Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1943, Blaðsíða 5

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1943, Blaðsíða 5
SVEITARSTJORNARMAL Tímarit um máiefni íslenzkra sveitarfélaga. J. ÁRCANGUR Útgefandi og ritstjóri: 19 4 3 JÓNAS GUÐMUNDSSON, eftirlitsmaður sveitarstjórnarmálafna. 1. HEFTI Utanáskrift: „Sveitarstjórnarmál", Alþýáuhúsiá, Reykjavík. Andrés Eyjólfsson: Framfærslumál Hvítársíðuhrepps í hundrað ár. .4 okkar dögum, og þó einkum síðustu timum, er fátækraframfærslan eitt af mestu áhyggjuefnum þjóðfélagsins, eink- um nú síðast hinna stærri kauptúna. Þetta áhyggjuefni er þó ekki nýtt með þjóðinni. Þannig segir Bjarni Thorsteins- son, síðar amtmaður, í riti, sem hann gefur út 1819 og nefnir: Om Kongelige og andre offentlige Afgifter, samt Jordebogs Indtægter i Island, um ástandið þá: „Fattigvæsens Bidrag. Dette har allerede for længe siden, men især i den senere Tid, været den Islandske Almues svær- este Byrde.“ — Það er þvi ekki með öllu ófróðlegt að athuga nokkuð, hvernig á- standið hefur verið í þessu efni hjá Hvít- ársiðuhreppi síðustu hundrað árin. I Hvítársiðunni eru nú 16 jarðir,1) en árið 1840 voru þær 17, því að Húsafell fylgdi með til ársins 1852. Auk þess var Tóftarhringur, sem var 5 hundruð úr Þorgautsstöðum, sjálfstætt býli fram til 1868, en sameinast þá Þorgautsstöðum og hefur ekki verið byggður síðan, Tvíbýli hefur verið á flestum jörðum sveitarinn- ar eitthvert árabil, oftast þó stutt á flest- um jreirra, nema Síðumúla. 1) Greinin er rituð snemma árs 1940. Nokkuð má ráða búfjáreign bændanna i Hvítársíðuhreppi af fátækratíund þeirra 1840, en þá eru bændur 21 (tvíbýli á 8 jörðum), og auk þess telur einn búlaus maður fram lnipening. Þá er framtalið húfé: Kýr 27, kvígur 10, ær mylkar 534, ær geldar 2, sauðir gamlir 41, sauðir 2 v. 155, lömb 440, hestar 81, hi-jrssur 41. Þá er heimilisfast íolk í hreppnum 173 og ómagar á framfæri 9. Samkvæmt konunglegri tilskipun frá 1834 voru fátækramálin í höndum hrepp- stjóra, með tilsjón prests, en fátækra- framfæri var jafnað niður á hausthrepp- skilum og ómagar „settir niður“. Aðal- reglan er þá, að ómagar eru settir niður til árs i senn, en nokkru áður tíðkaðisl, að þeir voru látnir „fara á milli“ bænda, l'leiri eða færri mánuði, eftir gjaldgetu hvers eins. Á þessum tíma voru, svo að segja, allir þurfalingar framfærðir innan hrepps. Var þá fjölskyldunum skipt upp, er þær urðu hjálparþurfa. Stóð svo fram undir aldamót síðustu. Til J>ess að gefa nokkra hugmynd um fátækraframfærið i Hvítársíðu á þessari öld skulu nefndar nokkrar tölur. Er þá fyrst tala þurfalinga fyrri 50 árin, og er stiklað á áratugum.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.