Sveitarstjórnarmál - 01.12.1953, Síða 22
20
SVEITARST J ÓRNARMÁL
félaga. Að öðru leyti verða þau að snúa sér
beint til hvers þess ráðuneytis, sem þau eiga
mál undir að sækja, til „Ministry of Educ-
ation,“ er um skólamál er að ræða, o. s. frv.
Flest ráðuneytin hafa svokallaðar „héraðs-
skrifstofur“ hingað og þangað urn landið, og
afgreiða þær öll minniháttar mál í umhverfi
sínu; en hin mikilvægari verður að leggja
fyrir aðalskrifstofur ráðuneytanna í White-
liall í London. Einn þátt eftirlitsins með
sveitarfélögunum annast að sjálfsögðu dóm-
stólarnir, sem verða að skera úr því, hvenær
sem krafist er, hvort þau hafi farið út fyrir
valdsvið sitt eða ekki.
Auk sóknanna, sem að vísu hafa ekki öðr-
um starfskröftum á að skipa en þeim, sem
fórnfúsir trúnaðarmenn þeirra leggja fram af
frjálsum vilja, hafa bæjar- og sveitarstjórnir
Englands fjölmennt starfslið í þjónustu sinni.
Talið er að það nemi meira en milljón
manna, og að þar af séu 150.000 við sjálf
sveitarstjórnarstörfin. En það er ekki nema
skammt síðan öllu þessu fjölmenni voru
sköpuð nokkurn veginn samræmd kjör,
er svokölluð „Whitley Councils" voru stofn-
uð; en það eru eins konar samninganefndir,
sem báðir aðilar, vinnuveitandinn og starfs-
fólkið, eiga fulltrúa í. Starfsmennirnir, í
þrengra skilningi þess orðs, eru flestir félags-
bundnir í „The National Association of
Lokal Government Officers“ (skammstafað
NALGO.) Það samband hefur meðal margs
annars átt frumkvæði að námskeiðum og
bréfaskiptum með það fyrir augum að gera
starfsmennina hæfari til hlutverks síns.
Hliðstæð bæjar- og sveitarstjórnarumdæmi
hafa einnig gert með sér bandalög og staðið
að upplýsinga- og fræðslustarfi meðal starfs-
fólksins. En því fer enn fjarri að þau banda-
lög séu orðin eins athafnasöm og áhrifarík,
meðal annars gagnvart ríkisvaldinu, og þau
sambönd sveitarstjóma, sem nú eru starfandi
á Norðudöndum. Þau eru þó í örum vexti
og þróun.
*
Þessu yfirliti verður kannski ekki betur
lokið en með því að drepa aðeins á þau
umhugsunarefni sem nú eru efst á baugi í
enskum sveitarstjórnarmálum. Það kann að
vera þeim mönnum, sem við sveitarstjórnar-
mál fást á Norðurlöndum, til nokkurs gam-
ans, að fá að vita, að þótt enskir starfsbræð-
ur þeirra tali aðra tungu, þá eru það þó í
aðalatriðum sömu mál, sem þeir eru að
velta fyrir sér. Á sundurliðun ríkisframlags-
ins til sveitarstjórnarmála á Englandi hefur
þegar verið minnst. Þeir vilja helzt fá því
breytt í heildarframlag svo að þeir hafi fram-
vegis frjálsari hendur en áður til að verja
því til þess, sem mest þörf er á. Enskir trún-
aðarmenn á sviði sveitarstjórnarmála eru
einnig farnir að sjá nauðsyn þess að afla sér
aukinnar kunnáttu og hæfni til móh'ægis
gegn sívaxandi áhrifum starfsmannaliðsins.
Mörgum þykir sem sjálfstjórn bæjar- og sveit-
arfélaga standi töluverð hætta af aukinni í-
hlutun ríkisvaldsins síðan stríðinu lauk. Um
allt þetta er nú rætt á Englandi, þó að brevt-
ingar á skipun sveitarstjómarmála þar séu
ekki taldar aðkallandi. Menn eru og vanir
þvi á Englandi, að hugsa málin, og hugsa
málin vel, áður en horfið er frá því, sem
gamalt er, til þess að taka upp nýja háttu.
(Þýtt úr
Svenska Landskommunernas tidskrift.)