Sveitarstjórnarmál - 01.12.1953, Side 15
SVEITARST J ÓRNARMÁL
13
Jónas Guðmundsson
fvrrv. skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu.
Fyrsti forstjóri Bjargráðasjóðs íslands.
IX.
Hinn 2. nóvember 1951 var Bjargráðasjóði
sett reglugerð samkvæmt heimild í lögum
sjóðsins, og 8. febrúar 1952 gerði stjórn sjóðs-
ins tillögu til ráðherra um að skilja sjóðinn
frá félagsmálaráðuneytinu og setja honum
sérstakan forstjóra. Með bréfi félagsmála-
ráðherra, dags. 29. febrúar 1952, var höfund-
ur þessarar greinar skipaður forstjóri Bjarg-
ráðasjóðs frá 1. ágúst 1952 að telja. Brevtngin
kom þó ekki til framkvæmdar fyrr en 1.
febrúar 1953.
Bjargráðasjóður íslands er nú staddur á
vegamótum. Innan fárra ára verður hann orð-
inn all fésterkur sjóður með öruggar tekjur.
En verksvið hans þarf að víkka til rnuna frá
því sem nú er. Rétt er og nauðsynlegt að
safna nokkru fé í sjóð sem grípa má til, þegar
tjón verður af náttúruvöldum, sem ekki er al-
mennt hægt að tryggja sig fyrir með neinum
hætti. Það hlutverk á því Bjargráðasjóður ís-
lands að hafa um alla framtíð. Rétt væri
einnig að fela honum ýmsa sjóði, er
hafa svipað hluhærk, til umsjónar cg
framkvæmda, en nú eru í annara um-
sjá, og sjálfsagt er að taka upp þann
hátt að láta þau hallærislán og þá hallæris-
hjálp, sem ríkissjóður lætur af liendi rakna
eða stvður, fara um hendur bjargráðastjórnar-
innar og fela Bjargráðasjóði alla vörzlu sh'kra
lána, innheimtu og skil til ríkissjóðs. En
þetta, sem nú var nefnt, ætti að mínum
dómi aðeins að vera önnur hliðin á starfsemi
Bjargráðasjóðs íslands. í framtíðinni ætti
hann að geta orðið lánastofnun sveitarfélag-
anna sjálfra. Með ýmsum hætti mætti auka
fjármagn hans og gera mætti sjóðnum skylt
að veita sveitarfélögum, sem þess þvrftu,
árleg rekstrarlán og annast fyrir þau lántökur
og ýmsa aðra fjárhagslega fvrirgreiðslu, sem
samrýmst gæti annari starfsemi hans.
Ekkert af þessu verður gert að óbreyttum
lögum sjóðsins, en nú á fertugsafmælinu, er
hinn rétti tími fyrir sveitarstjómarmenn að
taka mál þetta til rólegrar yfirvegunar, því
að þá mætti vel svo fara, að á fimmtugsafmæli
sjóðsins hefðu sveitarfélögin eignast sterka og
örugga lánsstofnun þar sem er Bjargráðasjóð-
ur íslands. Mun ég undirbúa mál þetta fvrir
næsta landsþing Samb. ísl. sveitafélaga svo
það geti orðið rætt þar.