Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1945, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1945, Blaðsíða 6
0 SVEtTARSTjÓnNAKMÁL slitið fjörðinn sunclui’. Hafi sjófiskainir þá lokazt inni í innri hluta hans. Silungsveiði er enn í vatninu, en sjó- fiskar veiðast þar ekki lengur. Þó verður þar stundum vart sildar. Um 1330 stofnaði Lárentsíus Kálfsson Hólabiskup „prestaspítala" að Kvíahekk í Ólafsfirði. Ekki var þó uin venjulegt sjúkrahús að ræða, heldur eins konar elli- og örorkuhæli fyrir uppgjafapresta. Var spítala þessum valinn staður að Kviabekk vegna ])ess, að biskupi „þótti þar gott til blautfisks og búðarverðar“ (Biskupasög- ur I., Laurentius saga, l)ls. 853), og þótti það vel henta gömlum mönnum til fæðu. Má af því sjá, að frá fyrstu tið hefur verið allmikið útræði frá Ólafsfirði. Á 'fyrri hluta 15. aldar gereyddu enskir sjómenn allan Ólafsfjörð, hrenndu kirkj- urnar í Hrísey, Húsavik og Grímsey og rændu hæði fólki og fénaði. Hafa Ólafs- firðingar því hal't við margs konar erfið- leika að stríða. Við manntalið 1703 eru taldir í Ólafs- fjarðarhreppi 127 íbúar auk 12 hrepps- ómaga, eða samtals 139 manns. 5 bújarðir eru þar sagðar í eyði af 25. Um aldamót- in 1800 eru í Ólafsfirði 200 manns, og laust eftir 1850 eru íbúar þar taldir um 220. Annars láta sagnaritarar sér fátt mn Ól- afsfjörð. Byggðin er afskekkt, eins og áð- ur segir, og hefur sjaldan verið vettvang- ur þeirra atburða, er þótt hafa í frásögur færandi. Vetrarriki hefur löngum þótt mikið í Ólafsfirði, og þótt land sé þar kjarngott og sauðfé vænt, hafa búin jafn- an verið lítil og fólkið fátækt. Er Ólafs- firðinga þvi helzt getið i sambandi við harðæri. Isaárin um 1880 koniu hart niður á Ól- afsfirðingum sem öðrum. Árin 1881 og 1882 fækkaði t. d. sauðfé Ólafsfirðinga úr 1496 í 489, nautgripum úr 88 í 58, hross- um úr 107 í 75, enda er heyfengur árið 1882 talinn einir 525 hestar taða og 2024 hestar útheys. Það voru eftirköst þessara isaára, sem gáfu sýslunefnd Eyjafjarðar- sýslu tilefni til þess að senda tvo menn til Ólafsfjarðar til að kynna sér, hverjar birgðir væru þar matar og heyja og hvort búpeningur væri 1 viðunandi ástandi. Og skömmu fvrir s. 1. aldamót voru allir bændur í Ólafsfirði leiguliðar. Nú eru all- ar jarðirnar í eigu Ólafsfirðinga nema þrjár, sem kirkjujarðasjóður á. Fram yfir s. I. aldamót var landbúnað- ur aðalatvinnuvegur Ólafsfirðinga. Jafn- framt hafa þeir sótt sjó til fiskveiða að- allega til heimilisnotkunar. Austanvert við fjörðinn liggja lönd jarðanna Brim- ness og Hornbrekku að sjó. Á landamær- um þessara jarða gerðu menn sjóbúðir, og skömmu eftir 1880 fór fólk að taka sér þar fast aðsetur. Skömmu eftir 1890 byrj- aði Gudmanns Efterfölgers verzlun á Ak- ureyri að kaupa þar fisk að staðaldri. Fiskúrinn var þá orðinn verzlunarvara, og' var þá hægt að stunda þaðan fiskveið- ar sem atvinnugrein. Árið 1895 eru taldir 20 manna í „Ólafsfjarðarhorni“, en alls er þá í Þóroddsstaðahreppi 301 íbúi. Með lögu.m nr. 35 20. október 1905 var „Ólafsf jarðarhorn“ löggiltur verzlunar- staður. Þá eru 116 íbúar í kauptúninu. Sama árið hefst útgerð vélbáta í Ólafs- firði. Batna atvinnumöguleikar þá mikið, og fólki fer ört fjölgandi í kauptúninu. Verzlunarlóðin var siðan stækkuð með lögum nr. 31 22. nóv. 1918. Árið 1900 var lagður talsími til Ólafs- fjarðar. Yar það mikilvægt atriði fyrir út- gerðina, m. a. um það, að þá gátu Ólafs- firðingar fylgzt með, hvar heita væri fá- arileg, og hagað starfsemi sinni í samræmi við það. Árið 1917 breytti Þóroddsstaðahreppur uin nafn og hefur síðan heitið Ólafsfjarð- arhreppur. \roru þá gerðir út frá Ólafs- firði nál. 20 vélhátar. Fór fólkinu ört fjölgandi í kauptúninu fram til ársins 1935. Þá eru taldir i kauptúninu 711 í- búar, en í árslok 1944 779 ibúár. Frá fornu fari hefur verið prestssetur að Kviabekk í Ólafsfirði. Árið 1916 var gerð kirkja í Ólafsfjarðarkauptúni, og fluttist presturinn þá einnig til kauptúns- ins. Ólafsfirðingar áttu læknissókn til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.