Sveitarstjórnarmál - 01.06.1945, Blaðsíða 15
S VEITA R STJ Ó R N AR M Á L
11
Jónas Pélursson:
r
Utsvörin og álagning þeirra.
I.
Nú líður óðum að því, að hreppsnefnd-
irnar fari að jafna niður útsvörum fyrir
yfirstandandi ár. Tel ég því heppilegt að
taka nokkuð til athugunar, hvernig útsvör
eru almennt lögð á. Allir, sem við þau
mál hafa fengizt, hafa vafalaust komizt
að raun um, að þar er um vandamál að
ræða. Útsvarslögin kveða svo á, að útsvör
skuli lögð á „eftir efnum og ástæðum“,
með nokkrum nánari skýringum. Má
segja, að sá rammi, sem lögin þannig
mynda, sé allrúmur. Er þó hér um mál
að ræða, sem skiptir borgarana allmiklu,
og því furðulítið aðhald, sem hrepps-
nefndum er veitt með lögunum, og lítil
trygging fyrir útsvarsgreiðendurna, að
rétt og sanngjarnlega verði lagt á. Nema
útsvörin víðast það háum upphæðum, að
verulegu máli skiptir, að þau raunveru-
lega hvíli á eftir efnum og ástæðum. Ýms-
ar hreppsnefndir hafa nú á síðari árum
farið að skapa sér grundvöll, byggðan á
skattaframtölum, til að miða útsvörin við.
Þetta hefur þó vfirleitt verið allmikið á
reiki og sumar hreppsnefndir jafnvel
livggt að mestu á „tilfinningum“ sinum.
Við kynni mín af þessum málum nú
hin siðari ár hefur mér orðið æ ljósara,
eftir því sem ég' héf kynnzt útsvarsálagn-
ingum betur, að það ástand, sem nú ríkir
í þessum málum, er algerlega óviðunandi.
Er það jafnt, hvort sem skoðað er frá
þeirri hlið, er snýr að útsvarsgreiðendum
og því öryggisleysi, sem í útsvarslögun-
uin er fólgið, eða frá sjónarmiði hrepps-
nefndanna og þess vanda, sem þeim er á
hendur fenginn, án þess að þeim séu
sköpuð viðunandi skilyrði til þess að geta
Ieyst hann. Eg hef smátt og smátt verið
að reynp að brjóta þetta mál til mergjar
og skapa grundvöll, er væri sem næst al-
gildur, og álagningarkerfi, sem fæli í sér
flest þau frávik, sem „ástæður" útsvars-
greiðendanna krefjast. Hef ég nú stað-
næmzt við ákveðið kerfi, sem ég tel þess
vert að kynna og mun leggja áherzlu á,
að verði almennt tekið í notkun við út-
svarsálagningu, svo framarlega að ekki
komi fram rökstudd gagnrýni á þvi, sem
sannfæri mig um, að kerfið sé ónothæft.
Það skal nú þegar tekið fram, að ég hef
hér einkuin í huga útsvör i sveitum og þá
l'yrst og fremst álagningu á hændur. Það
er allmiklu auðveldara að leggja útsvör á
þá, sem lifa á laununi, heldur en á at-
vinnurekendur. Eg hef fyrst og fremst um
þessi mál hugsað frá sjónarmiði hrepps-
nefndarmanns í sveit, enda hygg' ég, að
sama kerfi geti gilt í höfuðdráttum fyrir
alla atvinnurekendur og þó enn frekar
lyrir álagningu á einhlevpl fólk, se.m hef-
ur tekjur sínar mestmegnis i kaupi, hvorl
sem það býr í sveitum eða kaupstöðum.
II.
Þá skal fyrst athuguð álagning á bænd-
ur. Eg tel, að Ieggja béri útsvar á jarð-
irnar, þar sem þær eru hinir raun-
verulegu tekjustofnar. Ber þá að iniða við
fasteignamat og leggja pro mille gjald á
þær. Geri ég ráð fyrir, að hreppsnefndirn-
ar byrji á þvi að ákveða, hve mikið út-
svar skuli hvílá' á hverri jörð, og ber á-
búanda (eða ábúendum) að greiða það.
Tel ég hæfilegt að ákveða 2—10 af þús-
undi í flestum tilfellum. Verða hreiips-
nefndirnar að meta þetta, án tillits til
þess, hv.ernig eða hver býr á jörðinni, en
miða eingöiigu við gæði jarðanna, hvern-
ig þær liggja við.samgöngum, hversu hæg
aðstaða er til húrekstrar, og ef einhver
sérstök hlunnindi fylgja, t. d. jarðhiti eða
jiess háttar. Slíkar jarðir eiga vitanlega að