Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1943, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1943, Blaðsíða 17
SVEITARSTJ ÓRNARMÁL 13 VII. Hitl vil óg þó einnig nefna, að fyrir niér vakir og, að l>essi skipting landsins i stórar hagsmunaheildir á einnig að geta orðið undirstaða að frekari skipulagn- ingu í þessum landshlutum, og hef ég það þá einkum í huga, að amtsþingin hefðu forgöngu um skipulagningu í at- vinnuháttum innan amtsins. Má þar fyrst nefna nýbýlahverfi, sem nú er mikið rætt um, að koma þurfi á fót, nýjar ver- stöðvar, iðnaðarframkvæmdir við hentug orkuver o. m. fl„ sem nauðsynlegt er, að komið sé upp eftir fyrir fram gerðum áætlunum. Það er og nauðsynlegt, að skapaður sé sterkur „höfuðstaður“ i hverju amti, sem sé eins konar miðstöð amtsins i menningarlegu lilliti. Ýmsa staði mætti og gera að framleiðslubæjuin í sérstökum greinum, þar sem svo stend- ur á, að einhver ákveðin atvinnugrein yfirgnæfir allt annað, líkt og nú er orðið um Siglufjörð og síldina. Á slíkum stöð- um yrði amtsþingið að stuðla að því, að nauðsynleg skilyrði yrðu sköpuð, svo að atvinnurekslurinn gæti vaxið þar upp. Það vil ég laka greinilega fram, að ég ætlast ekki til þess, að ömtin færu að ráðast sjálf í neinn slíkan atvinnurekst- ur, heldur ætla ég þeim aðeins að stýra skipulagningunni og hafa nauðsynlega forgöngu um málin. Amtssjóðunum yrði að tryggja veru- legar tekjur, og sýnist ekki nema sjálf- sagt, að ríkið legði þeim eitlhvað af tekj- um frá sér, þar sem þau mundu taka við talsverðu af störfum ríkisins og útgjöld- um. En auk þess þyrfti að tryggja þeim sérstaka tekjustofna, er þau mættu hag- nýta, en út í það fer ég ekki nánar nú tímans vegna. Málefnum amtsins milli þinga ætti að stjórna amtsráð, er skipað væri amt- manni og tveim amtsráðsmönnum, er þingið kysi lil eins árs í senn. Amtmaður ætli að vera stjórnskipaður cmbættismaður, eins og nú eru sýslu- menn, sem eru formenn sýslunefnda. Hef ég aldrei heyrt á það minnzt að breyta ]>ví, enda er það eðlilegt samband, sem á þann hátt myndaðist milli hinna allsjálf- stæðu amtsþinga og ríkisvaldsins. Amt- maður ætti að vera launaður af ríkis- sjóði, en amtsráðsmenn að fá þóknun fyrir störf sín frá amtinu og eftir ákvörð- unurn amtsþings. Amtsráð gæti haldið reglulega fundi, ef svo sýndist, en ann- ars eftir kalli amtmanns. Hér skal ekki farið út í kostnaðarhlið þessarar tilhögunar. Hvort tveggja er, að allt yrði það að vera ágizkun ein enn þá. og að sú skipun, sem nú er á þessum mál- um, kostar allmikið fé. Til þess mun og gefast tími síðar að ræða þá hlið málsins nánar. Þá er og' rétt að taka það fram, að ég ætlast til þess, að sýslurnar haldist á- fram sem lögregluumdæmi og kjördæmi, og þarf þessi breyting því engin áhrif að hafa á þau mál. Það er eingöngu ineð lil- liti til sveitarstjórnarmálanna, sem ég tel æskilegt að athuga, hvort ekki sé rétt að taka þessa skipun upp, og í fyrstu mundu amtsþingin eingöngu fjalla um sveitar- stjórnarmálefni, en sinám saman taka hina atvinnulegU skipulagningu til með- ferðar. Mjög mundi þessi tilhögun létta störf Alþingis og gera marga löggjöf heil- sleyptari en nú er, og togstreita sú, sem verið hefur milli einstakra þingmanna úr sama fjórðungi um hin og' önnur fram- faramál, mundi hverfa að miklu leyli, þegar tillögur amtsþinga unr málin lægju fyrir Alþingi. Eg hef hugsað það nokkuð, hvernig skipta ætti landinu í ömt, og skal gera hér lauslega grein fyrir því. Skipting i ömt vrði að fara eftir því, livaða sýslu- og bæjarfélög eru samstæðust um menn- ingarmál og atvinnuhætti, en ekki eflir fólksfjöldanum eða sveitarfélagafjöldan- um í hverju amti. Sýnist mér sem heppilegast ínundi, að ömtin væru 5 alls og þá þessi: Suðuramtið, sem tæki yl'ir \restur- Skaftafellssýslu, Rangárvallasýslu, Ár- nessýslu, Gullbringu- og Kjósarsýslu og

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.