Sveitarstjórnarmál - 01.12.1953, Page 25
SVEITARST JÓRNARMÁL
23
Fiá Vestmannaeyjahöfn.
kvæmdanna, svo að dugar flestum með mik-
illi eigin vinnu og fjölskyldunnar.
RAFMAGNSMÁLIN.
í Vestmannaeyjum er dieselrafstöð, tek-
in í notkun fyrir þrem árum. Ilún kostaði á
6. milljón króna. Þar eru tvær vélasamstæður.
Á s.l. vori brotnaði önnur vélasamstæðan,
svo að ekki liefir enn þótt svara kostnaði að
byggja hana upp aftur. Eftir óhapp þetta var
útlitið all ískvggilegt i rafmagnsmálum Eyj-
anna. Öll rafmagnsframleiðslan til alrnenn-
ings nota varð að hvíla á einni vélasamstæðu
allt s. 1. sumar og alltaf er einu auganu hætt.
Fiskvinnslustöðvamar fullnægja sér sjálfar
með eigin rafmagnsframleiðslu.
Á s. 1. sumri tókst bæjarstjórn að festa kaup
á nýrri rafvélarsamstæðu, sem tekin var í not-
kun í októhennánuði. Hún kostaði um í
milljón króna og þótti það sérstakt tækifæris-
kaup.
Nú er stefnt að því að festa kaup á þriðju
vélasamstæðunni til aukningar og öiyggis
rafmagnsframleiðslunni í bænum. Jafntramt
er unnið að því að fá lagðan rafstreng milli
lands og Evja og tengja Eyjamar þannig
virkjun Sogsins. Allur sjávarhotninn milli
lands og Eyja og austur fyrir þær hefur nú
verið rannsakaður í þessu skyni og kortlagð-
ur. Samkvæmt niðurstöðum þeirra rann-
sókna mun rafstrengurinn lagður austan við
úteyjarnar Bjarnarey og Elliðaey og tekinn í
land austan á Heimaey sunnanverðri. Þá ligg-
ur strengurinn á mjúkum sjávarbotni. Ann-
arsstaðar reynast vera hraunsnagar, stallar og
bríkur á hafsbotni um hverfis Heimaey, svo
að strengnum er þar rnikil hætta búin.
Ætlazt er til, að rafstöðin í Eyjum verði
bæði ábætis- og öryggisstöð, eftir að Eyj-
arnar taka að fá rafmagn frá virkjun Sogsins.
Þorsteinn Þ. Víglundsson.