Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1943, Blaðsíða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1943, Blaðsíða 7
SVEITARSTJÓRNARMÁL 3 Það er kumiára en frá þurfi að segja, að á þessu tímabili var gert mikið að þvi, að sveitarstjórnir styrktu og' hvöttu þurfamenn sína til Ameríkuferða. Það átti sér aldrei stað i Hvítársiðuhreppi. Ein hjón, sein þegið höfðu af sveit til uppeldis barna sinna, voru að vísu styrkt af hreppnum til Vesturheimsferðar. En það var að ósk sjálfra þeirra, enda voru þá börn þeirra uppkomin og tengdasonur og dóttir þeirra, búsett vestan hafs, buðu þeim til sin. Þá er eitt ótalið, sem vekja hlýtur eftirtekt, þegar Iilaðað er í gegnu.m fá- tækrabækur hreppsins þessi 100 ár. En það er, að enginn sá hóndi, sem haft hefur jörð til ábúðar i hreppnum, hefur þegið af sveit. Að vísu hafa þar oft verið smáir og fátækir bændur, en þrátt fyrir það og oft mikla óniegð og sveitar- þyngsli, hafa þeir þó allir komizt af hjálparlaust og lagt nokkurn skerf til sveitar. Eins og fvrr er getið, þá voru iátækra- málin fyrri hluta þessa tímabils í hönd- U.m hreppstjóra með tilsjón prests. Rit- uðu þeir oftast báðir undir „jafnaðar- reikning“ sveitarinnar. En niðurjöfnun var gerð á almennum fundi, hausthrepp- skilum. Þessi skipun stóð fram yfir 1870, en 1872, 2. inaí, gefur konungur út til- skipun uni fyrirkomulag sveitarstjórna, og er lnin i inörgum nieginatriðum hin sama og' enn i dag. Áttu þá hreppsnefndir samkvæmt henni að taka við starfi hreppstjórans í fátækramálunum og öðr- um venjuleguin sveitarmálum. Var gert ráð fyrir því sein aðalreglu, að oddviti hreppsnefndar liefði reikningshald á hendi og væri aðalframkvæmdastjóri hennar. Atti þessi slcipun að komast á, samkv. konungsbréfi 1874, eigi fyrr en árið 1875. Svo langur tínii var talinn niundu þurfa til að auglýsa hina nýju skipun og undirbúa framkvæmd hennar. Af bókum Hvítársíðuhrepps er helzt "ð sjá, að hún hafi ekki koniizt á fyrr en 1878, þvi að hreppsbókin virðist þangað lil vera með hendi lireppstjórans, og hreppsnefnd undirritar fyrst hreppsbók- ina haustið 1878. Hreppstjórar og oddvitar hafa verið þetta timabil: Hreppstjórar: 1840—1842 Jón Auðunsson, hreppstj. á Þorvaldsstöðum. 1842—1869 Daníel Jónsson, hrepp- stjóri á Fróðastöðuni. 1869—1878(?) Salómon Sigurðsson, hreppstj. í Siðumúla. Oddvitar: 1878—1888 Sigurður Jónsson, söðlasni. og bóndi á Haukagili. 1888—1895, 1898—1902 og 1907—1914 Magnús próf. Andrésson, Gilsbakka. 1895—1898 og 1902—1907 Jón Pálsson, bóndi i Fljótstungu. 1914—1919 Jón Sigurðsson, hreppstj. á Haukagili. 1919—1925 ólalur Guðmundsson, bóndi á Sámsstöðum. 1925—1940 Andrés Eyjólfsson, bóndi i Síðumúla. Það er athyglisvert, hversu spakir bændur í Hvítársíðu hafa verið á jörð- um sínum. Það er áreiðanlega undan- lekning', ef þeir hafa flutzt burt úr hreppnum af fúsuni og frjálsum vilja. Hið algenga var, að sá bóndi, sem fengið hafði trygga ábúð á jörð, fluttist þaðan. ekki lifandi, nema þá fyrir elli sakir. Ekki er hægt að sjá, að fleiri en tveir bændur hafi flutzt burt af eignarjörðum sínum á þessu árabili, enda eru afkom- endur þeirra, er hér áttu heimili 1840, nú á öllum bæjum, að undanteknum einum. Á jiessum 100 árum hafa alls verið 135 búendur í Hvítársíðu, og er Húsafell talið jiar með til 1852. Eru liá taldar með ekkjur, jafnvel þótt þær hafi ekki búið nema eitt til tvö ár eftir menn sína látna. Sé búendatala hvers býlis tekin út af fyrir sig, jiá verður samtalan nokkuð hærri, því að nokkrir hafa búið á fleiri en einum stað innan hreppsins.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.