Sveitarstjórnarmál - 01.06.1942, Blaðsíða 11
SVEITARSTJÓRNARMÁL
7
íslenzkir spekúlantar, og svo fór uin
síðir, að þar voru ekki nema alinnlendir
kaupmenn.
Aðalatvinnugrein íbúanna var eins og
fyrr sjávarútvegur, en jörðin var Akur-
nesingum góð eins og áður á dögum.
Akuryrkja reis að vísu ekki upp þar
aftur, en hins vegar varð þar ein mesta
jarðeplarækt á landinu, og var nesið
beinlínis frægt fyrir hinar ágætu kartöfl-
ur sínar, enda er kartöflurækt þar enn í
liezta gengi.
Mannfjöldi fór sivaxandi á Akranesi,
og skömmu fyrir aldamótin var orðið
þar svo mannmargt, að óhjákvæmilegt
þótti að gera það að læknishéraði. Var
það kallað Skipaskagalæknishérað, og
heitir svo enn. Prestssetur höfðu um
skeið verið tvö á Akranesi, Garðar ng
Innrihólmur, en svo fór, að Garðar urðu
eftir einir, og var prestssetrið loks á
þessari öld flutt frá Görðum í Akranes-
kauptún, og hefur síðan verið þar. Fyrir
nokkrum árum var orðið svo umsvifa-
mikið á nesinu, að .þess þótti þörf að gera
það að sérstöku lögregluumdæmi, og var
skipaður þar lögreglustjóri, sem jafn-
framt hefur á hendi ýmis störf fyrir
lireppinn, og nú er svo komið, að kaup-
túnið verður kaupstaður, með þeim rétt-
indum, sem því fylgja, frá áramótuiu
1941—1942.
Akranes er vel að þeim réttindum kom-
ið. Þar hefur vérið mikið um þá fram-
takssemi, sem skapar. Þar hafa á síðari
árum alizt upp margir ágætir menn, og
margir hafa flutzt þangað, sem starf hef-
ur staðið af, enda hefur miklu verið af-
kastað þar á síðustu árum. Meðal þess
má telja byggingu hafskipabryggjunnar,
síldarverksmiðjurnar og nú síðast vatns-
leiðsluna til bæjarins. Það er því full
ástæða lil að bjóða Akraneskaupstað vel-
kominn í tölu íslenzkra bæja.
Sveitarstjórnarkosningarnar
25. janúar og 15. marz 1942.
Allt til þessa hefur ]>að verið svo hér
á landi, að engar áreiðanlegar skýrslur
hafa verið birtar opinberlega um bæjar-
stjórnar- og hreppsnefndarkosningar
nema það hrafl, sem í blöðunum hefur
komið. Það er því ekki hægt að ganga
að skýrslum um slíkar kosningar á nein-
um ákveðnum stað, né heldur er hægt
að fá að vita, hverjir eru í hreppsnefnd
eða bæjarstjórn í hinum ýmsu stöðum,
nema með ærinni fyrirhöfn og oftast nær
alls ekki nema með símtali við bæjar-
stjóra eða oddvita staðanna. Er þetta
ótækt og ber vott um hirðuleysi og menn-
ingarskort.
En til þess að slikar skýrslur verði
réttar þurfa kjörstjórnir á hverjum stað
að fylla út evðublöð um kosninguna þeg-
ar í stað er henni er lokið, þar scm getið
er lista jieirra, sem kosið er um, atkvæða-
talna, hve margir náðu kosningu af
hverjum lista og nöfn þeirra, sem kosnir
hafa verið, ásamt stöðu og heimilisfangi,
og senda þetta þegar í stað til eftirlits-
manns, sem síðan ætti að láta prenta
skýrslu um kosninguna, er væri rétt í
alla staði og aðgengileg öllum.
Verður hér eftir leitazt við að ráða bót
á þessu, og hefur nú verið safnað skýrsl-
um um þær kosningar, sem fram fóru
25. janúar og 15. marz 1942, og verða þær
niðurstöður nú birtar hér. Þar sem orðið
hefur að afla þessara gagna á ýmsa vegu,
má vel vera, að einhvers staðar skakki
einhverju, t. d. um atkvæðatölu eða nöfn
fulltrúa, svo sem þar sem útstrikanir