Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1953, Page 9

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1953, Page 9
SVEITARST J ÓRNARMÁL 7 sem ekki verður giskað á fyrirfram, hver þörf verður á fé til að fullnægja áminnstu mark- miði sjóðsins, og er því eigi unnt að gera áætlun um vöxt hans, þá er fram líða stundir. Fari svo, að ekki þurfi til hans að taka fleiri ár í röð, svo að hann komist á fastan fót og aukist jafnt og þétt, er þar með fengið álit- legt veltufé til arðvænlegra framkvæmda. Enda ekki óhugsandi, að fjármagn sjóðsins mætti að einhverju leyti nota sem tryggingu fvrir stofnun nytsemdarfyrirtækja, er annars væri örðugt að koma á fót. En þá gæti einnig komið til mála að létta gjaldinu af almenn- ingi og láta vextina duga sjóðnum til eflingar. Um efni frumvarpsins og aðalstefnu þykir að öðru leyti nægja að skírskota til hinna ítarlegu skýringa og röksemda, er felast í áminnstum álitsskjölum nefndarinnar í Efri deild. Við einstakar greinar frumvarpsins hef- ur nefndin ekkert verulegt að athuga. Þó skal þess getið, að upphaf 1. gr. virðist fremur eiga við samfastan lagabálk en sérstakt lagaboð um afmarkað efni. Þá er það og tillaga nefndar- innar, að niðurlag fyrra liðs 1. gr. sé felt burt, en í þess stað tekið upp ákvæði um, að til- gangur sjóðsins sé ekki aðeins að veita hjálp í hallæri, heldur einnig að afstýra því. Enn- fremur hefur sú orðið niðurstaðan að bæta við 1. gr. skilgreining á orðinu „hallæri“. Og loks þvkir betur við eiga að nefna sjóðinn Bjargráðasjóð og breyta öðrum nöfnum í sam- ræmi við það.“ í Neðri-deild verða, eins og í Efri-deild, nokkur átök um málið. Aðalfyrirsvarsmaður þess þar er Ólafur Briem, en harðast berst þar í gegn frumvarpinu Guðmundur Eggerz sýslumaður, 2. þm. Sunnmýlinga. Lárus H. Bjarnason, 1. þm. Reykjavíkur, er einnig andvígur frumv. og gerir margar tilraunir til að koma því fyrir kattamef. Þ. á m. bar hann fram rökstudda dagskrá um að vísa því til stjómarinnar, er skyldi hafa leitað álits sýslu- nefnda og bæjarstjórna um málið fyrir næsta Alþingi. Nærri lá, að dagskrártillaga þessi yrði málinu að falli, því að hún var felld með aja atkvæða mun. Meiri hluti deildarmanna fyldi málinu og taldi það gott mál og vitur- legt. í Neðri-deild voru gerðar margar breytingar á frumvarpinu og voru tvær merkilegastar. Önnur var sú, að nafni sjóðsins var breytt. Fannst Neðri-deildarþingmönnum hallæris- nafnið ekki sem ákjósanlegast, enda kallaði Guðmundur Eggerz fylgjendur frumvarpsins „hallæriskrákur“. Bar nefndin fram þá breytingartillögu, að nafni sjóðsins skyldi breytt og hann nefndur „bjargráðasjóður", sem er ólíkt fegurra nafn. Var það sam- þykkt í einu hljóði. Ekki verður séð af um- ræðum, hver átti hugmyndina að hinu nýja nafni sjóðsins, en hún er bæði á þingskjali nefndarinnar (625) og á sérstöku þingskjali, sem Kristinn Daníelsson ber fram með breyt- ingartillögum við frumvarpið (676). Með þessari breytingu fékk frumvarpið allt annan svip og yfirbragð enda má nú segja, að eftir það sé andstaða gegn því í Neðri-deild hv.orki mikil né sterk. Hin aðalbreytingin, sem Neðri-deild gerði á frumvarpinu var sú að hverfa með öllu frá nefskattinum og lækka gjaldið úr einni krónu á karl og 60 aurum á konu, í 25 aura gjald af hverju mannsbami, ungu sem gömlu í hverju sveitarfélagi, og skyldi gjaldið greiðast úr sveitarsjóði og leggjast á með útsvörum. Ríkissjóður skyldi einnig greiða sama gjald 25 aura af hverjum manni í landinu. — Svo breytt fór frumv. aftur til Efri-deildar með 15 gegn g atkvæðum. í Efri-deild kom málið nú til einnar um- ræðu hinn 11. sept. 1913 og hafði Guðmund- ur Bjömsson framsögu. Hafði nefndin, sem áður fjallaði um það þar í deildinni nú gefið út eftirfarandi álit, sem dagsett er 10. sept. 1913: „Neðri deild hefur gert eina efnisbreytingu

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.