Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1959, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1959, Blaðsíða 16
12 SVEITARSTJÓRNARMÁL finnska vaeri minnst og lipurð og mannúð einkenndi meðferð mála. Norðmenn geta verið stoltir af sjúkradag- peningatryggingu sinni. Þegar unnið er að þvx að hækka sjúkradagpeningana, verður það ljóst, að við verðum að finna lausn á því, hvernig við eigum að geta tekið upp launagreiðslur, meðan menn eru veikir, í stað sjúkradagpeningaskipulagsins, sem nú ríkir. Þegar litið er á þetta mál frá fjár- hagslegu sjónarmiði eingöngu, má segja, að það sé að rniklu leyti leyst, þar sem sjúkra- dagpeningarnir nálgast nú mjög venjuleg verkalaun. Vandamálið er hins vegar í því fólgið, að hér í Noregi hefur verið komið á skattfríðindum í sambandi við greiðslur dagpeninga. í Noregi er unnið markvisst að því að bæta úr jaessu, en frá því grundvallarsjón- armiði, að ekki sé hægt að gei'a jrað á þann hátt, að allur fjöldi hinna tryggðu skaðist við Jrað, að komið sé í veg fyrir misnotkun tiltölulega fárra einstaklinga. Það verður samt af fremsta megni reynt að ráða bót á ágöllunum. Aðhlynning gamals fólks og sjúkra er eitt vandamálið. Bæjarstjórnir leggja mikla áherzlu á það, að þarna verði nýrri skipan komið á. Afstaða fjölskyldunnar eða um- hverfisins til gamalmennis eða sjúklings getur haft víðtæk áhrif. Maður getur ekki varizt því að gruna, að norskar fjölskyldur reyni oft að losa sig við gamalmenni og sjúklinga, sem valda erfiðleikum, jxótt t. d. gamalmennum mundi jxrátt fyrir allt líða betur heima hjá skylduliði sínu en annars staðar. Þá er við og við minnzt á dagpeninga til húsmæðra. Félagsmálaráðuneytið hefur látið Jxá skoðun í ljós við Stórþingið, að eðlilegt sé að leysa jxetta mál með aukn- ingu heimilishjálpar í veikindaforföllum húsmæðra. Þessi aukning stendur nú fyrir dyrum, og munu sjúkrasamlögin bera kostnaðinn að nokkru leyti. Ráðherrann ræddi um það, hvers vegna sú leið væri valin að afla fjár til sjúkrasam- laganna með iðgjöldum. Það er sálfræði- lega rétt, að sambandið milli þess sem greiðir og þess sem nýtur sé haft sem allra skýrast. Þetta veldur einnig Jxví, að auð- veldara er að auka sjúkratryggingarnar og unnt er að gera það með meiri hraða. Annars er ekki hægt að leysa öll þjóð- félagsleg vandamál með almannatrygging- um. Menn verða í þessu efni að hafa í huga drykkjuskap, glæpahneigð, erfiðleika á því að finna sér stöðu í þjóðfélaginu, hjónaskilnaði og dótturina, sem hefur unn- ið foieldrum sínum, en stendur svo uppi einmana milli fertugs og fimmtugs. Til þess að geta mætt þeim vandamálum, sem af þessu leiðir, Jrörfnumst við löggjafar um félagslega aðstoð, sem gagnstætt því, sem á við um ti'yggingalöggjöfina, miðast við mat á vandamálum hvers einstaklings. Hin nýju lög um barnalífeyri hafa lika leitt af sér ný vandamál. Það hefur komið í ljós, að Jressara laga njóta alls ekki eins mörg börn og gert var ráð fyrir. Það er augljóst, að mörg börn, sem misst hafa for- eldra sína, njóta ekki hjálparinnar. Mönn- um er enn ekki Ijóst, hver ástæðan er, en nauðsynlegt er að finna hana. Ein ástæðan getur verið sú, að lögin séu enn ekki nógu kunn. Tryggingastofnunin hefur nú ráðið sér blaðafulltrúa, sem á að hafa Jxað hlut- verk á hendi að láta blöðum og útvarpi í té allar upplýsingar um tryggingarnar og hinar ýmsu greinar þeirra, sem að gagni megi koma. Hjálpin til jDeina, sem eftir lifa, er erfitt vandamál. Hér er átt við ekkju- og ekkla- lífeyri. Nefnd hefur verið skipuð til þess að athuga jDetta mál. En þetta virðist þó ekki vera mjög aðkallandi sem stendur. —

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.