Sveitarstjórnarmál - 01.06.1945, Blaðsíða 7
Siglufjarðar til ársloka 1907, en lil Dal-
víkur frá 1. jan. 1908, þangað til árið 1928.
Þá réð hreppsnefnd Ólafsfjarðarhrepps
sérstakan lækni til Ólafsfjarðar, og var
hann kostaður bæði af sveitarsjóði Ólafs-
fjarðarhrepps og rikissjóði. Með löguin
nr. 44 28. júní 1932 var Ólafsfjörður á-
kveðinn sérstakt læknishérað. Með lögum
nr. 40 28. j.an. 1935 var stofnað lögreglu-
stjóraemhætti fyrir Ólafsl'jörð, og hefur
verið þar sérstakur lðgreglustjóri síðan
1936.
Eins og áður segir, er sjávarútvegur að-
alatvinnuvegur Ólafsfirðinga. Veiðiskipin
eru þilfarsbátar, 12—50 smátestir ‘ að
stærð, og opnir vélbátar allt að 5 smál.
Munu bátarnir hafa verið um 50 talsins,
þegar þeir voru flestir. Vetrarmánuðina
verða veiðar ekki stundaðar nema á smá-
bátum, sem hægt er að setja á land eftir
hvern róður. Veldur því hafnleysið. Aðal-
vertíðin stendur venjulega frá því síðast
í apríl og lil septemberloka. Stærri vélbát-
ar stunda sildveiðar á sumrin. Stóru vél-
bátarnir hafa reynzt miklu arðmeiri en
trillubátarnir. A kreppuárunum fyrir
styrjöldina safnaði útgerðin miklum
skuldum og þó minnstu bátarnir tiltölu-
lega mestum.
Stóratvinnufyrirtæki hafa engin verið
í Ólafsfirði fram til þessa, en flestir ibú-
anna hafa að einhverju levti verið fram-
leiðendur, enda hafa þar nær eingöngu
verið hlutaskipti á bátum hæði hvað
snertir sjómenn og landmenn við bátana.
Enda þótt menn söfnuðu miklum skuld-
uin, þegar verst áraði, öfluðu jieir sér þó
mikils matar sem hlutarmenn á fiskibát-
unum. Fátækraframfæri var því minna í
Ólafsfirði en gera hefði mátt ráð fyrir
miðað við efnahag fólksins, þar sem lílið
var um, að vinnufærir menn þyrftu að
leita sveitarstyrks.
Síðari hluta vetrar eru sumir stærri
bátanna gerðir út frá Suðurlandi eða
Siglufirði. Su.mir trillubátanna hafa
einnig verið gerðir út frá Siglufirði á
vetrum.
S. 1. sumar voru gerðir út frá Ólafsfirði
8 vélbátar, 12—50 smál. að stærð, og um
30 trillubátar.
Það, sem stendur útgerð í Ólafsfirði
mest fyrir þrifum, er hafnleysið. Ólafs-
fjörður er opinn fyrir norðaustan átt, og
t rá náttúrunnar hendi eru engin þau skil-
vrði fyrir hendi, er veiti skipum afdrep á
fiskveiðum. Verða Ólafsfirðingar því oft
að flýja með báta sína af firðinum og til
Eyjafjarðar vegna brims. Stundum hafa
Ólafsfirðingar teflt of djarft í þessu efni
og orðið of seinir að yfirgefa fjörðinn og
bátarnir sokkið í höfninni og önýtzt. Má
segja, að á engum tíma árs sé öruggt báta-
lægi á Ólafsfirði.
Laugardagskvöldið 8. júní 1935, kvöldið
fyrir hvítasunnu, var veður hið bezta. Ól-
afsfirðingar lögðu bátum sínum á höfn-
inni, svo sem venja var til. Um nóttina
gerði norðaustan óveður og stórsjó svo
skvndilega, að menn, sem voru að gera
að fiski rétt við bryggjuna, gátu nauðu-
Iega bjargað á land opnum bátum, sem
voru þar við bryggjuna. Út í Jiá báta,
sem voru á höfninni, varð ekki komizt.
Um nóttina sukku eða rak á land 18 báta.
Tíu opnir vélbátar og einn 17 smálesta
yélbátur ónýttust alveg, en 4 trillubátar
og 3 þilfarshátar skemmdust mikið. Ól-
al'sfirðingar misstu þannig í vertíðarbyrj-
un mestan hluta skipastóls síns. Voru al 1-
ir opnu vélbátarnir óvátrvggðir og eigna-
tjón hlutaðeigenda Jní mikið. Auk þess
olli Jietta miklu atvinnuleysi i kauptún-
inu, þar sem atvinna flestra kauptúns-
búa var bundin við útgerð báta þeirra, er
fórust. Þrátt fyrir fjárhagskreppu J)á, er
])á var, tókst Ólafsfirðingum að byggja
upp bátastól sinn að nýju, svo að undan-
farin ár hefur Ólafsfjörður verið talinn
mesta þorskveiðistöð norðanlands.
Eg hef leitazt við að gera mér grein
fyrir verðmæti sjávarafurða, útfluttra frá
Ólafsfirði undanfarin ár, og hef komizt að
þessari niðurstöðu:
Árin 1925—1937 400—630 þús. kr. á ári.
Arin 1938—1940 830—900 þús. kr. á ári.
Síðan 1941 ca. 1% millj. kr. á ári.
Auk ])ess er síklarafli vélbáta frá Ólafs-