Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1959, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1959, Blaðsíða 20
16 SVEITARSTJÓRNARMÁL Fíá AlFin^i. Hér í ritinu hefur jafnóðum verið getið helztu laga, sem Alþingi samþykkti á síðast- liðnum vetri og varða almannatryggingar eða skyld málefni. í eftirfarandi yfirliti um lög og þingsályktanir, sem samþykkt voru á vetrarþinginu, og mál, sem ekki urðu út- rædd, er því vísað til þess, er áður hefur verið um málin sagt, til að forðast endur- tekningar. I. Lög frá Alþingi. 1. Lög nr. 68/1958 um breyting á lögum nr. 24/1956, um almapnatryggingar. Með lögum þessum var ákveðin 9i/2% grunnhækkun elli-, örorku- og barnalíf- eyris og fleiri bóta frá 1. september 1958 að telja (sjá nánar í 6. hefti 18. árg. Tryggingamála, bls. 20). 2. Lög nr. 69/1958 um breyting á lögum nr. 33/1958, um útflutningssjóð o. fl. Samkvæmt þeim skyldi grunnhækkun sú (5%), sem ákveðin var í lögunum um útflutningssjóð, ná til allra bóta al- mannatrygginga (sjá nánar í 6. hefti 18. árg. Tryggingamála, bls. 20). 3. Lög nr. 74/1958 um breyting á lögum nr. 24/1956, um almannatryggingar. Lögin veittu ráðherra heimild til að fresta ákvörðun iðgjalda og framlaga til almannatrygginga 1959, þar til fjár- lög fyrir það ár höfðu verið sett. 4. Lög nr. 1/1959 um niðurfærslu verð- lags og launa o. fl. í 1. gr. laga þessara segir m. a. svo: „Frá 1. febrúar 1959 skal greiða verð- lagsuppbót á laun og allar aðrar greiðslur, er fylgja kaupgreiðsluvisi- tölu, samkvæmt vísitölu 175 stig. Á bótaupphæðir þær, sem ákveðnar eru í II. kafla laga nr. 24/1956, um al- mannatryggingar, svo og í 37. og 38. gr. sörnu laga og í lögum nr. 29/1956, um atvinnuleysistryggingar, skal þó frá sama tíma greiða verðlagsuppbót samkvæmt vísitölu 185.“ Samkvæmt 5. gr. laganna skal frá 1. marz 1959 verðlagsuppbót samkvæmt 1. gr. lögð við grunnupphæðir launa og annarra greiðslna, er fylgja kaup- greiðsluvísitölu, og telst hvorttveggja grunnlaun. Verðlagsuppbót skal síðan greiða samkvæmt nýrri kaupgreiðslu- vísitölu með grunntölu 100 1. marz 1959. 1 lögunum eru ýmis fleiri ákvæði. 5. Lög nr. 4/1959 um breyting á lögum nr. 29/1956 um almannatryggingar. í lögunum er kveðið nánar á um það en áður, hvernig iðgjöld skuli breytast, þegar grunnkaupsbreytingar verða. Þá er ráðherra heimilað, að fengnum til- lögum stjórnar atvinnuleysistrygginga- sjóðs, að breyta upphæðum bóta sam- kvæmt lögunum í samræmi við breyt- ingarnar á grunnkaupi Dagsbrúnar- verkamanns í almennri dagvinnu, og loks er sá tveggja ára frestur, sem settur var til endurskoðunar á lögunum frá 1956, framlengdur um tvö ár. 6. Lög nr. 5/1959 um breyting á lögum nr. 43/1958, um aðstoð við vangefið fólk. Gjaldi því (10 aurum af hverri gosdrykkja- og ölflösku), sem rennur í Styrktarsjóð vangefinna, skyldi sam- kvæmt lögunum frá 1958 varið til að

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.