Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1945, Blaðsíða 51

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1945, Blaðsíða 51
SVEITARSTJ ÓRNARM ÁL 47 Stofnþing sveitarfélagasambandsins. í fyrsta hefti „Sveitarstjórnarmála", er út kom í septembermánuði 1941, var drep- ið á nauðsyn þess, að sveitarstjórnar- menn efndu til félagsskapar með sér til þess að ræða sameiginlega málefni sveit- arfélaganna, auka viðkynningu sveitar- stjórnarmanna og hafa meiri sameigin- leg áhrif á gang slíkra mála l. d. á Al- þingi. Þessari hugmynd minni var vel tekið, og þegar á næsta ári, 1942, skrifaði einn af bæjarfulltrúum Neskaupstaðar, Jó- hannes Stefánsson, mjög vel rökstudda grein hér í ritið um nauðsyn þessa máls. Benti hann á, að hetra mundi að koma málinu i framkvæmd, ef sveitarfélögin sjálf mynduðu sambandið og sendu full- trúa á það, enda mundi það þá standa traustari fótum fjárhagslega. Má óhætt fullyrða, að þessi grein hafi vakið menn til frekari umhugsunar um nauðsyn þessa máls. Kom þar og, að bæjarstjórnirnar í Reykjavík og Hafnarfirði buðust til þess að tilnefna sinn .manninn hvor í undir- búningsnefnd til að koma á fót slíku sam- bandi. Þáverandi félagsmálaráðherra, Jó- hann Sæmundsson, tjáði sig og samþykk- an því, að ég tæki sæti í nefndinni af hálfu ríkisstjórnarinnar. Um störf nefndarinnar er óþarft að fjölyrða að sinni, verður að Hkindum gerð grein fyrir starfsemi hennar í næsta hefti eða þegar frá störfum væntnnlegs stofn- þings verður skýrt. Nú hefur stofnþing sveitarfélaganna verið kvatt saman hinn 11. júní n. k., og verður það sett í alþingishúsinu í Rvík. Helztu dagskrárliða er getið í auglýsingu á öftustu síðu. Mjög A-æri ánægjulegt, ef sem flest sveitarfélög sæju sér fært að senda full- trúa til stofnþingsins. ,7. G. „Sveitarstjórnarmáb4. Með útkomu þessa heftis verður sú breyting á „Sveitarstjórnarmálum", að ég hætti að vera útgefandi þeirra, en það hef ég verið frá því þau hófu göngu sina 1. september 1941. Þá varð það að sam- komulagi, að nokkur styrkur yrði til rits- ins veittur árlega frá Jöfnunarsjóði, með- an það gæti ekki borið sig fjárhagslega. Mér varð það æ Ijósara, að ætti ritið að ná tilgangi sínum, þurfti það að verða miklu stærra og fjölbreyttara en ég hafði gelað gert það, og því tilkynnti- ég féjags- málaráðherra nú um áramótin síðuslu, að ég mundi ekki lengur geta haldið því út af eigin rammleik, en lagði til, að það yrði gefið út af eftirliti bæjar- og sveitarfélaga hér eftir og skrifstofa mín annaðist rit- stjórnina. Féllst ráðherrann á þessa breytingu, og mun ritið hér eftir verða miklu stærra en verið hefur, og ber Jietta hefti Jæss þegar merki. Mjög væri æskilegt, að þeir sveitar- stjórnarmenn, se.m áhuga hafa á einhverj- um þáttum sveitarmálefnanna, sendi mér greinar um þau, og mun ég láta birta þær í ritinu alveg án tillits til þess, hvort þær eru mér að skapi eða ekki, þar sem ég tel ritið hér eftir eiga að verða al- mennan vettvang lil skvnsamlegra og kurteislegra umræðna um sveitarstjórn- armál. Ritstjórnina hef ég á hendi áfram, og er það ætlun mín, að „Sveitarstjórnar- mál“ verði framvegis þannig úr garði gerð, að þau flytji alhliða fræðslu um málefni sveitarfélaganna. Vænti ég að fá til ]>ess notið samstarfs allra þeirra, er ]>essi mál láta sig nokkru skipta. J. G. Mvndin á kápunni er frá Ólafsfirði. Úikisprontsmiðjan fiutenbcrt;.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.