Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1945, Síða 51

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1945, Síða 51
SVEITARSTJ ÓRNARM ÁL 47 Stofnþing sveitarfélagasambandsins. í fyrsta hefti „Sveitarstjórnarmála", er út kom í septembermánuði 1941, var drep- ið á nauðsyn þess, að sveitarstjórnar- menn efndu til félagsskapar með sér til þess að ræða sameiginlega málefni sveit- arfélaganna, auka viðkynningu sveitar- stjórnarmanna og hafa meiri sameigin- leg áhrif á gang slíkra mála l. d. á Al- þingi. Þessari hugmynd minni var vel tekið, og þegar á næsta ári, 1942, skrifaði einn af bæjarfulltrúum Neskaupstaðar, Jó- hannes Stefánsson, mjög vel rökstudda grein hér í ritið um nauðsyn þessa máls. Benti hann á, að hetra mundi að koma málinu i framkvæmd, ef sveitarfélögin sjálf mynduðu sambandið og sendu full- trúa á það, enda mundi það þá standa traustari fótum fjárhagslega. Má óhætt fullyrða, að þessi grein hafi vakið menn til frekari umhugsunar um nauðsyn þessa máls. Kom þar og, að bæjarstjórnirnar í Reykjavík og Hafnarfirði buðust til þess að tilnefna sinn .manninn hvor í undir- búningsnefnd til að koma á fót slíku sam- bandi. Þáverandi félagsmálaráðherra, Jó- hann Sæmundsson, tjáði sig og samþykk- an því, að ég tæki sæti í nefndinni af hálfu ríkisstjórnarinnar. Um störf nefndarinnar er óþarft að fjölyrða að sinni, verður að Hkindum gerð grein fyrir starfsemi hennar í næsta hefti eða þegar frá störfum væntnnlegs stofn- þings verður skýrt. Nú hefur stofnþing sveitarfélaganna verið kvatt saman hinn 11. júní n. k., og verður það sett í alþingishúsinu í Rvík. Helztu dagskrárliða er getið í auglýsingu á öftustu síðu. Mjög A-æri ánægjulegt, ef sem flest sveitarfélög sæju sér fært að senda full- trúa til stofnþingsins. ,7. G. „Sveitarstjórnarmáb4. Með útkomu þessa heftis verður sú breyting á „Sveitarstjórnarmálum", að ég hætti að vera útgefandi þeirra, en það hef ég verið frá því þau hófu göngu sina 1. september 1941. Þá varð það að sam- komulagi, að nokkur styrkur yrði til rits- ins veittur árlega frá Jöfnunarsjóði, með- an það gæti ekki borið sig fjárhagslega. Mér varð það æ Ijósara, að ætti ritið að ná tilgangi sínum, þurfti það að verða miklu stærra og fjölbreyttara en ég hafði gelað gert það, og því tilkynnti- ég féjags- málaráðherra nú um áramótin síðuslu, að ég mundi ekki lengur geta haldið því út af eigin rammleik, en lagði til, að það yrði gefið út af eftirliti bæjar- og sveitarfélaga hér eftir og skrifstofa mín annaðist rit- stjórnina. Féllst ráðherrann á þessa breytingu, og mun ritið hér eftir verða miklu stærra en verið hefur, og ber Jietta hefti Jæss þegar merki. Mjög væri æskilegt, að þeir sveitar- stjórnarmenn, se.m áhuga hafa á einhverj- um þáttum sveitarmálefnanna, sendi mér greinar um þau, og mun ég láta birta þær í ritinu alveg án tillits til þess, hvort þær eru mér að skapi eða ekki, þar sem ég tel ritið hér eftir eiga að verða al- mennan vettvang lil skvnsamlegra og kurteislegra umræðna um sveitarstjórn- armál. Ritstjórnina hef ég á hendi áfram, og er það ætlun mín, að „Sveitarstjórnar- mál“ verði framvegis þannig úr garði gerð, að þau flytji alhliða fræðslu um málefni sveitarfélaganna. Vænti ég að fá til ]>ess notið samstarfs allra þeirra, er ]>essi mál láta sig nokkru skipta. J. G. Mvndin á kápunni er frá Ólafsfirði. Úikisprontsmiðjan fiutenbcrt;.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.