Sveitarstjórnarmál - 01.12.1953, Page 14
12
SVEITARSTJÓRNARMÁL
þyrfti að auka tekjur sjóðsins og fá honum
ný verkefni eða að leggja hann niður og fara
með eignir hans eins og að frarnan segir.
Höfundur þessara greinar var þá skrifstofu-
stjóri í félagsmálaráðuneytinu og formaður
í stjórn sjóðsins, en með mér voru í stjóm-
inni Bjarni Ásgeirsson, sendiherra, þáverandi
alþingism.og formaður Búnaðarfélags íslands,
og Davíð Ólafsson fiskimálastjóri. Ræddum
við um, hvað gera skyldi og auk þess ræddi ég
málið við þáverandi forsætis- og félagsmála-
ráðherra Stefán Jóh. Stefánsson og síðar við
Steingrím Steinþórsson forsætis- og félags-
málaráðherra. Urðu allir ásáttir um, að
rétt væri að fara þá leið, að auka tekjur sjóðs-
ins all \'crulcga frá því sem þær voru, með það
h’rir augum að sjóðnum vrði fengið aukið
verkefni síðar.
Hinn 9. janúar 1950 lagði ég svo fram í
stjórn sjóðsins frumvarp að nýjum lögum
fyrir Bjargráðasjóð íslands. Aðalatriði fmrnv.
var, að sjóðurinn skyldi eftirleiðis fá í árleg-
ar tekjur 2 krónur af íbúa hverjum í sveitar-
félögum og sömu upphæð frá ríkissjóði í stað
25 aura frá hvorum þeirn aðila áður. Stjórn
sjóðsins skyldi framvegis vera skipuð þrem
mönnum í stað 5 áður og ráðherra var heim-
ilað að ákveða með reglugerð nánar um rekst-
ur sjóðsins og starfrækslu, þá var og útláns-
reglunum breytt nokkuð. Hins vegar var með
frumvarpi þessu ekki lagt til að lilutverki
sjóðsins yrði breytt í neinurn verulegum at-
riðum. Bjarni Ásgeirsson tók að sér flutning
frumvarpsins og kom því í gegnum þingið.
Það varð að lögum 22. febrúar 1950 og voru
lögin staðfest af forseta 2. marz sama ár.
Með lögum þessurn var Bjargráðasjóði ís-
lands forðað frá því að verða lagður niður og
á þau má líta sem fvrsta sporið á nýrri leið
fyrir þennan gamla og að mörgu leyti merki-
lega sjóð, sem rniklar vonir voru bundnar við
í upphafi, en sem enn hafa ekki rætzt í sam-
bandi við hann nema að sára litlu leyti.
VIII.
Með breytingunni, sem gerð var á lögum
Bjargráðasjóðs íslands árið 1950, jukust tekj-
ur sjóðsins um rúma V2 milljón króna á ári.
Árin 1948, 1949 og 1950 voru ein hin rnestu
harðæri, sem komið hafa hér á landi á
síðustu áratugum. Var þá leitað mjög til
sjóðsins um hjálp af harðindasvæðunum og
auk þess tekin lán handa honum til við-
bótar, gegn tryggingum í verðbréfum lians
og innstæðum.
Voru þannig á árinu 1950 veitt úr sjóðnum
vaxtalaus lán til sveitarfélaga á harðinda-
svæðunum að upphæð 570 þús. krónur og á
sama ári voru veittar óendurkræfir styrkir til
sveitarsjóða að uppliæð 112 þús. krónur. Ár-
ið 1951 voru veitt vaxtalaus lán að upphæð
214 þús. krónur og styrkir að upphæð 67500
krónur.
Samtals veitti sjóðurinn þannig þessi tvö
ár tæpa eina milljón króna í vaxtalaus lán og
óafturkræfa styrki til harðærissvæðanna, og
var það veruleg hjálp, þótt hún reyndist
ekki fullnægjandi á þeim slóðum sem hallærið
varaði lengst og varð þungbærast.
Bjargráðasjóðurinn liefur einnig reynt að
greiða frarn úr fjárhagsvandræðum ýmissa
kauptúna, sem átt hafa í miklum fjárhags-
legum örðugleikum, með því að kaupa af
sveitarfélögum þessum ríkistry'ggð skulda-
bréf, sem þeim hefur gengið örðuglega að
selja annars staðar nema með miklum afföll-
um.
Frá stofnun Bjargráðasjóðs íslands árið
1914 og fram til ársins 1948 — eða á 35 ár-
um — hafði sjóðurinn náð að verða aðeins
2 milljónir króna. Á þeim 5 árum, sem síðan
eru liðin hefur hann hins vegar vaxið um aðra
eins upphæð og er nú við áramótin 1953—
1954, á fertugsafmæli sínu, rúmar 4 nn’II/ónir
króna.