Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1959, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1959, Blaðsíða 8
4 SVEITARSTJ ÓRNARMÁL eigi nægja. Má til dæmis nefna ákvæðin um framfærslurétt manna. Að vísu er sá réttur bundinn við lögheimili, en til við- bótar er gerð sú krafa, að hlutaðeigandi hafi ekki þegið framfærslustyrk í öðru sveitarfélagi ákveðið tímabil. í lögum þeim, sem nú gilda, eru hvergi greinileg ákvæði um það, hvar menn skuli eiga lögheimili. Lög nr. 95/1936, um heim- ilisfang, hafa fá ákvæði að geyma um það atriði. Sama er að segja um lög nr. 73/1952, um tilkynningar aðsetursskipta. Nokkur ákvæði eru um þetta efni í framfærslulög- um, nr. 80/1947, en þau ákvæði eru ein- göngu bundin við framfærslurétt og eru ekki fullnægjandi. Vegna þess, hve ákvæð- in um lögheimili eru óljós, hafa jafnan verið nokkur brögð að því, að útsvör hafi verið lögð á santa mann í fleiri sveitar- félögum í senn, sami maður hefur verið á kjörskrám samtímis í fleiri sveitarfélögum í senn, sami maður hefur vörið á kjörskrám samtímis í fleiri sveitarfélögum, deilur verða oft um sveitfesti manna, o. 11. mætti nefna. Nokkur bót var hér á ráðin með lögurn nr. 31/1956, um þjóðskrá og al- mannaskráningu, en þau lög hafa þó eigi nein efnisákvæði um lögheimilið. Til þess að vænta megi fulls árangurs af starfi þjóð- skrárinnar, verður að setja sem gleggst ákvæði um það, hvar liver einstaklingur skuli eiga lögheimili. Ákvæði þessa frum- varps fjalla um þetta efni. í 2.-6. gr. frumvarpsins eru almenn ákvæði um Jsað, hvar lögheimili manna skuli vera. í 7.—II. gr. eru sérreglur um hjón, börn, ungt fólk, námsmenn o. fl. Þar eð ákvæði frumvarpsins binda lögheim- ilið við ástand, sem ríkir, getur yfirlýsing eftir geðjjótta um lögheimili, sem andstæð er staðreyndum, ekki haft gildi, ef lnin er vefengd. Þó að val manns á lögheimili sé Jsannig háð Jjví, hvar hann á heima í raun og veru, hefur han vissulega óbundnar liendur um það, hvar heimili hans er. Frum- varpið gerir ekki ráð fyrir Jjví, að hann sé á neinn hátt sviptur frelsi sínu í því efni. Hins vegar er það meginregla sarnkv. frv., að hann hafi lögheimili þar, sem heimili hans er. Það mun vera nokkuð algengt, að leigheimili sé tilkynnt annars staðar en heimilið er. Það skiptir oft miklu máli í sambandi við útsvörin, svo að menn til- kynna stundum lögheimili sitt annars stað- ar en þeir eru og eiga heimili. Hér er um hagsmunamál í milli sveitarfélaga að ræða, sem ekki er viðunandi að látin séu velta á geðjjótta einstaklinga um val lögheimilis. Eins og fyrr segir, er í frv. þessu gert ráð fyrir því sem almennri reglu, að menn eigi lögheimili þar, sem þeir eiga heimili í raun og veru. í öðru lagi er tekið tillit til jjess, ef menn hafa heimili í fleiri sveitar- félögunt en einu, hvar aðalatvinna þeirra er, sem J>á ræður um lögheimilið. Skal nú vikið að einstökum greinum frumvarpsins. Um 1. gr. — Ákvæði þessarar greinar eru í aðalatriðum eins og ákvæði 1. gr. laga nr. 95/1936, um heimilisfang. Hér er þó fastar að orði kveðið um Jjað, að enginn getur átt nema eitt lögheimili í senn. Lög nr. 66/ 1945, um útsvör, gera ráð fyrir því, að men geti átt lögheimili á fleiri stöðum en einum, sjá 8. gr. Jreirra laga, 3. mgr. d. Þar eð lögheimili manns sker úr um Jaað, til hvaða sveitarfélags skuli telja hann, er augljóst, að hver maður verður að eiga lögheimili og að enginn geti átt lögheim- ili nema á einum stað í senn. Um 2. gr. — Reglan um það, að lögheim- ili manns skuli vera Jjar, sem hann á lieim- ili, virðist vera sjálfsögð. í 13. gr. fram- færslulaga, nr. 80/1947, segir að lögheim- ili manns sé þar, sem hann hefur fast að-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.