Sveitarstjórnarmál - 01.08.1959, Blaðsíða 15
TRYGGINGAMÁL
----- RITSTJÓRI: GUÐJÓN HANSEN -
Féla^smál í Noreéi.
Unnið að lausn margháttaðra vandamála.
Samhjálp er nauðsynleg ásamt ráðstöfunum yfirvalda.
Á landsfundi sjúkrasamlaganna í Noregi,
sem nýlega var haldinn, flutti Guðmundur
Harlem, félagsmálaráðherra, athyglisvert
erindi um starfrækslu og umbætur á al-
þýðutryggingunum þar í landi.
Það var meginuppistaðan í erindi ráð-
herrans, að fjárhagsleg hjálp eða aðstoð
næði ekki tilgangi sínurn og leysti ekki
málefni fólksins, fjárhagsleg hjálp væri
hins vegar nauðsynleg, en aðeins með einu
móti væri hægt að leysa vandmálin til
fulls, þ. e. með samhjálp þjóðfélagsþegn-
anna, sem hefur í för með sér aðlögun
eftir aðstæðum og umhverfi.
Það er, sagði ráðherrann, mjög náið sam-
band milli stefnunnar í félagsmálum og
þjóðmálastefnunnar á öðrum sviðum. Sú
staðreynd, að allir Itafa haft næga vinnu í
Noregi síðan styrjöldinni lauk, hefur leyst
fleiri félagsleg vandamál en allar aðgerðir
í félagsmálum.
Nú stendur fyrir dyrum að koma fram
örorkutryggingu fyrir alla, og er það mikið
og veglegt verkefni. Fyrir Stórþingið mun
nú verða lagt frumvarp um opinbera ör-
orkutryggingu, en með því verður lagður
grundvöllurinn að skipan almennrar ör-
orkutryggingar fyrir alla þjóðfélagsþegna.
Byrjunin verður sú, að komið verður á við-
bótarlífeyrisrétti við ellitrygginguna. Ef
fjárhagsleg þróun heldur áfram að stefna
í sömu átt og verið hefur síðan í stríðslok,
ætti það ekki að taka allt of langan tíma
að koma á fót fullkomnum ellitryggingum.
Aðeins lítill hluti þjóðarinnar, einkum
launþegar, njóta nú viðunandi ellitrygg-
inga.
Um örorkutrygginguna er það að segja,
að hún á að taka til afleiðinga læknisfræði-
legrar örorku. Hún skal þannig skipulögð,
að hún verði liður í alþýðutryggingunum
í heild, og fjár til hennar skal aflað með
iðgjöldum á sama hátt og á sér stað með
ellitryggingarnar. Frá mannlegu sjónar-
miði er öryrkjaframfærsla léleg lausn, þess
vegna hlýtur fyrsta verkefnið að vera að
tryggja fjáröflun til allra þeirra leiða, sem
vænlegar eru til þess að bæta úr læknis-
fræðilegri örorku, þannig að um atvinnu-
lega örorku verði alls ekki að ræða.
Ráðherrann sagði enn fremur, að á yfir-
standandi kjörtímabili Stórþingsins lægi
annað stórt verkefni fyrir: sameining og
endurskipulagning tryggingamálanna í
heild. Taldi hann, að það mál yrði nú leyst.
Það er nauðsynlegt, sagði ráðherrann, að
sannfæra alþjóð um það, að enginn sé órétti
beittur. Hann taldi, að Tryggingastofnun-
in norska og sjúkrasamlögin væru meðal
þeirra stofnana þar í landi, þar sem skrif-