Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1945, Qupperneq 6

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1945, Qupperneq 6
0 SVEtTARSTjÓnNAKMÁL slitið fjörðinn sunclui’. Hafi sjófiskainir þá lokazt inni í innri hluta hans. Silungsveiði er enn í vatninu, en sjó- fiskar veiðast þar ekki lengur. Þó verður þar stundum vart sildar. Um 1330 stofnaði Lárentsíus Kálfsson Hólabiskup „prestaspítala" að Kvíahekk í Ólafsfirði. Ekki var þó uin venjulegt sjúkrahús að ræða, heldur eins konar elli- og örorkuhæli fyrir uppgjafapresta. Var spítala þessum valinn staður að Kviabekk vegna ])ess, að biskupi „þótti þar gott til blautfisks og búðarverðar“ (Biskupasög- ur I., Laurentius saga, l)ls. 853), og þótti það vel henta gömlum mönnum til fæðu. Má af því sjá, að frá fyrstu tið hefur verið allmikið útræði frá Ólafsfirði. Á 'fyrri hluta 15. aldar gereyddu enskir sjómenn allan Ólafsfjörð, hrenndu kirkj- urnar í Hrísey, Húsavik og Grímsey og rændu hæði fólki og fénaði. Hafa Ólafs- firðingar því hal't við margs konar erfið- leika að stríða. Við manntalið 1703 eru taldir í Ólafs- fjarðarhreppi 127 íbúar auk 12 hrepps- ómaga, eða samtals 139 manns. 5 bújarðir eru þar sagðar í eyði af 25. Um aldamót- in 1800 eru í Ólafsfirði 200 manns, og laust eftir 1850 eru íbúar þar taldir um 220. Annars láta sagnaritarar sér fátt mn Ól- afsfjörð. Byggðin er afskekkt, eins og áð- ur segir, og hefur sjaldan verið vettvang- ur þeirra atburða, er þótt hafa í frásögur færandi. Vetrarriki hefur löngum þótt mikið í Ólafsfirði, og þótt land sé þar kjarngott og sauðfé vænt, hafa búin jafn- an verið lítil og fólkið fátækt. Er Ólafs- firðinga þvi helzt getið i sambandi við harðæri. Isaárin um 1880 koniu hart niður á Ól- afsfirðingum sem öðrum. Árin 1881 og 1882 fækkaði t. d. sauðfé Ólafsfirðinga úr 1496 í 489, nautgripum úr 88 í 58, hross- um úr 107 í 75, enda er heyfengur árið 1882 talinn einir 525 hestar taða og 2024 hestar útheys. Það voru eftirköst þessara isaára, sem gáfu sýslunefnd Eyjafjarðar- sýslu tilefni til þess að senda tvo menn til Ólafsfjarðar til að kynna sér, hverjar birgðir væru þar matar og heyja og hvort búpeningur væri 1 viðunandi ástandi. Og skömmu fvrir s. 1. aldamót voru allir bændur í Ólafsfirði leiguliðar. Nú eru all- ar jarðirnar í eigu Ólafsfirðinga nema þrjár, sem kirkjujarðasjóður á. Fram yfir s. I. aldamót var landbúnað- ur aðalatvinnuvegur Ólafsfirðinga. Jafn- framt hafa þeir sótt sjó til fiskveiða að- allega til heimilisnotkunar. Austanvert við fjörðinn liggja lönd jarðanna Brim- ness og Hornbrekku að sjó. Á landamær- um þessara jarða gerðu menn sjóbúðir, og skömmu eftir 1880 fór fólk að taka sér þar fast aðsetur. Skömmu eftir 1890 byrj- aði Gudmanns Efterfölgers verzlun á Ak- ureyri að kaupa þar fisk að staðaldri. Fiskúrinn var þá orðinn verzlunarvara, og' var þá hægt að stunda þaðan fiskveið- ar sem atvinnugrein. Árið 1895 eru taldir 20 manna í „Ólafsfjarðarhorni“, en alls er þá í Þóroddsstaðahreppi 301 íbúi. Með lögu.m nr. 35 20. október 1905 var „Ólafsf jarðarhorn“ löggiltur verzlunar- staður. Þá eru 116 íbúar í kauptúninu. Sama árið hefst útgerð vélbáta í Ólafs- firði. Batna atvinnumöguleikar þá mikið, og fólki fer ört fjölgandi í kauptúninu. Verzlunarlóðin var siðan stækkuð með lögum nr. 31 22. nóv. 1918. Árið 1900 var lagður talsími til Ólafs- fjarðar. Yar það mikilvægt atriði fyrir út- gerðina, m. a. um það, að þá gátu Ólafs- firðingar fylgzt með, hvar heita væri fá- arileg, og hagað starfsemi sinni í samræmi við það. Árið 1917 breytti Þóroddsstaðahreppur uin nafn og hefur síðan heitið Ólafsfjarð- arhreppur. \roru þá gerðir út frá Ólafs- firði nál. 20 vélhátar. Fór fólkinu ört fjölgandi í kauptúninu fram til ársins 1935. Þá eru taldir i kauptúninu 711 í- búar, en í árslok 1944 779 ibúár. Frá fornu fari hefur verið prestssetur að Kviabekk í Ólafsfirði. Árið 1916 var gerð kirkja í Ólafsfjarðarkauptúni, og fluttist presturinn þá einnig til kauptúns- ins. Ólafsfirðingar áttu læknissókn til

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.