Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1957, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1957, Blaðsíða 17
SVEITARSTJÓRNARMÁL 13 Tekjur almannatrygginga 1954—1956. 1954 1955 1956 Þús. kr. Þús. kr. Þús. kr. Iðgjöld hinna tryggðu 34.544 36.803 42.308 Iðgjöld atvinnurekenda 26.583 29.096 33.779 Framlag sveitarféiaga 20.895 23.799 Framlag ríkissjóðs 35.250 39.829 44.732 Iðgjöld og framiög alls 116.285 126.622 144.618 Úr tryggingasjóði (tekjulialli) 2.745 — — Alls 119.030 126.622 144.618 Ath. Auk hreinna iðgjalda eru talin til tekna iðgjöld, færð úr afskriftasjóði. Yfirlitið um tekjur sýnir einnig mikla aukningu tekna á árinu 1956. Vegna grunn- hækkunar elli- og örorkulífeyris voru grunnupphæðir iðgjalda og framlaga ákveðnar 6% hærri 1956 en 1955. Eins og að framan er getið, var engin breyting gerð á tekjuhlið almannatrygg- inga 1956 með hinuin nýju lögum. Auka- fjárveiting ríkissjóðs nam 6,2 millj. króna 1956, en hafði numið 6 millj. króna 1955 og 3 millj. króna 1954. Með fjárhæðinni 1954 er talið framlag ríkissjóðs vegna 5% hækkunar elli- og örorkulífeyris, sem ákveð- in var í árslok 1954 og látin ná til þess árs. Af iðgjöldum atvinnurekenda námu ið- gjöld til slysatrygginga 8,4 millj. króna 1954, 9,0 millj. króna 1955 og 9,6 millj. króna 1956. Sést af því, að á árinu 1956 hafa iðgjöld skv. 112. gr. laganna frá 1946 aukizt mjög vegna fjölgunar vinnuvikna þrátt fyrir hina löngu og víðtæku vinnu- stöðvun, sem varð vorið 1955 og hafði því áhrif á afkomu ársins 1956. í heild verður afkoman 1956 að teljast góð og heldur betri en 1955. Bæði þessi ár hefur orðið nokkur tekjuafgangur, en 1954 varð hins vegar halli á tryggingunum, en hann stafaði fyrst og fremst af áðurgreindri hækkun elli- og örorkulífeyris, sem látin var ná til ársins 1954, þótt ekki hefði verið gert ráð fyrir þeim útgjöldum í tekju- áætlun. í tryggingasjóði voru í árslok 1956 23,4 millj. króna og í varasjóði 72,3 millj. króna. Tillag ríkissjóðs til sjúkrasamlaga (þ. e. 1/3 greiddra iðgjalda) nam árið 1954 8,4 millj. króna, 1955 9,6 millj. og 1956 12,6 millj. króna. Þetta er gífurleg aukning, og á árinu 1957 á þessi fjárhæð enn eftir að hækka verulega. Áhrifin af þeim breytingum, sem gerðar voru á lögunum 1956, koma ekki að fullu fram á ofangreindu yfirliti. Breytingar þær, sem urðu 1. apríl 1956, koma að sjálfsögðu ekki með fullum þunga fyrr en á reikningi ársins 1957, og auk þess komu til lram- kvæmda í ársbyrjun 1957 mikilvæg ákvæði. Má þar fyrst nefna breytt ákvæði um tekjur trygginganna. Þá má og nefna hækkun elli- og örorkulífeyris skv. 23. gr. laganna og hækkun fæðingarstyrks. Sjúkradagpening- ar verða greiddir af sjúkrasamlögum, en líf- eyrisdeikl Tryggingastofnunarinnar mun þó hafa áfram útgjöld af þessum lið, senr koma sem framlag hennar til sjúkrasam- laga.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.