Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1943, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1943, Blaðsíða 20
16 SVEITARSTJÓUXARMÁL 3. gr. — Lög þessi öðlast þegar gildi, og taka oddvitar laun samkvæmt þeim frá 1. janúar 1942. Breytingarnar, sem hér eru gerðar, eru tvær. Hin fyrri er sú, að frá 1. janúar 1912 her að reikna oddvitalaun þannig, að ein króna sé greidd í laun af hverjum íbúa hreppsins, en ekki ,,10 krónur fyrir hvern fullan tug hreppsbúa", eins og áð- ur var. Ölli þetta sunis staðar niisskiln- ingi, en nú hafa öll tvímæli verið af tekin inn það. Hin breytingin — og er það aðalbreyt- ingin — er sú, að á laun oddvita skal greiða verðlagsuppbót eftir almennri vísitölu kauplagsnefndar, eins og á laun cmbættismanna og annarra starfsmanna ríkisins. Ber því oddvitum að reikna sér verðlagsuppbót á laun sín eftiiieiðis. Visitalan er auglýst mánaðárlega. Lögin ákveða einnig, að greiðsla verðlagsupp- liótar skuli miðuð við 1. janúar 1912, ]>. e. að á laun þess árs skal greiða verðlags- uppbót eftir meðaltalsvisitölu þess árs, en hún var 200. Ekki greiðist verðlagsuppbót á inn- heimtulaun, er oddvitar taka, og er á- stæðan sú, að hreppsnefndir hafa það í hendi sinni að hækka prósentuna fyrir innheimtulaunin, ef þær vilja. IJað má aðeins ekki greiða oddvitum lægra en 2% fyrir innheimt sveitargjöld. \ríðast hvar mun það tíðkast, að odd- vitar i'á laun sín greidd einu sinni á ári, og þá í árslokin. Sýnist því, að hagkvæm- ast mundi i flestum tilfellum að reikna þá alla verðlagsuppbótina í einu eftir meðaltalsvísitölu ársins. í stærri hrepp- uin, svo sem kauptúnum, þar sem launin eru greidd mánaðarlega, er að sjálfsögðu rétt að reikna verðlagsuppbótina einnig mánaðarlega og greiða hana með launun- um. Innheimta útsvara. Alþingi hefur sett ný lög um innheimtu útsvara á fyrri hluta ársins 1943, og fara þau hér á eftir: Lög um heimild fyrir bæjar- og sveitarstjórnir til útsvars- innheimtu árið 1913. 1. gr. — Bæjar- og sveitarstjórnum er heimilt að innheimta hjá hverjum út- svarsgjaldanda í lundænium sínum allt að 50% af upphæð þeirri, er hann greiddi í útsvar fyrir árið 1942, til greiðslu upp í útsvar hans 1943, með gjalddögum 1. marz til 1. maí, eftir nánari reglum, er bæjar- og sveitarstjórnirnar setja, en ráð- herra staðfestir. Nú eru hreinar tekjur gjaldanda læg'ri árið 1942, samkvæmt skattaframtali, en þær voru árið 1941, og getur hann þá krafizt hlutfallslegrar lækkunar á út- svarsgreiðsluin samkvæmt lögum þess- um. Þetla gildir þó aðeins, ef tekjurýrn- unin hefur numið 30% eða þar frarn yfir. 2. gr. — Ef útsvar er ekki greitt á rétt- um gjalddögum samkvæmt reglum þeim, er settar verða samkv. 1. gr., skal gjald- þegn greiða dráttarvexti af þvi, sem ó- greitt er, 1% fyrir hvern mánuð eða hluta úr mánuði, sem líður frá gjalddaga, unz útsvarið er greilt. 3. gr. — Nú keinur það í ljós, er álagn- ingu útsvars 1943 er lokið, að gjaldþegn hefur þegar greitt meira en honum bar, og skal þá endurgreiða það, sem ofgreitt var, ásamt 1% vöxtum fyrir hvern mán- uð eða hluta úr mánuði, sem upphæðin hefur verið i vörzlu viðkomandi bæjar- eða sveitarsjóðs. 4. gr. — Lög þessi öðlast þegar gildi.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.