Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1957, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1957, Blaðsíða 19
SVEITARSTJÓRNARMÁL 15 hafa leitað, öryrkjum og öðrum, eftir því sem tök voru á. Hefur þannig vísir að hag- nýtri leiðbeiningarstarfsemi fyrir öryrkja þróazt jafnhliða athugununum. Til þessa hafa nefndar athuganir nær ein- göngu snert þá, sem búsettir eru í Reykja- vík. Ekki hefur verið ráðizt í að sækja þá heim svo nokkru nemi, sem búa úti á landi. Fáeinir öryrkjar utan af landi, sem liafa viljað leita sér vinnu eða stunda nám, hafa þó leitað hingað og óskað eftir leiðbeining- um og ýmissi fyrirgreiðslu. Reynt hefur verið að liðsinna þeim eftir því sem að- stæður leyfðu. II. Hverju er þá hægt að svara fyrrneíndum spurningum? Er endurhæfingar þörf eða annarra ráðstafana í atvinnulegu tilliti vegna einhvers hluta öryrkjanna og hvernig má þá endurhæfing fara fram? (Ég mun nota orðið endurhæfing sem þöðingu á orð- inu „rehabilitation", en það er samheiti fyr- ir hverskonar ráðstafanir, sem beitt er að því marki og gera öryrkja vinnufæra, velja þeim starf og koma þeim til starfa). Meðal þeirra, sem metnir hafa verið 50— 100% öryrkjar og njóta örorkubóta í Reykjavík, eru nokkrir, sem þarfnast end- urhæfingar. Skiljanlega er það þó tiltölu- lega lítill hluti þeirra. Margir öryrkjanna eru af heilsufarslegum ástæðum algerlega óvinnufærir til frambúðar, liverra kosta sem völ væri til endurhæfingar. Svo er t. d. með roskið fólk, sem þjáist af sumum hrörn- unarsjúkdómum, algera fávita, suma geð- sjúklinga og ýmsa fleiri. Allmargir öryrkj- ar hafa fengið eitthvað að starfa eða eru þannig settir félagslega, að starfsorka þeirra nýtist eins vel og á verður kosið. Svo er t. d. með konur, sem hafa fyrir heimili að sjá eða annast börn sín, og menn, sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur, bifreiðaakstur, verzlun, iðnað o. fl. Þeir, sem bagaðir eru af völdum berklaveiki, en þeir eru margir, um það bil 25% allra öryrkja í Reykjavík, virðast oftast fá tækifæri til að nota starfs- krafta sína eftir því sem geta leyfir. Er það að þakka ráðstöfunum þeim, sem gerðar hafa verið til endurliæfingar berklasjúkl- inga og flestum mun kunnugt um. Sumir berklasjúklingar, og raunar fleiri, eru líka aðeins metnir öryrkjar og njóta örorkubóta um stundarsakir, en verða bráðlega færir til starfa á ný, án þess að ráðstafanir séu gerðar til endurhæfingar. Nú hafa verið nefndar helztu ástæður þess að öryrkjar þarfnast ekki aðstoðar í atvinnulegu tilliti. Erfitt er að áætla fjölda þeirra, sem þarfnast betri aðstöðu til end- urhæfingar. í Reykjavík mun það þó varla vera meira en 10% þeirra, sem metnir eru öryrkjar og njóta örorkubóta á hverjum tíma. Er þá miðað við, að atvinnuástand sé svipað því, sem verið hefur undanfarin 2—S ár. Auðvitað bætist við þennan hóp árlega, og hann endurnýjast smátt og smátt. Ekki er vitað, hve miklu sú viðbót nemur árlega, en það atriði er einmitt í athugun um þessar mundir. Af því, sem nú hefur verið sagt, vil ég vara menn við að draga þá ályktun, að end- urhæfingar kunni að vera lítil þörf eða vinnuvandamál öryrkja sé leyst á fullnægj- andi hátt. Því fer mjög fjarri. Þótt ekki þörfnuðust meira en 5% allra öryrkja á landinu endurhæfingar, væri það stór hóp- ur. Þjóðfélaginu er hver einstaklingur, sem starfað getur, dýrmætur, og einstaklinginn skiptir það meiru máli en flest annað, hvernig hann getur varið þeirri einu æfi, sem hann á yfir að ráða. Hér eru heldur ekki öll kurl komin til grafar. Margir aðrir en þeir, sem njóta ör- orkubóta, þarfnast endurhæfingar. Er þar um að ræða unglinga innan 16 ára, fólk,

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.