Sveitarstjórnarmál - 01.08.1957, Blaðsíða 23
SVEITARSTJÓRNARMÁL
19
Fjárliagsáætlun
Tryggingarstofnunar ríkisins fyrir árið 1958.
Nýlega hefur verið gengið frá íjárhags-
áætlun Tryggingastofnunarinnar fyrir árið
1958. Eru þar áætluð iðgjöld og framlög
einstakra aðila til hverrar greinar almanna-
trygginganna fyrir sig, þ. e. lífeyristrygg-
inga, slysatrygginga og sjúkratrygginga.
Loks eru áætluð iðgjöld og framlög til at-
vinnuleysistrygginga.
A. Lífeyristryggingar.
Samkvæmt núgildandi lögum eiga út-
gjöld lífeyristrygginga að skiptast í ákveðn-
um hlutföllum milli ríkissjóðs, hinna
tryggðu, sveitarsjóða og atvinnurekenda.
Útgjöldin skulu áætluð og þeim síðan skipt
hlutfallslega niður á þessa fjóra aðila. Komi
í ljós við reikningslok, að hið áætlaða fram-
lag hefur orðið of hátt eða ekki nógu hátt
hjá einstökum þátttökuaðilum, skal þetta
leiðrétt síðar. Með tilliti til afkomu líf-
eyristrygginganna árið 1956 virðist aug-
ljóst, að nokkur tekjuafgangur muni verða
á árinu 1957. Hefur því þótt rétt að endur-
skoða áætlun þá fyrir árið 1957, sem gerð
var á síðastliðnu ári, og taka nú þegar við
ákvörðun iðgjalda og framlaga fyrir árið
1958 tillit til þessa væntanlega tekjuaf-
gangs, þótt ekki sé hægt að gera hann upp
endanlega fyrr en á miðju næsta ári, þ. e.
þegar iðgjöld og framlög fyrir árið 1959
verða ákveðin.
Hrein útgjöld lífeyristrygginga á árinu
1958 eru áætluð 148,6 millj. króna. Skv.
endurskoðaðri áætlun eru hrein útgjöld
1957 188,6 millj. kr. og nemur því áætluð
hækkun frá 1957 til 1958 10 millj. króna.
í samræmi við ákvörðun fjármálaráðu-
neytisins er áætlunin 1958 miðuð við vísi-
tölu 183 stig, og hefur þá verið gert ráð
fyrir, að vísitalan hækki frá 1. september
n.k. í þessi 183 stig, þannig að meðalvísi-
tala 1957 verði 180,7 stig. Af þessari 10
millj. króna hækkun er því 1,8 millj. vegna
hækkunar á vísitölu, en 8,2 millj. af öðrum
orsökum. Ber þar fyrst að nefna fjölgun
gamalmenna, en einnig er gert ráð fyrir
hækkaðri fjárhæð til lífeyrishækkana skv.
23. gr. laganna og áframhaldandi fjölgun
barna, sem veldur bæði aukningu fjöl-
skyldubóta og barnalífeyris.
Ofangreindum 148,6 millj. króna á að
skipta milli aðila í þeim hlutföllum, sem
lögin tilgreina, en inneign þessara aðila
vegna ársins 1957 er áætluð 4,7 millj. króna
og færslur úr afskriftasjóði á árinu 1958
eru áætlaðar 1,7 millj. króna. Má því gera
ráð fyrir að greiðslufjárhæðir 1958 verði
allmiklu lægri en reiknað framlag, eða sem
hér segir:
tc C3 e b£ — « « fe
E co « a h.
eS in C t£ X u- © ±
Es* - > © ec 'w
Millj.kr. Millj. kr. Millj. kr.
Rikissjóður .... 49,0 1,4 47,6
Hinir tryggðu . . 49,0 1,7 47,3
Sveitarsjóðir ... 28,2 0,8 27,4
Atvinnurekendur 22,3 2,5 19,8
Alls i 148,5 6,4 142,1