Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1942, Blaðsíða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1942, Blaðsíða 28
24 S VEITA R STJ Ó RNARM ÁL Dr. B.jörn Björnsson: Árbók Reykjavíkur 1940. Reykjavíkurbær hefur gefið út rit all- mikið, samið af hagfræðingi bæjarins, dr. Birni Björnssyni, og heitir það Árbók Reykjavíkur 1940. Er í riti þessu mikinn fróðleik að fá um málefni Reykjavikur- kaupstaðar. Ritið er mestmegnis hag- fræðilegar skýrslur, en hverjum þeim, sem vill hagnýta sér þær, veita þær mik- inn fróðleik. Ritið hefst á skrám uin veðurfars- breytingar í Reykjavík frá 1920—1938. Þá eru skýrslur um íbúa Reykjavíkur, heilbrigðismál, fasteignir, fiskveiðar, samgöngur og verzlun, póst- og símamál, peningamál, verðlag og launamál, Iýðmál, löggæzlu, róttarfar og brunamál, mennta- mál og skemmtanalíf og opinber gjöld. Merkilegasta ,má þó telja kaflana um fyrirtæki Reykjavíkur og fjármál Reykjavikurbæjar. Væri æskilegt, að Reykjavíkurbær héldi áfraim útgáfu slíkra árbóka fyrir kaupstaðinn, en jafnframt ætti að taka upp í árbókina greinargerð um sljórn bæjarmálefnanna og ýmsar leiðbeiningar i þeim efnnm fyrir almenning, eins og tíðkast hjá stærri bæjum erlendis. Frá riti þessu er gengið af venjulegri nákvæmni og smekkvísi höfundarins. J. G. Uppkosning á Hvammstanga. Yfir kosningunni á Hvannnstanga kom fram kæra út af aukakjörskrá, sem notuð hafði verið við kosninguna, en vafi var talinn leika á um, hvort löglega hefði verið frá henni gengið. Féll endanlegur úrskurður á þá leið, að aukakjörskráin var úrskurðuð ógild og skyldi ný kosning fram fara eftir aðalkjörskránni einni saman. Framboðslistar skyldu vera hinir sömu og voru 25. janúar og röð manna á þeim óbreytt. Fór kosning þessi fram 20. april s. 1., og er hreppsnefndin óbreytt l'rá því, sem var eftir kosningunni 25. janúar. Við síð- ari kosninguna voru greidd 143 atkvæði, en 122 við þá fyrri. „Sveitarstjórnarmál“. Svo var til ætlazt, að út kæmu tvö hel'ti af Sveitarstjórnarmálum á s. 1. ári. Það gat þó ekki orðið, og vegna tafar þeirrar, sem varð eftir s. 1. áramót á allri prentun, hefur þessu hefti einnig seinkað. Mun þó reynt að koma út fjórum heftum nú í ár, ef ófyrirsjáanleg atvik verða ekki því til fvrirstöðu. Sveitarstjórnarmál hafa l'engið góðar viðtökur hjá bæjarfulltrúum og hrepps- nefndarmönnum, og inun ég því reyna að halda ritinu áfram. Nú þegar hafa því borizt ýmsar greinar um sveitarstjórnar- mál, og munu þær birtar í næsta hefti. Hér eftir verður ritið ekki sent öðrum en þeim, sem gerzt hafa fastir áskrifend- ur, og þar sem upplagið verður eftirleiðis miðað við tölu fastra kaupenda, er nauð- synlegt, að þeir, sem hyggjast að gerast áskrifendur ög halda ætla ritinu saman, geri það sem fvrst. Þess er og vænzt, að þeir, sein hafa í liyggju að senda ritinu fréttir af mikils- verðum framkvæmdum hjá sveitarfélög- um, geri það sem fyrst eftir að fram- kvæmdir byrja. Sveitarstjórnarkosningum frestað. Sveitarstjórnarkosningum þeim, sem samkvæmt lögum áttu fram að fara 28. júni n. k., hefur vegna alþingiskosninga verið frestað til 12. júlí n. k. Fara þá fram kosningar i öllum þeim sveitar- félögum, sem ekki var kosið í 25. janúar og 15. marz síðast liðinn. Rikisprentsmiðjan Gutenberg',

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.