Sveitarstjórnarmál - 01.12.1953, Síða 4
2
SVEITARST J ÓRNARMÁL
hún frestaði að kalla þann fund saman af
sömu ástæðum. Héðan af mun því fulltrúa-
ráðsfundur og bæjarstjórafundur ekki koma
saman fyrr en að afloknum kosningunum í
janúarlok er nýir bæjarstjórar hafa verið
kjömir. Verður þetta nánar tilkynnt full-
trúaráðsmönnum með sérstöku bréfi sam-
bandsstjómar.
4. Ný tekjulöggjöf fyiii sveitafélögin.
Á sameiginlegum fundi fulltrúaráðs og
bæjarstjóra haustið 1952 var kosin 5 manna
nefnd til þess að semja frumvarp að lögum
um tekjustofna sveitarfélaga.
Nefnd þessi hefir starfað nokkuð, en telur
þó rétt að bíða með samningu heildarfrum-
varps þar til séð er hverjar tillögur koma í
febrúar eða rnarz n. á frá milliþinganefnd A!-
þings, sem nú starfar að endurskoðun út-
svars og skattalaganna.
Nefnd sveitarstjórnarsambandsins átti
fund með milliþinganefndinni í nóvember
s. 1. og ræddu nefndimar endurskoðun þeirr-
ar löggjafar, sem tekjur sveitarfélaga bvggjast
nú á, og hverjar leiðir væru þar helst færar til
skjótra úrbóta.
Á fundinum benti nefnd sveitarstjómar-
sambandsins á eftirfarandi atriði, en um þau
eru allir nefndarmenn í þeirri nefnd sam-
mála:
1. að nauðsyn sé nýrrar heildarlöggjafar um
tekjur sveitarfélaga.
2. að sú heildarlöggjöf þurfi annað hvort
að vera bvggð þannig upp, að sveitar-
félögunum verði ætlaðir fleiri tekjustofn-
ar en beinn skattur einn sarnan, eða af
þeim verði létt að verulegum hluta þeim
byrðum, sem þau bera nú.
3. að hverfa verði frá þeirri stefnu, sem
fylgt hefir verið, að undanþiggja ýmiss
konar rekstur og fvrirtæki útsvari til
sveitarstjóma, en í stað þess að taka upp
þá stefnu, að allir gjaldþegnar greiði
nokkurt útsvar til sveitarsjóða, en taka
í lög ákvæði, sem takmarka rétt til álagn-
ingar við ákveðið hámark.
4. að lítil líkindi séu til þess, að fljótlega
verði samin og komist til framkvæmda,
ný heildarlöggjöf um tekjur sveitarfé-
laga, þó menn séu sammála um þörf
hennar, þar sem slík löggjöf þarfnast
mikils undirbúnings, og mundi óhjá-
kvæmilega hafa í för með sér breytingar
á ýmissi annarri löggjöf. Af þessum
ástæðum er eðlilegast, að nú verði gerðar
þær lrreytingar einar, er leysa vandræði
sveitarfélaganna í bili, en jafnframt
verði unnið áfram að samningu nýrrar
heildarlöggjafar.
Bráðabirgðaráðstafanir, sem nefnd sveitar-
félagasambandsins taldi, að gæti komið til
álita, voru m. a. þessar:
1. að fella niður tekju- og eignaskatt til
ríkissjóðs, en við það rnundu sveitarfé-
lögin fá aukna möguleika til að hækka
enn útsvörin, án þess að gjaldendum yrði
íþyngt frá því sem er. (Tekjusk. til ríkis-
sjóðs er ca.47 millj., útsvör ca. 160 millj.).
2. að ákveða, að nokkur hluti sölu-
skattsins renni til sveitarfélaganna og
skiptist milli þeirra eftir ákveðnum regl-
um. (Sölusk. ca. 87 millj.; Yi = 29
millj.).
3. að sveitarsjóðirnir verði losaðir við gjöld-
in til almannatrygginganna, önnur en
gjöldin til sjúkrasamlaganna. (Heildar-
útgjöld vegna 114. gr. almtr.laga eru 19
millj.).“
Að svo stöddu verður ekkert um það sagt
hvort nokkurt tillit verður tekið til þeirrar
afstöðu senr þarna kemur frarn, en allir, sem
við sveitarstjórnarmál fást, eru nú að kom-
ast á þá skoðun, að óhjákvæmilegt sé að
taka tekjulöggjöf sveitarfélaganna til algerrar
endurskoðunnar og nýskipanar.