Sveitarstjórnarmál - 01.06.1945, Page 21
SVEITARSTJÓRNARMÁL
17
Skuldir iier að draga frá lausafé.i nema
e. t. v. veðskuldir.
Að lokum eru svo hreinar tekjur, sem
útsvörin eiga að hvila að langmestu leyti
á. Frá nettótekjum á skattskrá her að
draga hæfilegan framfærslueyri fyrir þá,
ef einhverjir eru, sem útsvarsgreiðandi
hefur á framfæri sínu. Hve hár sá frá-
dráttur á að vera, getur verið álitamál.
Mér virðist, að hæfilegt sé 2 þús. kr. fyrir
konu og ca. 1500 fyrir aðra, sem eru á
framfæri, og það jafnt þótt þeir séu farnir
að vinna fyrir sér, ef þeir aðeins ekki eru
framteljendur sjálfir. Frádráttur fyrir
skólanemendur verður þó að vera all-
miklu hærri, einkum við æðri skóla, ef
nemendur telja ekki fram sjálfir. En
hversu hár sá frádráttur er ákveðinn, fer
vitanlega eftir verðlagi á hverjum tíma.
og er hér miðað við núverandi ástand. Má
þó vel vera, að ég tiltaki hér fullháan frá-
drátt. Persónufrádrætti má sleþpa.
V.
Þegar þetta hefur verið reiknað út,
koma fram útsvarsskyldar tekjur. Er þá
fengin „efna“hlið tekjuálagningarinnar.
En þá getur verið um að ræða ýmsar
„ástæður“, sem ekki koma fram í skatta-
framtölum. Má þar fyrst og fremst nefna
veikindi. Verulegur sjúkrakostnaður, þar
sem sjúkrasamlög eru ekki, mun að vísu
oftast tekinn til frádráttar við skatt. En
auk þess hafa veikindi ætíð í för með sér
erfiðleik og stríð, sem sjálfsagt er að tak'a
til greina. Tel ég heppilegast, að hrepps-
nefndir meti útsvarsgreiðanda hæfilegar
ibætur í slíkum tilfellum, sem dragist
einnig frá tekjum, áður en þær koma til
álagningar. Fleiri óhöpp en sjúkdóma
getur verið um að ræða, t. d. bruna eða
óvenjuleg vanhöld á búfé eða tap á jarð-
argróða. Slíkt kemur að vísu alltaf fram
í tekjuframtali (brunatjón undanskilið í
þessu sambandi), en óbeinn skaði, erfið-
leikar og óþægindi fylgja þó oftast, sem
ég' tel einnig rétt að meta hætur fvrir lil
frádráttar á tekjum áður en þær koma til
álagningar. Þarf að gæta þess, að fullt
f í'-.v-H ',m MRVfejlJ j, ... ;
. ">1
samræmi sé í slíkum hótiún óg fyrir-
hygg.ja, að persónuleg sjónarmið geti þar
, komið til greina.
Þá ber að taka tillit lil aldurs. Ekki er
sanngjarnt, að gamlir menn beri jafnt út-
svar og fullfærir menn al' söinu efnum.
Ég tel sanngjarnt að lara að taka tillit til
aldurs eftir sextugt. Útsvör inanna 60—6ó
ára væri hæfilégt að afreikna með 10%,
65—70 ára með 20%, 70—75 ára með 30
—40% og 75 ára og eldri með 50—60%,
ef útsvör á svo gamla .menn koma annars
til greina. Getur þó verið um stóreignir
að ræða og tekjur af þeim, sem óforsvar-
anlegt er að sleppa. Á sama hátt verður
að leggja lægra á mjög unga gjaldendur.
Hæfilegur væri 10% frádráttur á útsvari
fyrir hvert ár undir 21 árs aldri, en
úr því ekki sanngjarnt að Veita ivilnun
fyrir aldur. Þannig greiðir 20 ára maður
90% af fullu útsvari, 19 ára 80%, 18 ára
70% o. s. frv. niður í 15 16 ára aldur', éii
sjaldan mun álagning koma lil greina á
yngri. Skólanemendur verða vfirleitt jít-
svarsfriir. Þó getur verið um svo mikla
eign eða tekjur að ræða, að álagning sé
réttmæt, og er þá réttast að draga raun-
Yerulegan skólakoslnað frá tekjum, eða
leggja á eigu, ef hún er veruleg og tekjur
nægilegar fvrir námskostnaði.
Þegar menn hafa lokið námi, jjótt full-
tiða séu, er ósanngjarnt að leggja fullt út-
svar á strax næsta ár. Hæfilegt væri, að
þeir greiddu þá 75%, annað ár 90% og
fullt úr því, án tillits til aldurs. Það mun
algengast, að skólanám gangi allnærri
nemendum fjárhagslega, svo að segja má,
að þeir séu „i sárum“, og þær ástæður er
iétl að taka til greina.
Það getur komið til álita, hvort draga
sltal frá tekjum, áður en útsvar er reikn-
að út, útsvar og lekjuskatt greitt árið áð-
ur. Eg geri Jjó ekki ráð fyrir því hér frem-
ur en við ákvörðun tekjuskatts. Skal ég
þó játa, að ekki væri Jiað ósanngjarnt.
Margar fleiri ástæður geta vitanlega
komið til greina, enda verður tæplega við
öllu séð fvrir fram. En flestar ástæður á
að vera hiegt að fella inn í kerfi, sein