Sveitarstjórnarmál - 01.12.1953, Qupperneq 3
SVEITAESTJORNARMAl
13. ÁRGANGUR
3.—4. HEFTI
TÍMARIT UM MÁLEFNI ÍSLENZKRA SVEITARFÉLAGA
UTGEFANDI: SAMBAND ÍSLENZKRA SVEITARFELAGA
ÁBYRGDARMAÐUR: JONAS GUÐMUNDSSON
Ritnefnd: Jónas Guðmundsson, Karl Kristjánsson, Þorsteinn Þ. Vig-
lundsson, Björn Guðmundsson og Erlendur Björnsson.
Utanáskrift: SVEITARSTJÓRNARMÁL, Pósthólf 1079, Reykjavik.
FRÁ SAMBANDSSTJÓRN
i. Skrifstofa sambandsins.
Skrifstofa sambandsins er nú flutt í ný
húsakynni í Búnaðarbankahúsinu við Aust-
urstræti 5 í Reykjavík. Ilefur stjóm sam-
bandsins og stjóm Bjargráðasjóðs Islands tek-
ið þar sameiginlega á leigu þrjú herbergi,
sem notuð eru fyrir skrifstofur beggja og
skiptist kostnaðurinn jafnt milli þeirra.
Þar sem sambandið hefir ekki lengur sér-
stakan framkvæmdastjóra, er fastur skrifstofu-
tími aðeins frá 9—12 f. h. alla virka daga,
nema laugardaga.
Sambandsstjómin ætlast til þess að þeir
bæjarstjórar, oddvitar og aðrir sveitarstjóm-
amienn, sem til Revkjavíkur koma og sveit-
arstjórnarmálum hafa þar að sinna, komi á
skrifstofuna og njóti þar þeirrar fyrirgreiðslu,
sem hún getur veitt þeim. Þar geta þeir átt
aðgang að síma, vélritun og annarri þeirri
frrirgreiðslu, sem oddvitum og bæjarstjór-
um kemur oft vel að geta átt kost á hér í
bænum, auk þess sem skrifstofan mun veita
þeim hverja þá fyrirgreiðslu aðra, sem liún
getur þeim í té látið.
í ráði er að búa eitt af herbergjunum
þannig, að þar geti aðkomnir sveitarstjóm-
armenn haft athvarf á skrifstofutímanum og
starfað að málum sínum. Það er eitt af verk-
efnunr sambandsins að stuðla að fyrirgreiðslu
í þessum efnum og með tímanum eiga sveit-
arstjórnarmenn utan af landi, sem erindi eiga
að reka í Reykjavík, að geta gengið að sér-
stöku skrifstofuherbergi með síma hjá skrif-
stofu sambandsins til þess að geta þar sinnt
málum sínum.
2. Árg/öld 1953.
Sambandsstjórn minnir sveitarfélögin, sem
í sambandinu eru, á, að gjalddagi árgjaldsins
fyrir árið 2953 var r. október s. 1. Flest sveit-
arfélaganna hafa nú þegar greitt árgjöld sín
til sambandsins, en þau fáu, sem enn eru
eftir, eru hér með beðin að greiða árgjaldið
eigi síðar en í janúarmánuði 1954 til þess að
komizt verði hjá að telja nokkur árgjöld
ógreidd við reikningslok.
3. FuJJtrúaráðsfundur.
Á fundi 2. nóv. s. 1. ákvað stjómin að fresta
fulltrúaráðsfundinum, sem halda átti á s. 1.
hausti, með tilliti til þess, að þá lá ekkert
fyrir um það, livers mætti vænta um nýja
tekjulöggjöf fyrir sveitarfélögin, en það er
aðalmálið, sem ráðgert var að fjallað skvldi
um á fundinum. Stjórnin hafði samráð nm
þetta við nefnd þá, sem falið var að boða
til bæjarstjórafundar haustið 1953, en einnig