Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1942, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1942, Blaðsíða 26
22 SVEITARSTJÓRNARMÁL til lendingarbótanna, uppsáturs, íveru- og fiskhúsa, allt að 20 þús. fermetrum, svo og land undir brautir og vegi, er nauðsynlegir kunna að þykja, enn frem- ur grjót, möl og önnur jarðefni, og þola bótalaust þær eignakvaðir, óhagræði eða takmörkun á afnotarétti, sem lendingar- bæturnar hal'a í för með sér. Land þetta iná lendingarsjóður þó eigi selja. Til þess að standa straum af kostnaði við byggingu og viðhald lendingarvirkj- •inna og til árlegs rekstrarkostnaðar lendingarinnar er heimilt að innheimta i lendingarsjóð Stokkseyrar allt að 0% af brúttóverði afla hvers báts, er haldið er úti til fiskveiða á Stokkseyri, vörugjald af vörum, sem fluttar eru í land eða úr landi innan takmarka Stokkseyrarhafn- ar, svo og önnur gjöld, er ákveðin kunna að verða í reglugerð sa.mkv. 12. gr. Gjöld þessi má taka lögtaki, og ganga þau fyrir sjóveðum“. Breyting'ar á útsvarslögunum. Alþingi hefur enn fremur afgreitt lög um breytingar á útsvarslögunum, og eru þau þannig: 1. gr. Aftan við 9. gr. laganna bætist ný málsgr., svo hljóðandi: Á meðan vísitala kauplagsnefndar er hærri en 110, miðað við grunntöluna 100 í jan.—marz 1939, skulu fjárhæðir þær, sem um getur í 2. og 3. tölulið, hækk- aðar sem nemur meðalframfærslukostn- aði á skattárinu samkvæmt vísitölu kauplagsnefndar. 2. gr. 17. gr. laganna orðist þannig: í kaupstöðum jafnar niðurjöfnunar- nefnd niður útsvörum. Utan Reykja- víkur er formaður skattanefndar einnig formaður niðurjöfnunarnefndar. Auk jiess eiga sæti i nefndinni fjórir menn, kosnir hlutbundnum kosningum af bæjarstjórn í nóvembermánuði ár bvert lil eins árs í senn. í Reykjavík kýs bæjar- stjórn á sama hátt og til sama tima fimm menn i niðurjöfnunarnefnd, og einn þeirra formann nefndarinnar. Með sama hætti skal kjósa fjóra — i Reykjavík fimm — menn til vara, er taka sæti í nefndinni í forföllum aðalmanna. Kjör- gengir eru þeir, sem kjörgengir eru til bæjarstjórna. Skylt er hverjum manni, sjálfum sér ráðandi, vngri en 60 ára, heilum og hraustum, konum jafnt sem körlum, að starfa i niðurjöfnunarnefnd, en óskvlt er þó sama manni að sitja í benni samfleytt lengur en 6 ár, enda þarf bann ekki að taka við endurkjöri fyrr cn 6 ár eru liðin síðan hann sat síðast í nefndinni. f Reykjavík skal skrifstofu- stjóri skattstjóra aðstoða við starf niður- jöfnunarnefndarinnar og veita allar upp- lýsingar, sem hægt er. Áður en niðurjöfnunarnefndarmaður tekur í fyrsta skipti til starfa í nefnd- inni, vinnur hann skriflegt drengskapar- heit um að rækja starfið með alúð og samvizkusemi. Bæjarstjórn ákveður þóknun niður- jöfnunarnefndar. 3. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar í stað, og koma ákvæði 1. gr. þegar til fram- kvæmda við innheimtu útsvara, álagðra á árinu 1942. Á breytingin samkv. 1. gr. við það, er menn stunda atvinnu utan heimilissveitar eða eru lögskráðir í skip utan heimilis- sveitar. Samkvæmt 2. Iið 9. gr. útsvars- laganna þarf maður að hafa minnst 3000 krónur í tekjur þar, sem atvinnan er stunduð, til þess að útsvarsskylt sé, en nú hækkar sú tala sein nemur visitölu- hækkuninni, eða eins og nú standa sakir upp i 5590 krónur. Ákvæðin í 3. lið söinu greinar um lögskráða menn á skip utan lieimilissveitar eru hliðstæð, nema hvað þá þarf að fá 5000 krónur, að viðbættri verðlagsuppbót, til þess að útsvar megi á leggja.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.