Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1943, Blaðsíða 27

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1943, Blaðsíða 27
SVEITARSTJÓRNARMÁL 23 Athugun þessi fari fram í samráði við hlutaðeigandi bæjar- og sveitarstjórnir, eftir því, sem þurfa þykir, og' sé henni lokið fyrir reglulegt Alþingi 1944.“ Er nú þess að vænta, að einhver skrið- ur komist á þessi mál. I í»8 um stækkun lögsagnarum- dæmis Heykjavíkur. 1. gr. — Frá 1. mai 1943 skal leggja undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur jarðirnar Elliðavatn og Hólm í Seltjarn- arneshreppi ásamt lóðum og löndum. sem úr þeim hafa verið seldar, svo og spildu þá úr landi jarðarinnar Vatnsenda í sama hreppi, er bæjarstjórn Reykja- víkur kann að taka eignarnámi samkv. heimild í lögum nr. 57 4. júlí 1942. Enn fremur skal leggja undir lögsagnarum- dæmið frá sama tíma jarðirnar Grafar- holt, að svo miklu lejdi, sem eignarnáms- heimild 3. gr. tekur til, Gufunes, Keldur, Eiði, Knútskot, Ivorpúlfsstaði, Lambhaga, Reynisvatn og' jarðarhlutann Hólmsheiði í Mosfellshreppi, ásamt öllum lóðum og löndum, sem seldar hafa verið úr þeim. Frá 1. maí 1953 skal leggja undir lög- sagnarumdæmi Reykjavíkur þann hluta Grafarholts, sein samkv. 1. mgr. fellur eigi nú þegar undir það. 2. gr. — Frá 1. maí 1943 tekur Reykja- víkurhær að sér framfærslu allra þeirra þurfamanna, sem eru eða verða og fram- færslurétt eiga eða mundu eignast, ef lög þessi yrðu ekki sett, vegna fæðingar eða dvalar á löndum þeim, er um ræðir í 1. gr. 3. gr. — Ræjarstjórn Reykjavíkur er fyrir 1. sept. 1943 heimilt, ef ekki næst samkomulag við eiganda Grafarholts fyrir 1. júní 1943 um kaup á jörðinni, að láta taka eignarnámi jörðina Grafarholt í Mosfellshreppi, ásamt nýbýlinu Engi- og þeim lóðum og löndum, er sekl hafa verið úr landi jarðarinnar. Eignarnámið skal framkvæmt samkv. lögum nr. 61 14. nóv. 1917. Eignarnámsheimild þessi tek- ur þó ekki til þess hluta Grafarholts- lands, sem er neðan við Vesturlands- hraut. 4. gr. — Fyrir árslok 1943 skulu fara fram endanleg fjárskipti milli Reykja- víkurbæjar og Seltjarnarneshrepps ann- ars vegar og Reykjavikurbæjar og Mos- fellshrepps hins vegar, þar á meðal vænt- anlegar skaðabótagreiðslur til hrepp- anna. 5. gr. — Allar fjárgreiðslur samkv. lögum þessum, aðrar en endurgjald fyrir Grafarholt samkv. 3. gr„ skulu ákveðnar af gerðardómi, og' skal hann einnig skera úr öllum ágreiningi milli málsaðila út af lögum þessum. Gerðardóminn skipa 3 menn, er hæstiréttur nefnir til þess. Skal einn þeirra vera dómari í hæstarétti, og er hann formaður gerðardómsins. Kostn- að við gerðardóminn greiðir Reykjavík- urbær eftir ákvörðun dómsins. 6. gr. — Lög þessi öðlast þegar gildi. Oddviti Blönduóshrepps er Steingrímur Davíðsson, en ekki Páll Geirmundsson, eins og sagt var í 1. hefti siðasta árgangs „Svstjm.“, og leiðréttist það hér með. Oddvitaskipti hafa orðið í Rauðasandshreppi í Vest- ur-Barðastrandarsýslu. Séra Þorsteinn Kristjánsson, er var oddviti þar, fórst með vélskipinu Þormóði. Varamenn höfðu engir verið kosnir þar í hreppnum í almennu kosningunum 12. júlí 1942, og fór því fram kosning eins aðalmanns og allra varamanna hinn 28. marz s.l. Kosningu sem aðalmaður hlaut Snæ- björn J. Thoroddsen. Hann var og kos- inn oddviti hreppsins á næsta fundi hreppsnefndar.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.