók þá fyrir veið-
ina í hinni ánni, en írá varð full fiska,
hafði þar þó engin branda sézt áður. Var
Ásólfur enn hrakinn þaðan sakir veið-
arinnar, og fluttist hann þá í Vestasta-
skála, en þar fór á sömu leið. Um vorið
fluttist hann því vestur á Akranes og
reisti hú á Innrahólmi, en þar var þá,
að því er Landnáma hermir, kirkjuhól-
staður. Þegar Ásólfur eltist, gerðist hann
einsetumaður, og var kofi lians þar, sem
kirkjan varð síðar; er hann lézt, var
hann grafinn á Innrahólmi, og þegar
Halklór Ulugason rauða Hrólfssonar hjó
þar, fóru að gerast ýmis tákn og stór-
merki um leiðið. Hróðólfur hiskup hinn
enski, er síðar varð ábóti í Ahhingdon á
Englandi, setti klaustur í Bæ í Borgar-
firði og var þar í 19 ár, og er hann fór,
skildi hann eftir 3 munka. Dreymdi þá
einn þeirra, að Asólfur hæði sig að kaupa
þúfu í fjósgötunni á Innrahólmi fyrir
mörk silfurs. Munkurinn gerði þetta,
gróf i þúfuna, fann þar mannabein og
flutti þau heim í Bæ. Þá hirtist Ásólfur
Halldóri Illugasyni og kvaðst mundu
ganga af honum dauðum, nema hann
keypti heinin aftur slíku verði sem hann
seldi. Keypti Halldór þá aftur bein Ásólfs
og lét gera að þeiin tréskrín og setja yfir
altari á Innrahólmi. Síðan sendi liann
Illuga son sinn út að kaupa kirkjuvið,
cn á heimleiðinni vildu forráðamenn
skipsins ekki hleypa honum á land þar,
sem hann vildi. Bar hann því kirkjuvið-
inn fyrir horð i mynni Faxaflóa og hað
hann koma þar, sem Ásólfur vildi. Þrem
nóttum síðar rak hann á svo kallaðan
Kirkjusand að Hóhni, nema tvö tré, sem
rak á Mýrum. Lét Halldór gera úr 30
álna langa kirkju á Innrahólmi; var hún
með tréþaki og helguð hinum blessaða
Kólumba, irskum dýrlingi. Svona er
helgisögnin, viðsjárverð eins og allar
slíkar sagnir, en þó ljós vottur þess, að
Akranes hefur í öndverðu verið undir
írskum áhrifum að mestu og kristnum,
sem oftast fór saman. í þessu samhandi
má geta þess, að til er önnur forn helgi-
sögn bundin við Akranes. I Bjarnar sögu
Hítdælakappa segir, að Ólafur konungur
helgi hafi gefið Birni silkiræmur í leggja-
hönd og Björn hafi verið grafinn með
þeim, en síðar hafi þau fundizt í leiði
hans og verið höfð fvrir messufatalinda
í Görðum á Akranesi. Þegar sagan var
rituð á 13. öld, hefur kirkjan vafalaust
átt þennan grip, hvað sem sögunni af
uppruna hans líður, en hvergi er hans
svo getið í máldögum hennar, að þekktur
verði.
Akranes er eitt hinna elztu íslenzku
landnáma, en svo sem kunnugt er, er all-
erfitt að hnitmiða, hvenær hvert þeirra
var numið og innbyrðis afstöðu tímatals
námanna, en vafalaust er, að Akranes
hefur verið numið fyrir 900.
Engin hinna fornu íslenzku sagna ger-
ist á Akranesi eða er við það tengd, og
þar hafa i raun og veru aldrei, svo vitað
sé, gerzt neinir stórsögulegir atburðir.
Nesið hefur þvi gildi sitt í sögulegum efn-
um í sjálfu sér og fyrir sig.
Það eina, sem kunnugt er um nesið á
hinni svo nefndu islenzku fornöld, er í
raun og veru geymt í nafni þess — Akra-
nes —, enda þótt frásaga nafnsins sé
margstaðfest í sögulegum heimildum og
sjái jafnvel stað enn í dag. Nesið varð
þegar í öndverðu nokkurs konar liöfiið-
hól íslenzkrar akuryrkju til forna, og
hefur akuryrkja þar vafalaust haldizt
jafnlengi og annars staðar hér á landi,
eða fram á 14. öld. Hvaða korn hefur
verið ræktað þar, er ókunnugt, en kunn-