Sveitarstjórnarmál - 01.08.1959, Blaðsíða 21
SVEITARSTJÓRNARMÁL
17
reisa stofnanir fyrir vangefið fólk, en
samkvæmt hinum nýju lögum skal því
einnig varið til endurbóta á slíkum
stofnunum.
7. Lög nr. 11/1959 um viðauka við lög nr.
64/1955 um lífeyrissjóð starfsmanna
ríkisins. Samkvæmt lögum jDessum skulu
tvær nýjar málgreinar bætast aftan við
16. gr. laganna frá 1955, svohljóðandi:
„Nú verður sjóðfélagi að láta af
stöðu sinni vegna heilsubrests, en tek-
ur síðan aftur við starfi, sem veitir
aðgang að sjóðnum, og er honum þá
heimilt að kaupa sér réttindi fyrir
þann tíma, sem úr hefur fallið. Þeg-
ar svo stendur á, að sjóðfélagi verður
sökum heilsubrests að láta af stöðu
sinni, en tekur þá eða síðar við lægra
launuðu starfi, má reikna eftirlaun
hans af Jrví starfinu, sem hærra var
launað, enda hafi hann greitt iðgjöld
samkvæmt því. Stjórn sjóðsins getur
krafizt vottorðs tryggingayfirlæknis til
sönnunar því, að sjóðfélaginn verði
að láta af stöðu sinni vegna heilsu-
brests.
Þeir, sem gerðust sjóðfélagar áður en
lög nr. 32 14. maí 1955 tóku gildi,
halda rétti þeim, er lög nr. 101 30.
des. 1943, 12. gr. veittu Jæim til að
krefjast greiðslu ellilífeyris úr sjóðn-
um, er samanlagður aldur þeirra og
Jjjónustutími nemur 95 árum, enda
hafi þeir fullnægt þeim skilyrðum,
sem Jaeirri reglu fylgdu samkvæmt
eldri lögum, þar á meðal um greiðslu
iðgjalda í lífeyrissjóðinn, unz greindu
tímamarki er náð.“
8. liig nr. 27/1959 um breyting á lögum
nr. 24/1956, um almannatryggingar.
Lögin fela í sér 100% hækkun slysabóta
vegna dauða lögskráðra sjómanna (sjá
nánar í 2. hefti 19. árg. Tryggingamála,
bls. 19). Lög nr. 28/1959 um breyting
á lögum nr. 24/1956, um almannatrygg-
ingar. Samkvæmt lögum þessum geta
sjúkrasamlagsstjórnir á 2. verðlagssvæði
ákveðið, að fengnu samþykki trygginga-
ráðs, að samlagsmenn skuli greiða 5
krónur fyrir hvert viðtal á lækninga-
stofu og 10 krónur fyrir hverja vitjun
heimilislæknis (sjá nánar í 2. hefti 19.
árg. Tryggingamála, bls. 20).
II. Þingsályktanir.
1. Þingsályktun um heimild fyrir ríkis-
stjórnina til að greiða uppbætur á laun
starfsmanna ríkisins. í þingsályktuninni
segir m. a., að á eftirlaun og lífeyri
skuli greiða 6% uppbætur, þó þannig,
að 9% uppbætur skuli greiddar á eftir-
laun lífeyrisþega, sem hafa eigi hærri
el’tirlaun samtals en sem svarar hámarks-
grunnlaunum í XII. flokki launalaga.
2. Þingsályktun um læknishjálp sjómanna
á fjarlægum miðum. Skorað á ríkis-
stjórnina að athuga, á hvern liátt hægt
sé að tryggja togarasjómönnum nauð-
synlega læknishjálp, J)egar togararnir
eru að veiðum á fjarlægum miðum.
3. Þingsályktun um vinnuskilyrði og stofn-
un vist- og vinnuheimila fyrir aldrað
fólk. Samkvæmt ályktuninni skal sam-
einað Alþingi kjósa 5 manna nefnd til
að athuga, á hvern hátt unnt sé að búa
öldruðu fólki skilyrði til að nota starfs-
orku sína. Nefndin kýs sér formann úr
sínum hópi.
Nefndin skal m. a. taka til athugunar
þessi atriði:
1) Stofnun vinnuheimila fyrir aldrað
fólk og þá, sem hafa skerta starfs-
orku.
2) Stofnun vist- og hjúkrunarheimila.