Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1959, Blaðsíða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1959, Blaðsíða 9
SVEITARSTJÓRNARMÁL 5 setur. Fast aðsetur táknar nokkurn veginn hið sama og orðið heimili, en hið síðara er oftar notað í mæltu máli. Skilgreining 2. mgr. á orðinu heimili er lýsing á venju- legu heimili, sem ekki þarfnast skýringa. Uandantekningar þær, sem urn er rætt í 3. mgr., svara til hliðstæðra undantekninga í 14. gr. framfærslulaganna, en ákvæði frum- varpsins ganga nokkru lengra í þessu efni en ákvæði framfærslulaganna gera. Hér er sem sagt gert ráð íyrir því, að dvöl vegna árstíðabudinar atvinnu breyti ekki lög- heimili manns, ef hann að lokinni slíkri dvöl hverfur aftur til þess heimilis, er hann hafði, þegar sú dvöl hófst. Hér á landi er atvinna rnanna víða mjög bundin árstíð- um. Gildir þetta einkum um atvinnu unga fólksins. Það er mjög algengt, að það verði að fara til annarra sveitarfélaga í atvinnu- leit á vissum tímum á ári hverju. Þegar þetta fólk leitar aftur heim í sveit sína, kaupstað eða kauptún eftir nokkurra mán- aða fjarveru, virðist eðlilegt, að það haldi lögheimili sínu þar. Öðru máli er að gegna, þegar tengslin rofna við upphaflega heim- ilið. Þegar svo er komið, þykir ekki ástæða til, að sérregla gildi. Umrædda dvöl verð- ur þá að skoða sem venjulega heimilis- dvöl, ef hún ananrs fullnægir ákvæðum 2. mgr. 2. gr. Einn nefndarmanna, Tómas Jónsson, tel- ur orðin „eða annarrar vetrardvalar vegna atvinnu“ í 3. mgr. óþörf. Venjuleg vetrardvöl hefst oftast um mán- aðamót september og október og lýkur í byrjun maí eða um miðjan maimánuð. Slík dvöl varir því eigi lengur en 8 mán- uði, og takmarkast þetta ákvæði greinar- innar við það. Með skírskotun til þessa ger- ir Tómas Jónsson ekki ágreining um frum- varpsgreinina. Ákvæði 4. mgr. vegna varnaliðsvinnu þarfnast ekki skýringa. Unt 3. gr. — Það kann að virðast frem- ur fátítt, að menn eigi samtímis fleiri en eitt heimiii. Þó munu vera til dæmi um það. Þegar ákveða skal, hvert heimilið sé lögheimili, skal telja það heimilið lögheim- ili, þar sem hlutaðeigandi maður hefur aðal- atvinnu sína, sbr. nánari ákvæði í greininni um aðalatvinnu. Þegar heimili manns sker ekki úr um lögheimili hans, virðist eðli- legt að taka tillit til atvinnunnar og telja lögheintilið á þeim staðnum, sem hún er mest. Val hlutaðeigandi manns keniur fyrst til greina, þegar hvorki reglan um heimilið né reglan um aðalatvinnu sker úr um lög- heimilið. Um 4. gr. — Svo kynni að virðast í fljótu bragði, að þau tilvik séu fátíð, sem heim- færa mætti undir þessa grein. Þó er ekki fyrir það synjandi, að maður kunni að hafa stundað samtals 6 mánuði atvinnu í sarna sveitarfélagi á síðustu 12 mánuðum án þess að eignast þar nokkurt heimili samkv. 2. og 3. mgr. 2. gr. Einkum kynni þetta að geta skeð, ef hann næði 6 mánaða mark- inu með tveimur eða fleiri atvinnutíma- bilurn, sem þá varaði aðeins nokkrar vikur í hvert skipti. Um 5. gr. — Þarfnast ekki skýringa. Um 6. gr. — Greinin geymir almenna reglu, sem jafnframt er tæmandi. Þeir, sem ekki eiga lögheimili samkv. 2.-5. gr„ hljóta það samkv. þessari grein. Sennilega verða fáir heimfærðir undir þessa grein, en þó áreiðanlega nokkrir. Um 7. gr. — Hér er sérregla um hjón. Sjálfsagt þykir, að þau eigi saman lögheim- ili, sbr. þó 2. mgr. Það getur borið við, að þau hafi sitt heimilið hvort, t. d. vegna at- vinnustaðar mannsins. Þá er það aðalregl- an, að heimili konunnar, sem oftast mun hafa börnin hjá sér, verður lögheimilið. Hitt mun fátíðara, að börnin skiptist milli heimila ntannsins og konunnar, nema þá

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.