Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1943, Síða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1943, Síða 26
22 sveitarstjórnarmAi, Barnsmeðlögunum ljreytt með lögum. Alþingi hefur nú enn einu sinni breytt lögunum um meógjöf með óskilgetnum börnum, og hefur nú sett þar um eftir farandi ákvæði: LÖG um viðauka við lög nr. 39 28. jan. 1935, um breyting á lögum nr. 46/1921, um aí'- stöðu foreldra til óskilgetinna barna. 1. gr. — Frá 1. april 1943 til 1. ágúst 1943 skal greiða meðalmeðgjöf með óskil- getnum börnum sem hér segir: Greiða skal meðalmeðgjöf þá, sem á- kveðin er með auglýsingu félagsmála- ráðuneytisins, dags. 6. sept. 1940, að við- bættri 10% uppbót. Á meðg'jöf þessa skat greiða vei*ðlagsuppbót samkvæmt vísi- tölu eins og' hún verður hvern mánuð á tímabilinu apríl til júlí 1943. Verðlags- uppbótin greiðist mánaðarlega eftir á. 2. gr. — Við gildistöku þessara laga skal greiða uppbót ú meðalmeðgjöf þá, sem í gildi var frá 1. ágúst 1942 til 31. marz 1943 samkvæmt auglýsingu félags- málaráðuneytisins, tlags. 10. sept. 1942. Uppbót þessi er mismunurinn á með- gjöf þeirri, sem um getur i 1. mgr., og meðalmeðgjöf samkvæUnt auglýsingu fé- lagsmálaráðuneytisins, dags. 6. sept. 1940, með 10% viðbót og verðlagsuppbót af hvoru tveggja hvern mánuð á tímabilinu ágúsl 1942 til marz 1943. 3. gr. — Lög þessi öðlasl þegar gildi. Líklegt er, að ýmsum gangi erfiðlega að átta sig á ákvæðum þessum, og er það að vonum. Aðalatriðið er j)ó það, að yfir tímabilið frá l. apríl til 1. ágúst þ. á. á ekki að greiða meðlag það, sem gilt hefur fyrir timabilið 1. ágúst 1942 til 31. júlí 1943, heldur meðlagið, sem gilti 1940, að viðbættum 10 af hundraði, og telst það grunnmeðlag, og þar á ber svo að reikna verðlagsuppbót eftir vísitölu eins og hún er á hverjum mánuði. Ganga má út frá, að eftir 1. ágúst verði þessari reglu einnig fylgt, enda virðist löggjafinn ætlast til jiess með því að taka jiessi ákvæði í Iög þennan tima. I 2. gr. er ákveðið, að greiða skuli upp- bót á meðalmeðgjöfina, sem greidd var frá 1. ágúst 1942 til 31. apríl 1943, og ber að reikna uppbót þessa út eftir vísitöl- um þeim, sem gill hafa á hverjum mán- uði nefnt timabil, eftir sama grunnmeð- lagi og áður er nel'nt, þ. e. grunnmeðlag- inu fyrir 1940, að viðbættum 10%, — og draga svo frá þvi það, sem greitt liefur ^erið í meðlag á þessu tímabili lil lilut- aðeigandi framfærslumanns. Er þetta alt- flókinn reikningur og hætt við, að ýmis- legir misbrestir verði á, sérstaklega þar, sem meðlög eru ekki greidd mánaðarlega. JartSeignamál kaupstaða og’ kauptúna. Lengi liefur verið þörf á þvi, að jarð- eignamál kaupstaða og kauptúna yrðu tekin til rækilegrar athugunar. Var á síð- asta Alþingi samþykkt eftir farandi þingsályktun um athugun á jarðeigna- málum kaupstaða. kauptúna og sjávar- þorpa.“ ,,AlJ)ingi ályktar að skora á rikisstjórn- ina að láta athuga með nefndarskipun eða á annan hátt, hvernig megi veita kaupstöðum. kauptúnum og sjávarþorp- um eignar- og umráðarétt yfir nauðsyn- legum löndum og lóðum, með sanngjörn- um kjörum, án þess að gengið verði of nærri hagsmunum nágrannasveita þeirra, hvernig komið verði í veg fvrir órétt- mæta verðhækkun á þessum löndum og ainotarétti þeirra, og hvernig tryggja megi, að verðhækkun á löndum og lóð- um, sem verða kann á l'yrrnefndum stöð- um vegna meiri háttar opinberra fram- kvæmda, verði almenningseign.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.