Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1953, Side 13

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1953, Side 13
SVEITARST J ÓRNARMÁL 11 anna og varð vel ágengt. í árslok 1940 er hagur sjóðsins þannig, að skuldlaus eign hans er 1 millj. og 312 þús. krónur og er eigna- aukningin á árinu aðeins 8276 krónur. Sést af þessum tölum, að sjóðurinn hefur aðeins vaxið um rúmar 300 þúsund krónur á ára- tugnum 1930 til 1940. í árslokin 1941 féllu síðustu leifar „band- ormsins" úr gildi og hófust þá á ný greiðslur á bjargráðasjóðsgjaldi bæði frá ríkissjóði og sveitarsjóðum. Þegar „bandormurinn" féll úr gildi og greiðslur til Bjargráðasjóðs hófust að nýju, 1942, var þess ekki gætt að breyta árgjaldinu til sjóðsins, eins og sjálfsagt hefði verið fvrst sjóðnum var ætlað að starfa áfram, og færa tillögin til hans til samræmis við það verð- gildi, sem peningar höfðu þá fengið. Gjald- ið hélzt þá óbreytt áfram, þ. e. 25 aurar af íbúa frá hverju sveitarfélagi og sama upp- hæð úr ríkissjóði. í árslokin 1943 er eign Bjargráðasjóðs ís- lands þessi: 1. Eignir séreignarsjóðs: a) Innstæða í bönkum .... kr. 889.264,54 b) í útlánum............... — 54.058,51 c) í Kreppulánasjóðsbréfum — 57.320,00 Samtals kr. 1.000.643,05 2. Eignir sameignarsjóðs: a) Innstæða í bönkum .... kr. 515.726,02 b) í útlánum............... — 12.222,00 c) í Kreppulánasjóðsbréfum — 13.900,00 Samtal kr. 541.848,02 Samanlögð eign beggja deilda sjóðsins er þannig í árslok 1943 .............. — 1.542.491,00 Á þessum árum er það, sem bankamir lækk- uðu svo vexti á innstæðufé, að vaxtatekjur op- inberra sjóða hverfa nálega með öllu. Árið 1939 eru vextir af þáverandi inneign Bjarg- ráðasjóðs í bönkum kr. 36562,91 en 1944 eru vextir ekki nema kr. 26100,66 af all miklu hærri innstæðu. Eftir 1944 var því horfið að því að festa nokkurn hluta af fé sjóðsins í ríkistryggð- um skuldabréfum til þess að vinna upp vaxtatapið. VII. Árið 1946 var félagsmálaráðuneytið stofn- að og tók það þá við þeim félagsmálum, sem áður voru hjá atvinnumálaráðuneytinu. Þar á meðal var Bjargráðasjóður íslands. Hann var þó ekki afhentur félagsmálaráðuneytinu fyr en á árinu 1948. Voru eignir sjóðsins í árslokin 1947 eins og hér segir: 1. Séreignasjóður: a) Innstæður í bönkum .. kr. 1.194.322,35 b) í útlánum — 24.105,00 Samtals ■kr. 1.218.427,35 2. Séreignasjóður: a) Innstæða í bönkum ... . kr. 548.554,06 b) í útlánum — 3.450,oo c) í ríkistr. skuldabréfum .. — 154.200,00 Samtals kr. 706.204,06 Alls var eign sjóðsins þá .. kr. 1.924.631,41 Á árinu 1949 var nokkuð um það rætt að leggja Bjargráðasjóð niður og skipta upp eign- um lians eða leggja þær til einhverrar styrkt- arstarfsemi í landinu. Allir, sem um mál hans fjölluðu, voru á einu máli um, að annað hvort

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.