Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1959, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1959, Blaðsíða 6
2 SVEITARSTJÓRNARMÁL Það telst atvinna að staðaldri í sama sveitarfélagi, et maður hefur stundað þar atvinnu samtals 6 mánuði eða lengur á síð- ustu 12 mánuðum. 5. gr. — Maður, sem stundar farmennsku, fiskveiðar eða flutningastarfsemi og hefur hvergi heimili, á lögheimili þar, sem skip það, flugfar eða annað farartaæki, sem hann starfar á, hefur aðalbækistöð sína. 6. gr. — Nú verður eigi skorið úr um lögheimili manns samkvæmt ákvæðum 2. —5. gr. laga þessara, og skal hann þá eiga lögheimili í því sveitarfélagi, þar sem hann hefur síðast haft þriggja mánaða samfellda dvöl, sem fellur ekki undir 3. og 4. mgr. 2. gf- 7. gr. — Hjón eiga sama lögheimili. Hafi þau sitt heimilið hvort samkvæmt 2. gr., skal lögheimili þeirra vera hjá því hjón- anna, sem hefur börn þeirra hjá sér. Ef börn þeirra eru hjá báðum hjónanna eða þau eru barnlaus, skulu þau sjálf ákveða, á hvorum staðnum lögheimili þeirra skuli vera, ella ákveður þjóðskráin, á hvoru heimilinu telja skuli lögheimili þeirra. Sama gildir, eftir því sem við getur átt, um fólk í óvígðri sambúð, sem á barn eða börn saman. Um lögheimili hjóna, sem slitið hafa samvistum að lögurn eða ekki búið saman síðastliðin 2 ár eða lengur eftir vígslu, fer sem um lögheimili einstaklinga. 8. gr. — Börn innan 16 ára eiga sama lögheimili og foreldrar þeirra, ef þeir búa saman. Ef foreldrar eru ekki samvistum, eiga börn þeirra lögheimili hjá því for- eldranna, sem foreldraráðin hefur. Nú hefur foreldraráðum ekki verið skipt á milli foreldranna, og á þá barn sama lögheim- ili og það foreldri, sem það dvelst hjá, eða á dvalarheimili sínu, ef það dvelst hjá livor- ugu foreldranna. Sama gildir um kjörbörn og kjörforeldra og fósturbörn og' fósturforeldra, sem ann- ast íramfærslu fósturbarna sinna án með- gjafar. Munaðarlaus börn, sem ekki eiga fóstur- foreldra samkvæmt 2. mgr., eiga lögheimili í sveit þeirri, þar sem þau urðu munaðar- laus. Ef þau hafa verið munaðarlaus frá fæðingu, eiga þau lögheimili þar, sem móð- ir þeirra átti lögheimili, er þau fæddust. 9. gr. — Nú á maður, senr yngri er en 21 árs, lögheimili hjá foreldri sínu eða íoreldr- um, og heldur hann þá því lögheimili, unz hann verður 21 árs, nema hann eignist sjálfstætt heimili samkvæmt 2. gr., enda hafi hann þá ekki dvalizt á heimili foreldris síns eða foreldra einn mánuð eða lengur á síðustu 12 mánuðum. Sama gildir um mann, þótt eldri sé en 21 árs, sem stundar nám sem aðalviðfangsefni, unz náminu lýkur. 10. gr. — Rétt er þeirn, sem dveljast er- lendis við nám, að telja lögheinrili sitt í sveitaríelagi, þar sem Jreir áttu lögheimili, er Jreir fóru af landi brott. Sama gildir unr sjúklinga, senr dveljast erlendis vegna veik- inda, svo og Jrá, sem eru erlendis í heinr- sókn hjá venzlafólki sínu unr lengri eða skemmri tíma. Svo skulu og íslenzkir ríkisborgarar, senr gegna störfum erlendis á vegunr ríkisins við sendiráð og ræðismannsskrifstofur íslands og taka laun úr ríkissjóði, eiga lögheinrili á íslandi, Jrar senr lögheimilið var, þegar Jreir fóru af landi brott. Þeinr, sem 1. og 2. nrgr. tekur til, er þó rétt að telja lögheinrili sitt hjá foreldrunr sínum eða öðru venzlafólki hérlendis. 11. gr. — Þingseta alþingismanns breytir engu um lögheimili hans og ekki heldur dvöl lrans vegna annarra tímabundinna trúnaðarstarfa, svo sem nefndarstarfa í þágu ríkisins. Sanra gildir unr ráðherra. 12. gr. — Ákvæði laga nr. 73 25. nóv. 1952,

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.