Sveitarstjórnarmál - 01.08.1957, Blaðsíða 6
2
SVEITARSTJÓRNARMÁL
flutti Bjarni Benediktsson, fyrrverandi
ráðherra erindi: Þróun Reykjavíkur. —
Klukkan 2 sama dag var tekið fyrir annað
mál dagskrárinnar: Umferðamál í mið-
liluta höfuðborganna og var L. Estrup
borgarstjóri í Kaupmannahöfn framsögu-
maður. Til máls tóku auk framsögumanns:
Kaj-Erik Österson, bæjaráðsfultrúi í Hels-
ingfors, Audén Th. Baastad, forstjóri,
Osló, Albert Aronsson, forstjóri, Stokk-
hólmi, Sigurjón Sigurðsson, lögreglustjóri,
Reykjavík og Börge Schmidt, skjalavörð-
ur, Kaupmannahöfn. — Urn kvöldið var
veizla ríkisstjórnarinnar í Þjóðleikhús-
kjallaranum.
Laugardaginn 17. ágúst hófst fundur
klukkan 10 fyrir hádegi. Þá var tekið fyrir
þriðja mál dagskrárinnar: Notkun einka-
rekstursforms við úrlausn á viðfangsefn-
um bæjarfélaga. Framsögumaður var Erik
Huss, fjármálaborgarstjóri í Stokkhólmi.
Aðrir ræðumenn voru: L. O. Johnson,
borgarritari, Helsingfors, Sigvald Munk,
yfirborgarstjóri, Kaupmannahöfn, Rolf
Stranger, bæjarstjórnarforseti, Osló, Bárð-
ur Daníelsson, verkfræðingur, Reykjavík,
Hjalmar Mohr, borgarstjóri, Stokkliólmi
og Brynjolf Bull, hæstaréttarlögmaður,
Osló. Þegar umræðum var lokið um þetta
mál heimsótti ráðstefnan Bæjarútgerð
Reykjavíkur og skoðuðu fulltrúar fyrir-
tæki liennar og starfsemi. Klukkan 2 hófst
fundur að nýju og var þá tekinn fyrir
fjórði liður dagskrárinnar: Ráðstafanir
bæjarfélaga við úrlausn lnisnæðajsvanda-
mála. Framsögumaður var Jóhann Haf-
stein, bankastjóri, Reykjavík. Aðrir ræðu-
menn voru J. A. Kivistö, borgarstjóri, Hels-
ingfors, Julius Hansen, borgarstjóri, Kaup-
mannahöfn, Brynjolf Bull, hæstaréttarlög-
maður, Osló, Gösta Wennström, borgar-
stjóri, Stokkhólmi, og Werner Erichson,
skrifstofustjóri, Osló. Að umræðum lokn-
um þennan dag lieimsótti ráðsteínan Þjóð-
minjasafnið. Þar tók Kristján Eldjárn þjóð-
minjavörður á móti fulltrúunum, flutti er-
indi um safnið og sýndi Jreim það.
Á sunnudaginn 18. ágúst, en það var af-
mælisdagur Reykjavíkur, skoðuðu fulltrú-
arnir borgina og umhverfi hennar. Fóru
fulltrúarnir mjög víða og stóð þessi kynn-
ing borgarinnar yfir í sex klukkustundir.
Um kvöldið bauð bæjarstjórn ráðstefn-
unni til veizlu.
Á mánudaginn, 19. ágúst, fóru fulltrú-
arnir í ferðalag til Þingvalla, Sogsfossa og
Hveragerðis. Miðdegisverður var í Valhöll,
en kvöldverður í Skíðaskálanum í Hvera-
dölum.
Á þriðjudaginu 20. ágúst var fundur
haldinn klukkan 10 og var ráðstefnunni þá
slitið. Klukkan 5 heimsóttu fulltrúarnir
forseta íslands að Bessastöðum, en um
kvöldið var lialdið kveðjuhóf að Hótel
Borg.
Á ráðstefnunni voru engar samþykktir
gerðar né ályktanir, fremur en venja hef-
ur verið á fyrri ráðstefnum, en fulltrúarn-
ir fylgdust vel með umræðunum og fram-
lögðum álitsgerðum um þau viðfangsefni,
sem hér hafa verið nefnd og ráðstefnan tók
til meðfrðar, og munu þeir hver að sínu
leyti rannsaka nánar þær upplýsingar og þá
gagnkvæmu reynslu, sem fengizt hefur.
Skal þess og getið að fyrir ráðstefnuna hafði
verið aflað ýtarlegra upplýsinga frá öllum
höfuðborgunum um dagskrárefnin og
munu þær ásamt umræðunum verða gefn-
ar út í sérstöku riti, fundargerð ráðstefn-
unnar.
Stokkhólmsborg hafði boðið að áttunda
liöfuðborgarráðstefna Norðurlanda yrði háð
í Stokkhólmi árið 1960, og var það sam-
þykkt.