Sveitarstjórnarmál - 01.06.1945, Qupperneq 14
10
SVEITARST.IÓRNARMÁL
Álagning útsvara.
Útsvarslögin hafa nú verið gefin úl
með þeim breytingum, sem á þeim hafa
verið gerðar að undanförnu. Endurskoð-
un hefur þó engin farið fram á ])eim, sem
þó þyrfti, og álagningarreglur eru þar
engar gefnar.
Hefur oft verið um það spurt, hvort
ekki séu til neinar fastar reglur um álagn-
ingu útsvara, en því verður þar til að
svara, að svo er ekki. Hreppsnefndum og
niðurjöfnunarnefndum ber að leggja á
„eftir efnum og ástæðuin“, og er þeim því
í sjálfsvald sett, hvernig þær fara að
þessu.
Þó er það nú.orðið svo í kaupstöðum
og stærri kauptúnum, að niðurjöfnunar-
nefndir hafa búið sér til fastar reglur að
fara eftir, og er lítið vikið frá þeim, nema
sérstaklega standi á. Má segja, að þessir
„útsvarsstigar" séu nokkuð svipaðir alls
staðar, þó að Reykjavikurstigarnir séu
að ýmsu fullkomnastir.
Árið 1944 voru kauptúnin beðin um að
senda útsvarsstiga sína til mín, og gerðu
mörg þeirra það. Hef ég yfirfarið þá og
athugað nokkuð.
Vegna fram kominna óska margra odd-
vita og hreppsnefndarmanna hirtast hér
þrír slíkir útsvarsstigar, og hafa tveir
þeirra að vísu verið birtir áður, en einn
þeirra — Húsavikurstigann hefur odd-
viti leyft að birta.
Elest sveitarfélög hafa ekki hirt út-
svarsstiga sína, og veldur þar sjálfsagt
meslu u.m, að þau eru að þreifa sig áfram
til þess að fullkomna þá svo sem unnt er.
Mjög er nauðsynlegt, áður en nánari
löggjöf yrði sett um útsvarsálagninguna
sjálfa, að sveitarfélögin hefðu átt þess
kost að reyna að samræma útsvarsstiga
sína sem hezt, og fyrir því birti ég hér
þessa þrjá stiga, ef það gæti flýtt fvrir
slíkri samræmingu.
Um álagningu í sveitum er nokkuð öðru
máli að gegna. Þar hafa enn þá rajög ó-
víða myndazt fastar reglur svo kunnugt sé
og meira því um „handahófsálagningu“
svokallaða að ræða þar. Er þó hin mesta
nauðsyn á því, að þar verði fundnar fast-
ar reglur til að fara eftir ekki siður en í
kaupstöðum og kauplúnum.
Mjög athyglisverð grein birtist 12. apríi
s. 1. um álagningu útsvara í sveitum i
blaðinu ,,I)egi“ á Akureyri. Höfundur
greinarinnar er Jónas Pétursson hóndi og
hreppsnefndar.maður á Hranastöðum í
Eyjafirði. Tel ég grein þessa eitt hið allra
athyglisverðasta, sem á síðari árum hefur
verið skrifað um þessi mál, og mikil nauð-
syn er á því, að hreppsnefndir athugi vel
þær tillögur, sem þar eru fram bornar.
Birtist því grein Jónasar Péturssonar
hér í heild eins og hún kom í ,,Degi“ og
með leyfi höfundarins. J. G.
Tekjur sveitarfélaganna.
Löggjöfin um tekjur sveitarfélaganna
er ekki mikil fyrirferðar.
Aðaltekjur þeirra eru svo sem kunn-
ugt er útsvörin, en auk þess er þeim heim-
ilt að leggja á fasteignaskatt. Er sá tekju-
stofn nokkuð notaður í kaupstöðum og
kauptúnum, en litið í öðruin sveitarfé-
lögum.
A þingi því, er lauk nú í marzbyrjun,
var gerð nokkur breyting á hvorum
tveggja þeirra laga, sem aðallega fjalla
um tekjur sveitarfélaganna, og tel ég því
rétt að hirta lög þessi i „Sveitarstjórnar-
málum“ eins og þau eru nú, og eru þá all-
ar eldri breytingar einnig færðar inn í
texta laganna.
./. G.