Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1959, Side 5

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1959, Side 5
SVEITARST J ORN ARM AL TÍMARIT UM MÁLEFNI ÍSLENZKRA SVEITARFÉLAGA ÚTGEFANDI: SAMBAND ISLENZKRA SVEITARFELAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: GUÐNI GUÐNASON Utanáskrift: SVEITARST]ÓRNARMÁL, Pósthólf 1079, Reykjavík. 19. ÁRGANGUR 1959 MARZ—APRÍL Sveitarstjómarkosningar 1958. Hinn 26. janúar 1958 fóru fram kosn- ingar á bæjarfulltrúum í öllum kaupstöð- um og hreppsnefndarmönnum í „kaup- túnahreppum". I öðrum hreppum fór kosning fram 29. júní 1958. Kjósendur á kjörskrá við þessar kosning- ar hafa verið á öllu landinu 93.940 eða 56.3% af heildaríbúatölu landsins 1. des. 1957. Er það svipað hlutfall og var við al- þingiskosningar 1956. í sveitarstjórnarkosningum Jtessum var kosningahluttaka 82.9% að meðaltali. í al- Jiingiskosningunum 1956 var kosningahlut- taka hins vegar 92.1%. í kaupstöðum var kosningahluttaka til- tölulega mest á Sauðárkróki (93.2%), en minnst á Húsavík (85%). í Reykjavík var lnin 90.4%, en 91.9% í alþingiskosningun- um 1956. Ógild atkvæði alls í kaupstöðum 713, 1.3% af öllum greiddum atkvæðum. í kauptúnahreppum, sem kosið var í 26. janúar 1958, var kosningahluttaka 82.4%. Mest hluttaka var í Ólafsvíkurhreppi, 94.9%, en minnst í Hríseyjarhreppi, 34.5%. í þeim hreppum, þar sem kosning fór fram í júní 1958, var kosningahluttaka langtum minni eða aðeins 62.-2% að meðal- tali. Minnst var hún í Holtshreppi í Skaga- fjarðarsýslu (23.8%), en mest í Torfalækjar- hreppi, Austur-Húnavatnssýslu (96.1%). Hlutfallskosning var aðeins í 26 af þeim 181 hreppi, hvar kosið var í júní og í 8 þeirra var engin atkvæðagreiðsla, þar eð aðeins kom fram einn listi, sem varð sjálf- kjörinn. í 157 hreppum, með 717 hreppsnefndar- menn, voru kosningar óhlutbundnar. Á landinu eru nú alls 228 sveitarfélög, J). e. 14 kaupstaðir og 214 hreppar (Sléttu- hreppur ekki meðtalinn). Voru Jtar kosnir 124 bæjarfulltrúar og 1022 hreppsnefndar- menn, Jiar af voru 10 konur, 4 í kaupstöð- um (2 í Revkjavík og 2 í Hafnarfirði), 2 í kauptúnahreppum (Flateyjar- og Selfoss- hreppi) og 4 í öðrum hreppum (Garða-, Mosfells-, Breiðdals- og Beruneshreppi). Kaupstaðirnir skiptast þannig eftir tölu bæjarfulltrúa, að í 7 þeirra eru 9 bæjarfull- trúar, í 5 eru 7, í 1 eru 11 og í 1 eru 15. Hrepparnir skiptast J^annig eftir tölu hreppsnefndarmanna, að í 166 hreppum eru 5 hreppsnefndarmenn, í 36 eru 3, í 12 eru 7.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.