Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1953, Qupperneq 16

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1953, Qupperneq 16
14 SVEITARSTJÓRNARMÁL Þing AlþjóSasambands sveitarfélaga í Vínarborg. ALÞJÓÐASAMST ARF UM SVEITARSTJÓRNARMÁL. Fjörutíu ár eru nú liðin síðan The Inter- national Union of Local Authorities eða Alþjóðasamband sveitarfélaga (skammst. IULA) var stofnað, árið 1913. Tilgangur þess var frá upphafi að rannsaka og ræða þau áhuga- og vandamál, sem sveitarfélög eiga sameiginleg, hvar sem er um heirn, og að vera jafnframt tengiliður rnilli þeirra í allri viðleitni, sem að því lýtur, að efla al- þjóðasamstarf um sveitarstjórnannál. Með þessi markmið fyrir augum heldur al- þjóðasambandið, IULA, þing annað hvert ár, og sitja þau fulltrúar þeirra sveitarfélaga- sambanda og borga sem aðild eiga að al- þjóðasambandinu. Á þessu ári hélt það þing í Vínarborg dagana 15.—20. júní. Eins og ávallt áður var það mjög fjölsótt, og áttu eftirtalin lönd þar fulltrúa: Austurríki, Belgía, Kanada, Danmörk, írland, Finnland, Frakk- land, Þýzkaland, England, Indland, ísrael, Ítalía, Japan, Lúxenrburg, Holland, Noreg- ur, Súdan, Svíþjóð, Sviss, Tyrkland, Banda- ríkin og Júgóslavía. Alls sátu þingið unr 800 fulltrúar, auk margra gesta, sem boðið hafði verið, þar á meðal einurn frá Sameinuðu þjóðunum. Þingið var haldið í ráðhúsi Vínarborgar, glæsibyggingu, sem reist var á árunum 1872- 1883 og er sérstaklega vel til slíks þinghalds fallin. Hinn stóri, fagri salur ráðhússins rúm- aði vel alla fulltrúa og gesti; og önnur her- bergi, sem þeir áttu erindi í, voru öll um- hverfis fundarsalinn eða í þægilegu nágrenni við hann, þar á meðal skrifstofa þingsins, bankaútibú, póstafgreiðsla, einkaskrifstofa og annað Jress háttar. Allur undirbúningur og skipulagning þingsins var til f\'rirmyndar. í sjálfu ráð- húsinu áttu fulltrúarnir kost fjölda túlka; en auk þess gat hver þeirra hlustað í sírna á ræðuhöldin, þýdd á hvert þeirra þriggja tungumála þingsins, sem þeir helzt óskuðu: ensku, þýzku eða frönsku. Setning þingsins fór frarn með hátíðlegum hætti 15. júní, og voru ýmsir Jrekktustu ráð- herrar Austurríkis viðstaddir hana. Eftir að ein bezta hljómsveit Austurríkis hafði leikið nokkur lög, bauð borgarstjóri Vínarborgar, Frantz Jonas, sem jafnframt er forseti banda- lags austurríska kaupstaðasambandsins, Jringfulltrúana velkomna. Benti borg- arstjórinn í ræðu sinni á, að Vínarborg hefði orðið f}'rír miklum búsifjum á Jressari öld, sumpart af tveimur lieimsstyrjöldum, sum- part af fasismanum; en ótrautt væri unnið að því að sigrast á afleiðingum þessara áfalla Hin mörgu hús, sem eru í smíðurn, hið end- urvakta menningarlíf og þær framtíðaráætl- anir, sem gerðar liafa verið, sýna lífsjrrótt Vínarborgar, sagði borgarstjórinn. Trú vor á bjartari framtíð hennar er jafnóhagganleg og tryggð vor við lýðræðið. Sjálfa setningarræðu þingsins flutti Theo- dor Kömer, forseti Austurríkis. Lét hann í ljós gleði sína yfir því að geta boðið svo marga sveitarstjórnarmenn, hvaðanæva af hnettinum, velkomna til Austurríkis. Benti forsetinn á Jrau mörgu hlutverk, sem sveitar- félögunr væru ætluð og kvaðst vona, að þingið rnætti eiga verulegan Jrátt í að sýna fram á, hvemig þau hlutverk yrðu bezt leyst af hendi. í hátíðarræðu, sem var síðasta ávarp þing- setningarfundarins, gerði forseti IULA, dr.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.