Sveitarstjórnarmál - 01.06.1945, Qupperneq 10
6
SVEITARSTJÓRNARMÁL
staðarréttinda. Ekki var uppástunga l>essi
tekin alvarlega, en þótti þó strax athug-
andi. Reynt var að fá afnumið það ákvæði
hafnarlaganna, að bakábyrgð sýslusjóðs
þyrfti til handa ríkissjóði. Sú leið reynd-
ist ekki tiltækileg. Til þess að ltoma hafn-
armálinu í framkvæmd var því ekki fær
önnur ieið en sú að slíla Ólafsfjarðar-
hrepp úr tengslum við Eyjafjarðarsýslu,
þ. e. að gera Ólafsfjörð að sérstöku lög-
sagnarumdæmi. Fjölmennir borgarafund-
ir voru haldnir um málið og þar sam-
þykkt einróma að skora á hreppsnefnd
að vinna að því eftir mætti, að Ólafsfjörð-
ur fengi kaupstaðarréttindi. Þingmenn
kjördæmisins fluttu því haustið 1944 á
Alþingi frv. til laga uin bæjarstjórn í Ól-
afsfirði, og náði það samþykki Alþingis
sem lög nr. (50 31. október 1944, og öðluð-
ust þau gildi 1. janúar s. 1.
Er bæjarstjórn Ólafsfjarðar skipuð 7
mönnum, og fóru fyrstu bæjarstjórnar-
kosningarnar fram (5. janúar s. 1.
Jafnframt því, að unnið var að því að
afla Ólafsfirði bæjarréttinda, var athug-
að, hverjir möguleikar væru á því að
vinna að hafnargerð árið 1944, eins og
fyrirhugað var. Var þá leitað til Alþingis
og þar samþykkt í marz 1944 þingsálykt-
unartillaga þess efnis, að ríkisstjórninni
heimilaðist að kaupa efni til hafnargerð-
arinnar fyrir allt að 200 þús. kr. Var þá
ætlazt til, að Ólafsfjarðarhreppur hefði
útvegað fé til þess að innleysa efnið, þeg-
ar það kæmi til landsins, svo að ríkissjóð-
ur þyrfti enga fjárhagslega byrði að hafa
af því. Auk þess þurfti Ólafsfjarðarhr.
lánsfé til greiðslu vinnulauna og annars
kostnaðar. Var þvi boðað lil horgarafund-
ar í Ólafsl'irði til þess að ræða málið.
Var þar samþykkt að reyna að fá 300 þús.
kr. lán, og bundust menn samtiikum um
að ábyrgjast slíkt lán allir fyrir einn og
einn fyrir alla. Rituðu samtals 107 menn
undir slikt ábyrgðárskjal. Útibú Búnaðar-
banka Islands á Akureyri lánaði pening-
ana, en greiðast skyldu þeir að ári liðnu.
Var málið því fjárhagslega leyst í bili, og
var því unnið að háfnargerð s. 1. sumar
eins og ekkert hefði í skorizt. Eins og áð-
ur segir, er ábyrgð sýslusjóðs Eyjafjarð-
arsýslu nú ekki lengur nauðsynleg, og
strandar hafnarmálið því ekki á henni
framvegis.
Síðustu árin hafa Ólafsfirðingar gert
ýmislegt lil þess að gera kauptúnið sem
byggilegast. Þegar vérst vegnaði fyrir út-
gerðinni, var hafin ræktun á landi við
kauptúnið, þótl jarðvegur sé ekki vel fall-
inn til ræktunar. Eiga allmargir kaup-
staðarbúar því kýr og kindur. í árslok
1942 tók til starfa í Ólafsfirði 250 hestafla
vatnsaflsrafstöð. Er orkuverið um 2 km
frá kaupstaðnuiii, og auk þess njóta raf-
orkunnar 2 sveitabæir. Minnsl álíka mikil
vatnsorka er enn óvirkjuð í nánd við
kaupstaðinn.
Tæpa 4 km frá kaupstaðnum eru lindir
með rúml. 50° heitu vatni. Hefur heita
vatnið verið leitt lil kaupstaðarins, og eru
næstum öll hús kaupstaðarins hituð upp
með því. Hitaveita Ólafsfjarðar tók til
starl'a s. 1. haust. Var henni ætlað að full-
nægja liitaþörf húsa í allt að 5° frosti, og
virðist hún fyllilega ætla að uppfylla þær
vonir. Út hitaveitunni er einnig veitt vatni
í 8X25 metra sundþró í útjaðri kaup-
staðarins.
Ólafsfjörður er fjöllum luklur á alla
vegu, nema lil norðausturs, er veit að sjó.
Byggðin er ekki í neinu bílvegaáambandi
við aðrar byggðir landsins. Er þó auð-
velt að Ieggja veg milli Ólafsfjarðar og
Stiflu í Skagafjarðarsýslu, og er líklegt,
að vegasamband fáist á þessu ári eða
næsta; þar sem Alþingi hefur nú veitt ríf-
lega fjárhæð í því skyni. Ólafsfjarðar-
kaupstaður er aðeins (5 k.m frá fjölförn-
ustu skipaleið norðanlands, en þó liafa
livorki skip Eimskipafélags Islands né
strandferðaskip ríkissjóðs ált þangað á-
ætlun. Mestallar vörur til Ólafsfjarðar
fara lil Akureyrar og eru síðan fluttar til
ólafsf jarðar með mótorbátum. Þannig er
einnig um fólksflutninga. Verður ekki
ráðin bót á þessu fyrr en hafskipabryggja
verður gerð í Ólafsfirði.
Ólafsfjörður hefur fengið hæjarréttindi