Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1953, Síða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1953, Síða 21
SVEITARST J ÓRNARMÁL 19 að tilkoma þeirra raski ekki styrkleikahlut- föllurn flokkanna. Samsvarandi bæjarstjórnarforseta eða hreppsnefndaroddvita á Norðurlöndum er svokallaður „rnayor" eða „chairman" á Englandi, „Lord Mayor" í stórborgunum. Er hann kjörinn til eins árs í senn. Hann fær engin föst laun frekar en aðrir trúnaðar- menn, sem kjörnir eru úr hópi fulltrúanna; en allir fá þeir greiddan ferðakostnað, sem þeir hafa af störfum sínum, svo og takmarkað endurgjald þess tekjumissis, sem þeir verða f)rir vegna þeirra. í stórborgunum er „Lord Mavor“ þó að jafnaði greitt nauðsvnlegt risnufé. Eins og á Norðurlöndum fara öll helztu sveitarstjórnarstörf á Englandi fram í nefnd- um, „committees." Surnar þeirra eru skyldu nefndir svo sem fjárhagsnefnd, „finance committee"; en fastar nefndir eru einnig bygginganefnd, „housing committee“, heil- brigðismálanefnd, „public health commit- tee“, o. s. frv. Þar að auki eru settar nefndir í hin margvíslegustu mál, sem að kalla; og þar eð einnig ber við, að þær kjósa undir- nefndir úr sínum hóp, vill oft svo fara, að bæjarfulltrúar og hreppsnefndarmenn á Englandi verði að eyða flestum frístundum sínurn í nefndum, engu síður en stallbræður þeirra á Norðurlöndum. Til þess að afla fjár fyrir útgjöldum hafa bæjarfélög og sveitarfélög á Englandi svipuð ráð og á Norðurlöndum. Þau jafna niður útsvörum, fá ríkisframlög og taka lán. En ensku útsvörin miðast við allt annað en út- svörin á Norðurlöndum. Á Englandi eru allar lóðir, lendur, byggingar og aðrar fast- eignir metnar til verðs, eins og fasteignir hjá norrænum þjóðurn; fer það mat fram á fimm ára fresti, þótt niðurstaða þess sé kallað „árlegt verðmæti“, „annual value“, og er lagt til grundvallar útsvarinu, sem nemur til tekn- urn hundraðshluta af matsverðinu. Frádrátt- ur er þó leyfður fyrir vissum kostnaði, svo sem viðgerðum og váttyggingum. Ríkisframlög, „grant-in-aid“, eru veitt til flestrar þjónustu bæjar- og sveitarfélaganna. Ríkframlagið til lögreglunnar, sem á Eng- landi er á vegum bæjar- og sveitarfélaga eins og á Norðurlöndum, nernur um 50% alls kostnaðar við hana; til skólahalds nemur það 30—65% kostnaðarins, — fer innan þeirra takmarka eftir því, hver þörfin er á hverjum stað. En fyrir slík framlög áskilur ríkið sér rétt til þess að hafa nákvæmt eftirlit með mál- um bæjar- og sveitarfélganna, — einnig þeirn, sem ríkið á ekki nema lítilfjörlegan þátt í að standast kostnað af. Eitthvað hefir þótt bera á því, að ríkisframlögin hefðu sína agnúa, eins og þeim er nú háttað, — rynnu ekki æv- inlega til þess, sem mest þörf er á; þannig á það að hafa komið fyrir að bæjar- og sveit- arfélög hafi af ótta við að missa ríkisframlag, sem bið gæti orðið á að fengist aftur, flýtt sér að byggja nýja lögreglustöð, þótt miklu meiri þörf væri á því, að reisa nýtt skólahús. Hvað lántökur bæjar- og sveitarfélaga á Eng- landi áhrærir, virðast þær vera miklu meiri en að minnsta kosti sumstaðar á Norður- löndum. Sérhvert fulltrúaráð hefur heimild til þess að taka lán; en leita verður það hverju sinni samþykkis þess ráðuneytis, sem vaka skal yfir fyrirhuguðum framkvæmdum fyrir lánsféð. Er það að vísu oftast auðsótt þar eð ríkisvaldið leggur áherzlu á, að bæjar- og sveitarfélögin beri sjálf sem mestan hluta kostnaðarins af þeirn umbótum, sem þau ráðast í. Ríkiseftirlitið með málum bæjar- og sveitar- félaganna er að mestu leyti í höndum sér- staks ráðuneytis, „The Ministry of Housing and Local Govemment.“ Það samsvarar sum- part innanríkismálaráðuneyti, sumpart félags- málaráðuneyti á Norðurlöndum og hefur ineðal annars æðstu umsjón með öllum íbúð- arhúsabyggingum enskra bæjar- og hrepps-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.